Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 17
hópum (Daly, Bookman og Lerman, 1995). Oftast er þá
miðaö við sjúkdóminn í fjölskyldunni, þ.e. þegar móðir
og/eða systir hafa greinst með eggjastokkakrabbamein.
Umdeild er sú leið að láta fjarlægja eggjastokkana og
óljóst hvaða áhrif það hefur á dánartíðnina. Auk þess hefur
verið bent á hugsanlega hættu á kviðarholskrabbameini í
kjölfarið. Margir mæla hins vegar með getnaðarvarnarpill-
unni sem vörn hjá áhættuhópum í Ijósi rannsóknarniður-
staðna þar sem fram kom að hættan minnkaði um 40-
60% við notkun í 6 ár eða lengur.
Sjaldgæft er að eggjastokkakrabbamein greinist á
byrjunarstigi enda engar áreiðanlegar aðferðir til snemm-
greiningar (Daly o.fl., 1995). Þær aðferðir, sem notaðar
eru, þreifing, leggangaómun og mæling á æxlisvísi CA-
125, virðast ekki vera áreiðanlegar leitaraðferðir hjá konum
almennt en geta gagnast konum í áhættuhóp.
Lokaorð
Krabbameini verður sennilega aldrei útrýmt og þess vegna
sjá margar konur ekki gildi þess að beita forvörnum gegn
þvl. Flestir eru þó sammála um að spurningin sé ekki hvort
heldur hvenær og hvernig skuli að forvörnum staðið til
þess að draga úr tíðni krabbameina og stuðla að því að
þau greinist nógu snemma.
Margir halda því fram að hægt sé að fyrirbyggja
krabbamein (Harvard Report, 1996; Olsen, Andersen,
Dreyer o.fl.,1997). Vísindamenn Harvard-krabbameins-
forvarnastofnunarinnar halda því fram að hægt sé að fyrir-
byggja krabbamein (Harvard Report, 1996). Sú fuilyrðing
byggist á því að 2/3 dauðsfalla af völdum krabbameina
megi rekja til reykinga, matarræðis, offitu og skorts á
hreyfingu, þáttum sem er hægt að breyta. Þeir benda á að
þetta sé hins vegar langtímaverk og árangurinn muni sjást
smám saman. Þegar allt kemur til alls byggjast forvarnir
krabbameina á lífsstílsbreytingum hvers og eins, stefnu og
ákvörðunum stjórnvalda, félagslegum breytingum og
framtíðarrannsóknum. Breyta þarf hugsunarhætti
almennings um krabbamein, mörg krabbamein er hægt
að lækna ef þau greinast nógu snemma. Þess vegna er
mikilvægt að fara reglulega í skoðun og bregðast við
einkennum tímanlega. Flestir telja sig ekki hafa stjórn á því
hvort þeir fá krabbamein og allir vilja skiljanlega fá
lækningu við krabbameini, en varla til þess að geta haldið
áfram óhollum lífsháttum eða til þess að horfa fram hjá
einkennum! Framtíðin felst í eflingu forvarna.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga á þessum vettvangi ætti að
vera að aðstoða og fræða konur um gildi þess að breyta
um lífsstfl, kenna þeim hver einkenni krabbameina eru og
fræða um gildi reglulegrar skoðunar (White og Spitz,
1993). Fræðsluhlutverk hjúkrunarfræðinga gagnvart
konum er stórt og ætti að ná til þriggja kynslóða (amma,
mæðra og dætra). Hjúkrunarfræðingar ættu að geta boðið
upp á einstaklingshæft áhættumat. Við reglubundna
upplýsingasöfunun á hvaða starfsvettvangi sem er ættu
hjúkrunarfræðingar að geta greint áhættuþætti og einkenni
hjá hverjum og einum og brugðist við á viðeigandi hátt.
Síðast en ekki síst mega hjúkrunarfræðingar ekki gleyma
hlutverki sínu sem fyrirmynd og byrja á því að taka til í
eigin garði.
Heimildir
Amos, A. (1996). Women and smoking. British Medical Bulletin, 52(1),
74-89.
