Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 43
• Heilbrigðismat nætur- og vaktavinnustarfs- manna þeim að kostnaðarlausu Næturvinnustarfsmenn og vaktavinnustarfsmenn sem vinna hluta vinnuskyldu sinnar að næturlagi, skulu eiga kost á heilbrigðismati sér að kostnaðar- lausu áður en ráðning fer fram, og síðan reglulega á a.m.k. þriggja ára fresti. Þessa réttar skal getið í ráðningarsamningi. Áhrif viimutímasamningsiiis á vinnutíma hjúkrunarfræðinga: Enn er ekki ljóst hver verða endanleg áhrif vinnu- tímasamningsins á vinnutíma hjúkrunarfræðinga. M.a. á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr þeirri endurskoðun sem fara á fram á þeim vaktavinnu- kerfum sem í gangi eru á heilbrigðisstofnunum í dag. Einnig er óljóst hver verður niðurstaða kjarasamn- inga milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekenda hjúkrunarfræðinga um þessi efni en eins og áður sagði þá er stefnt að niðurstöðu fyrir 30.6.1998 og ljóst er að þessi endurskoðun mun taka tíma og krefjast mikillar vinnu. Hjúkrunarfræðingar fá nú greiddar að meðaltali 7 klst. í yfirvinnu í hverri viku samkvæmt upp- lýsingum frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. I vinnutímasamningnum er kveðið á um að hámarksfjöldi yfirvinnutíma í hverri viku skuli vera 11 klst. að meðaltali af virkum vinnutíma yfir sex mánaða tímabil fyrir starfsmenn í fullu starfi. I þessu sambandi ber að geta þess að hér eru aðeins taldir með unnir virkir tímar en ekki endilega gx-eidd- ir tímar. Af þessum tölum má álykta sem svo að Kk- legt sé að vinnutímasamningurinn muni ekki hafa mikil áhrif á fjölda yfirvinnustunda hjá hjúkrunar- fræðingum því að meðaltali vinni hjúkrunarfræðing- ar mun minni yfii'vinnu en hámarkið er samkvæmt vinnutímasamningnum. Þó er það mjög einstaklings- hundið hvað hver og einn vinnur mikla yfirvinnu og því geta ákvæði vinnutímasamningsins um 48 klst. hámarks vinnutíma haft mikil áhrif á vinnu einstakra hjúkrunai'fræðinga eða innan ákveðinna hópa. Lokaorð Það er full þörf á að endurskoða ríkjandi vakta- vinnukerfi á heilbrigðisstofnunum í dag. A þrískipt- um vöktum þar sem hver vakt er 8 klst. að lengd líða oft ekki nema 8 klst. á milli vakta og það þýðir að stai'fsmenn ná ekki nema 5-6 klst. svefni t.d. á milli kvöld- og morgunvaktar. Þessar aðstæður eru óvið- unandi og mai'gir hjúki'unarfræðingar hafa haft sam- band við félagið vegna þessa og óskað eftir því að félagið leggi sitt af mörkum til að breyta þessu fyrirkomulagi. En á hitt verður einnig að líta að það getur verið mjög erfitt og flókið fyrir félagið að sernja um breytingar sem þessar vegna þess að hver og einn starfsmaður hefur ráðið sig með persónubundnunx ráðningarsamningi inn í ákveðið vinnufyi'ii'komulag sem væntanlega hentar honum og hans fjölskyldu- aðstæðum. Skipulag vinnutíma hefur einnig mikil áhrif á kjör stai'fsmanna og breyttur vinnutími getixr leitt til breyttra kjara. Það er því ljóst að þó nxikil þörf sé á því að endurskoða vinnufyrirkomulag hjá mörgum hjúkrunarfi'æðingum þá verður að fara var- lega í allar þess háttar bi'eytingai'. Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur V Herra og dömu sjúkrasokkar í öllum litum REMEDIA Borgartúni 20 • Sími 562 7511 skor i urvali TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 107

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.