Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 65
rfríttir frá deildum N or ð ves turlandsdeild Aðalfundur deildarinnar var haldinn á Sauð- árkróki 12. feb. sl. Ný stjórn var kosin og er Þorsteinn Bjarnason, Siglufirði, formaður, Elín Arnardóttir, Siglufirði, ritari og Sigurður Jóhannesson, Siglufirði, gjaldkeri. Mjög góð mæting var á fundinn og líílegar umræður. Hjúkrunarfræðingar á Norðvestur- landi lýstu áhyggjum sínum vegna boðaðra sparnaðaraðgerða ríkisvaldsins og þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð sjúkrastofnana á landsbyggðinni. Einnig lýstu hjúkrunarfræð- ingar áhyggjum sínum vegna þeirrar umræðu sem á sér stað um sameiningu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. En hjúkrunarfræðingar ætla samt ekki að leggjast í þunglyndi heldur leggja land undir fót og fara í vísindaferð til Austurlands fyrstu helgina í júní. F.li. Norðvesturlandsdeildar Herdís Klausen Gjörgæsluhjúknuiar- fræðingar Ráðstefna deildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga verður haldin í sal ISI, Engjavegi 6, Laugardal, dagana 18. og 19. apríl 1997. Yfirskrift hennar er: Böm á gjörgæslu Allir velkoinnir, nánar auglýst síðar á sjúkrahúsunmn í Reykjavík og á Akureyri. Fræðslunefnd deildar gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga Faghópur íslenskra hjiikrunar- fræðinga í Kaupmannahöfn Starfsemi faghóps íslenskra hjúkrunarfraíð- inga í Kaupmannahöfn og nágrenni (F.I.H.K.N.) var frekar dræm framan af hausti. Pað var líkt og félagsmenn ættu erfitt með að komast í gang eftir langt sumarfrí. I nóvember var síðan tekið af skarið og haldinn nokkuð fjölmennur fundur. Nýir hjúkrunarfræðingar voru boðnir velkomnir og ákveðið var að koma starfseminni í fastari skorður en áður hefur veríð. Haldinn skal fundur einu sinni í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Ollum hjúkrunarfræðingum er velkomið að koma á fundim hvort sem þeir eru búsettir á svæðinu eða á ferðalagi. Akveðið var enn fremur að útbúa lista yfir virka félagsmenn með nöfnum, heimilisföngum, símanúmerum og vinnustað. Sá listi verður sendur til Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og þar verður síðan hægt að fá að- gang að honum eða afrit. Upplýsingar um fund- arstað hverju sinni er síðan hægt að fá hjá ein- hverjum félagsmanna. Einnig var ákveðið að hópurinn kæini sér upp heimasíðu á Internetinu (www.mtg.dk/fihkn) og þar lægju fyrir ýmsar hentugar upjilýsingar fyrir félagsmenn og aðra hjúkrunarfræðinga. Faghópurinn er einnig með póstfang á Internetinu; fihkn@mtg.dk Rví er síðan skemmst frá að segja að fagdeildin hélt fund í byrjun janúar. A þeim fundi var gjörgæsludeild Bisjjebjergspítala skoðuð. A sama fundi hélt einn hjúkrunar- fræðingur úr hópnum áliugavert erindi um Jakobs Creuzfeldt sjúkdóminn. A döfinni er heimsókn hópsins á líffærasafn hér í Kaupmannahöfn, fyrirlestur um krabba- meinsrannsóknir hér í Danmörku og síðast en ekki síst námsferð til Lundar í Svíþjóð. Allir í hópnum eru sammála um gagn og gaman þess- ara funda og hefur fólki fundist ómetanlegt að skijitast á reynslusögum og þekkingu því öll komum við af ólíkum sviðum innan hjúkrunar. Með þessum fréttapistli viljum við hjúkrunarfræðingar hér í Kaupmannahöfn nota tækifærið og óska kollegum okkar farsæls nýs árs og þakka fyrir árið sem leið. Næsti fundur verður á al|)jóðadegi hjúkrunar- fræðinga, mánudaginn 12. maí, á Kaffe Norden við Amagertorg í hjarta Kaujnnannahafnar. Mikdl áhugi er fyrir að sem flestir íslenskir hjúkrunarfræðingar búsettir á svæðinu, eða sem eiga leið um kóngsins Kaujjinhöfn, sjái sér fært að koma á þennan hátíðarfund. F.h. faghóps íslenskra hjúkrunarfrœðinga í Kaupmannahöfn, Sif Sigurðardóttir T I M A R I T III Ú K R II N A R F RÆ I) I N C A 2. TIJL. 73. ÁR(i. 1997 129

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.