Antman, K., & Shea, S. (1999). Screening mammography under age 50.
Journal of the American Association, 281(16), 1470-1472.
Association of the Nordic Cancer Registries (1999). Cancerin the Nordic
Countries. Nordic Cancer Registries.
Bond, J.H. (1999). Screening guidelines for colorectal cancer. American
Journal of Medicine, 106(1 A), 7S-10S.
Costa, A., & Redmond, K. (1999). Chemoprevention of cancer. Oncology
Nurses Today, 4(2), 18-20.
Daly, M., Lerman, C., & Bookman, M.(1995). Female reproductive tract:
Cervix, endometrium, ovary. I P. Greenwald, B. Kramer & D. Weed
(ritstj.), Cancer prevention and control (bls.509-536). New York: Marcel
Dekker.
Day, N. (1988). Self examination of the breast. British Medical Journal,
297, 624.
Doll, R. (1998). Epidemiological evidence of the effects of behaviour and
the environment on the risk of human cancer. Recent Results in Cancer
Research, 154, 3-21.
Eddy, D.M. (1990). Screening for colorectal cancer. Annals of Internal
Medicine, 113, 373-384.
Eiríkur Líndal (1996). Reykingar — upphaf og lok. Heilbrigðismál, 4, 27-
30.
Elínborg Ólafsdóttir (1999). Sjálfsskoðun brjósta 1979-88 og 1989-1998.
Krabbameinsfélag íslands. Óbirtar tölur.
Engeland, A., Haldorsen, T., Tretli, S., Hakulinen, T., Horte, L.G., o.fl.
(1993). Prediction of cancer incidence in the Nordic countries up to the
years 2000 and 2010. A collaborative study of the five Nordic cancer
registries. Acta pathologica microbiologica et immunologica
Scandinavica, 38, S1-S124.
Engelking, C. (1994). New approaches: Innovations in cancer prevention,
diagnosis, treatment, and support. Oncology Nursing Forum, 27(1),
62-71.
Eyre, H. (1999). Highlights from the American Cancer Society's 41st
science writers seminars. CA: A Cancer Journal for Clinicians, 49(3),
131-134.
Fisher, B., o.fl. (1998). Tamoxifen for prevention of breast cancer: report
of the National Surgical Adjuvant Breast and Bowel Project P-l study.
Journal National Cancer Institute, 909, 1371-1388.
Foster, R., Worden, J., Costanza, M., & Solomon, L. (1992). Clinical
breast examination and breast self-examination. Cancer, 69,S1992-
S1998.
Friedenreich, C., & Rohan, T. (1995). A review of physical activity and
breast cancer. Epidemiology, 6 (3), 311 -317.
Giovannucci, E., Colditz, G., Stampfer, M., Willett, W. (1996). Physical
activity, obesity, and risk of colorectal adenoma in women. Cancer
Causes and Control, 7, 253-263.
Gunnlaugur Geirsson (1983). Of fáar konur skoða brjóst sín reglulega.
Heilbrígðismál, 1, 21-22.
Hagvangur (1998). Ársskýrsla tóbaksvarnarnefndar 1998. Skýrsla
Hagvangs. PricewaterhouseCoopers.
Hakama, M., & Hristova, L. (1997). Effect of screening in the Nordic
cancer control up to the year 2017. Acta Oncologica, 36(2), 119-128.
Harvard Report on Cancer Prevention (1996). Causes of human cancer.
Cancer Causes and Control, 7 (S1), S3-S59.
Helzlsouer, K. (1995). Early detection and prevention of breast cancer. I
P. Greenwald, B. Kramer & D. Weed (ritstj.), Cancer prevention and
control (bis.509-536). New York: Marcel Dekker.
Heilbrigðismál (1992). Þriðji til fjórði hver íslendingur fær krabbamein fyrir
áttrætt. Heilbrígðismál, 4, 5.
Heilbrigðismál (1996a). Styttist í að annar hver krabbameinssjúklingur
læknist. Heilbrigðismál, 1, 18-19.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
17