Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 65
rfríttir frá deildum N or ð ves turlandsdeild Aðalfundur deildarinnar var haldinn á Sauð- árkróki 12. feb. sl. Ný stjórn var kosin og er Þorsteinn Bjarnason, Siglufirði, formaður, Elín Arnardóttir, Siglufirði, ritari og Sigurður Jóhannesson, Siglufirði, gjaldkeri. Mjög góð mæting var á fundinn og líílegar umræður. Hjúkrunarfræðingar á Norðvestur- landi lýstu áhyggjum sínum vegna boðaðra sparnaðaraðgerða ríkisvaldsins og þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð sjúkrastofnana á landsbyggðinni. Einnig lýstu hjúkrunarfræð- ingar áhyggjum sínum vegna þeirrar umræðu sem á sér stað um sameiningu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. En hjúkrunarfræðingar ætla samt ekki að leggjast í þunglyndi heldur leggja land undir fót og fara í vísindaferð til Austurlands fyrstu helgina í júní. F.li. Norðvesturlandsdeildar Herdís Klausen Gjörgæsluhjúknuiar- fræðingar Ráðstefna deildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga verður haldin í sal ISI, Engjavegi 6, Laugardal, dagana 18. og 19. apríl 1997. Yfirskrift hennar er: Böm á gjörgæslu Allir velkoinnir, nánar auglýst síðar á sjúkrahúsunmn í Reykjavík og á Akureyri. Fræðslunefnd deildar gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga Faghópur íslenskra hjiikrunar- fræðinga í Kaupmannahöfn Starfsemi faghóps íslenskra hjúkrunarfraíð- inga í Kaupmannahöfn og nágrenni (F.I.H.K.N.) var frekar dræm framan af hausti. Pað var líkt og félagsmenn ættu erfitt með að komast í gang eftir langt sumarfrí. I nóvember var síðan tekið af skarið og haldinn nokkuð fjölmennur fundur. Nýir hjúkrunarfræðingar voru boðnir velkomnir og ákveðið var að koma starfseminni í fastari skorður en áður hefur veríð. Haldinn skal fundur einu sinni í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Ollum hjúkrunarfræðingum er velkomið að koma á fundim hvort sem þeir eru búsettir á svæðinu eða á ferðalagi. Akveðið var enn fremur að útbúa lista yfir virka félagsmenn með nöfnum, heimilisföngum, símanúmerum og vinnustað. Sá listi verður sendur til Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og þar verður síðan hægt að fá að- gang að honum eða afrit. Upplýsingar um fund- arstað hverju sinni er síðan hægt að fá hjá ein- hverjum félagsmanna. Einnig var ákveðið að hópurinn kæini sér upp heimasíðu á Internetinu (www.mtg.dk/fihkn) og þar lægju fyrir ýmsar hentugar upjilýsingar fyrir félagsmenn og aðra hjúkrunarfræðinga. Faghópurinn er einnig með póstfang á Internetinu; fihkn@mtg.dk Rví er síðan skemmst frá að segja að fagdeildin hélt fund í byrjun janúar. A þeim fundi var gjörgæsludeild Bisjjebjergspítala skoðuð. A sama fundi hélt einn hjúkrunar- fræðingur úr hópnum áliugavert erindi um Jakobs Creuzfeldt sjúkdóminn. A döfinni er heimsókn hópsins á líffærasafn hér í Kaupmannahöfn, fyrirlestur um krabba- meinsrannsóknir hér í Danmörku og síðast en ekki síst námsferð til Lundar í Svíþjóð. Allir í hópnum eru sammála um gagn og gaman þess- ara funda og hefur fólki fundist ómetanlegt að skijitast á reynslusögum og þekkingu því öll komum við af ólíkum sviðum innan hjúkrunar. Með þessum fréttapistli viljum við hjúkrunarfræðingar hér í Kaupmannahöfn nota tækifærið og óska kollegum okkar farsæls nýs árs og þakka fyrir árið sem leið. Næsti fundur verður á al|)jóðadegi hjúkrunar- fræðinga, mánudaginn 12. maí, á Kaffe Norden við Amagertorg í hjarta Kaujnnannahafnar. Mikdl áhugi er fyrir að sem flestir íslenskir hjúkrunarfræðingar búsettir á svæðinu, eða sem eiga leið um kóngsins Kaujjinhöfn, sjái sér fært að koma á þennan hátíðarfund. F.h. faghóps íslenskra hjúkrunarfrœðinga í Kaupmannahöfn, Sif Sigurðardóttir T I M A R I T III Ú K R II N A R F RÆ I) I N C A 2. TIJL. 73. ÁR(i. 1997 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.