Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 37
Úr matsalnum.
Þarna má sjá jurtir eins og mjaðjurt, blóðberg, gulmöðru, Elfting:
silfurmuru, birkilauf, sólberjalauf, maríustakk, elftingu og
kryddjurir en jurtinar eru góðar við ýmsum kvillum. Kryddjurtir:
Barkandi, græðandi, þvagaukandi. Við
hósta, mæði og niðurgangi.
Estragon-ísópur-sítrónumelissa.
Heilsute í heilsustofnun NLFÍ
Mjaðjurt: Styrkjandi, góð fyrir slímhúð magans og
við niðurgangi.
Blóðberg: Gott við hiksta, kvefi, hjartveiki, svefnleysi,
þvagtregðu og harðlífi.
Gulmaðra: Góð við flogaveiki, eykur svita.
Silfurmura: Góð við gigt, taugaóstyrk, bakveiki, sina-
drætti og blóðnösum.
Birkilauf: Lystaukandi, bólgueyðandi, örvar lifur,
blóðhreinsandi.
Sólberjalauf: Gott fyrir nýrun.
Maríustakkur: Styrkir meltingarfæri og leg, kemur reglu á
blæðingar.
Göngudeild
Göngudeild er starfrækt við Heilsustofnunina. Þar eru í
boði sjúkranudd, leirböð, heilsuböð og sjúkraþjálfun.
Deildin er opin utanaðkomandi gestum og dvalargestum
sem geta keypt sér þjónustu deildarinnar utan venjulegrar
meðferðar.
Heimsókn okkar á Heilsustofnunina lýkur með leirbaði,
leirkerin eru fjögur, baðið sjálft tekur um 15 mínútur en að
því loknu er baðgestum vafið inn í lök og teppi og þeir
látnir hvíla sig í um 20 mínútur. Það er ekki amalegt að láta
líða úr sér í leirnum og gestirnir í leirböðunum eru sammála
um endurnærandi áhrif baðsins að aflokinni hvíld.
-vkj
ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnuð 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 og 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
-
(% -» (Kf. * f
...
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000
37