Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 5
Formannspistill . ÞekkíngarAUÐUR hjúkrunarfræðinga Herdís Sveinsdóttir A síðustu árum hefur þekkingarþróun í hjúkrunarfræði þeinst að því að dýpka skilning á því hvað umönnun felur í sér, hvernig hjúkrunarfræðingurinn fer að því að aðstoða einstaklinginn við að fullnægja þörfum sínum og óskum og hvernig stuðla má þannig að vellíðan og þroska einstaklingsins. Slík hjúkrun byggist á þekkingu á reynslu og viðbrögðum skjólstæðingsins og skilningi hjúkrunarfræðingsins á því hvaða merkingu atþurðir og aðstæður hafa fyrir einstaklinginn. Hjúkrunin byggist einnig á þekkingu á umhverfi sjúklingsins, menningarlegu og efnislegu. Þessa þekkingu öðlast hjúkrunarfræðingurinn fyrst og fremst með samskiþtum við sjúklinginn og aðstandendur hans, með því að kynnast heimi þeirra, sögu og daglegu lífi. Hjúkrunarfræðingurinn þarf því að hafa næmi fyrir þörfum og líðan einstaklingsins og hæfni til að tengja almenna fræðilega þekkingu sérstæðum aðstæðum hvers skjólstæðings. Þessi áhersla innan hjúkrunar á að auka skilning á mannlegu eðli og persónulegri reynslu fólks. íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa í gegnum grunnnám, reynslu og viðbótarmenntun öðlast djúpstæða þekkingu á fólki og viðbrögðum þess við margvíslegum aðstæðum. Ég tel að sú þjóð sé vel sett sem býr við heilbrigðiskerfi sem hefur á að skipa starfsfólki með víðtæka og góða þekkingu. En hvernig nýtist þekking hjúkrunarfræðinga best? Er kunnátta og þekking hjúkrunarfræðinga vannýtt? Nýlega var birt skýrslan Aðgangur að heilbrigðisþjónustu á Islandi eftir Rúnar Vilhjálmsson, Ólaf Ólafsson, Jóhann Á. Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson. Skýrslan er byggð á rannsókninni „Heilbrigði og lífskjör íslendinga" en sú rannsókn er samstarfsverkefni aðila innan Háskóla íslands og landlæknisembættisins. í skýrslunni kemur fram að ungt fólk, barnafólk og lágtekjufólk hefur lakara aðgengi að heilbrigðisþjónustunni en ýmsir aðrir hópar. Hvernig má nýta breiðan þekkingargrunn hjúkrunar- fræðinga til að bæta þjónustuna? Leiðir, sem Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur bent á, eru m.a. ráðning skólahjúkrunarfræðinga í framhalds- og háskóla landsins, aukin og bætt símaþjónusta hjúkrunar- fræðinga á heilsugæslustöðvum og ráðning geðhjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvar. Hjúkrunarfræðingar ættu einnig að hugsa um þekkingu sína sem auð sem þeir geti nýtt á margvíslegan máta. Undir lok janúar var kynnt átaksverkefnið „AUÐUR í krafti kvenna“. Framkvæmdastjóri verkefnisins sagði í viðtali við Morgunblaðið 27. janúar sl.: „Nú er almennt viðurkennt að ný fyrirtæki stuðla hvað mest að auknum hagvexti. AUÐUR er átak til atvinnusköpunar kvenna með það að markmiði að fjölga fyrirtækjum í eigu kvenna og skila íslensku þjóðinni þannig auknum hagvexti. Kraftur kvenna er vannýtt auðlind að okkar mati. Virkjun þessa krafts kemur öllum til góða.“ Geta hjúkrunarfræð- ingar virkjað þekkingarauð sinn á öðrum vettvangi en innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar? Vissulega. Það kemur fram í stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að eðlilegt sé að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar sé í höndum hins opinbera en jafn- framt að skoða beri sem fjölbreyttust rekstrarform þjónustunnar. Hjúkrunar- fræðingar eiga að taka þátt í því að skoða fjölbreytt rekstrarform, koma með hugmyndir og stýra útfærslu nýrra leiða. Á þessu sviði er þekking (og kraftur) hjúkrunarfræðinga vannýtt auðlind. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að sækja frumkvöðlanámskeið á vegum AUÐS. Einnig er alltaf hægt að hittast á Suðurlandsbraut 22 og ræða og útfæra hugmyndir sem við búum yfir. Jafnvel, ef áhugi er fyrir hendi, gætum við staðið fyrir námskeiði ætluðu hjúkrunarfræðingum. Virkjum hugmyndaflug, kraft og þekkingu hjúkrunarfræðinga. vt\mz píq mmm Littmann Hlustunarpípur œÍA* Eyrna- & au: HfNRY SCHFIN FiDFS Laufásgata9»600Akureyri Sími46l 1129 ' Faxafen 12, 108 Reykjavík Sími 588 8999 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.