Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 11
sem reyktu lítið né hjá fyrrverandi reykingamönnum og
þeim sem höfðu aldrei reykt.
Notkun verndandi efna hefur ekki verið viðurkennd sem
stöðluð meðferð til að fyrirbyggja krabbamein og því ekki
hægt að mæla með neinu ákveðnu efni til notkunar utan
rannsókna hjá heilbrigðum einstaklingum. Hins vegar var
tamoxifen (estrógen-antagonisti) nýlega samþykkt af
þandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) til að fyrir-
þyggja hættuna á brjóstakrabbameini hjá konum sem eru í
aukinni áhættu (Costa og Redmond, 1999). Sú ákvörðun
byggðist á 5 ára eftirliti þar sem kom í Ijós að tíðni brjósta-
krabbameins var 49% lægri hjá konum í áhættuhóp sem
tóku 20mg/dag (Fisher o.fl., 1998). Talið er að meðferð
með verndandi efnum muni gegna lykilhlutverki í barátt-
unni gegn krabbameini á næstu öld.
5. tafla. Fyrsta stigs forvarnir
Reykjum ekki
Notum áfengi í hófi
Virðum öryggisreglur á vinnustað
Forðumst geisla
Notum estrógen einungis ef nauðsyn krefur
Stundum hófleg sólböð, notum sólarvarnir
Borðum trefjaríkt fæði, minnkum fituneyslu og forðumst
offitu
Borðum fjölbreytta fæðu, ávexti og grænmeti daglega
Stundum hreyfingu / líkamsrækt reglulega
Höfum stjórn á streitunni
Annars stigs forvarnir (secondary prevention) snúa
að áhættuhópum og þeim sem eru með forstigseinkenni
krabbameins. Þær felast því í að greina krabbamein á for-
stigi, að stöðva framgang sjúkdómsins og skilgreina
einstaklinga/hópa sem eru í hættu (Mahon, 1995).
Áhættuþáttur er einkenni eða sérkenni sem tölfræði-
lega hefur verið sýnt fram á að tengist aukinni tíðni
krabbameins (Mahon, 1995). Oftast er lýst þrenns konar
áhættu. „Absolute“-áhætta vísar til fjölda krabbameins-
tilfella miðað við ákveðinn fjölda einstaklinga. Hlutfallsleg
áhætta (relative risk) vísar til samanburðar á tíðni ákveð-
innar tegundar krabbameins meðal fólks sem hefur
ákveðinn áhættuþátt (t.d. reykir) og þeirra sem hafa hann
ekki (reykja ekki). Tengd áhætta (attributable risk) vísar til
fjölda krabbmeinstilfella meðal almennings sem hægt
væri að fyrirbyggja með því að breyta/fjarlægja áhættu-
þættina.
Einn þáttur í annars stigs forvörnum er að fræða fólk
um einkenni krabbameins og hvetja það til að bregðast við
þeim. Konur þurfa sérstaklega að þekkja einkenni brjósta-
krabbameins, leghálskrabbameins, krabbameins í eggja-
stokkum, ristli og húð (6. tafla). Hættumerki krabbameina,
sem krabbameinsfélög víða um heim hafa dreift og kynnt,
hafa hins vegar verið gagnrýnd og því haldið fram að þau
séu í raun einkenni um langt genginn sjúkdóm (Eyre,
1999) og að koma þurfi til einfaldar rannsóknir til að greina
krabbamein á frumstigi. Þannig rannsóknir eru hins vegar
á tilraunastigi og enn ekki hagkvæmar til þess að nota hjá
einstaklingum án sýnilegra ytri einkenna.
Krabbameinsleit hefur það að markmiði að greina sjúk-
dóminn hjá einstaklingum sem eru án ytri einkenna
(Mahon, 1995). Til þess að leitin gagnist fólki þá þurfa
leitaraðferðirnar að vera nógu nákvæmar og áreiðanlegar
til þess að geta greint sjúkdóminn á forstigi og með-
ferðarmöguleikar, sem í boði eru, þurfa að bera árangur.
Varðandi skipulagða leit hér á landi sem og á flestum
Norðurlöndunum hefur ekki þótt hagkvæmt hingað til að
bjóða upp á annað en leit að krabbameini í brjóstum og
leghálsi hjá konum og ekki hefur sérstaklega verið mælt
með leit að öðrum tegundum krabbameina. Þrátt fyrir að
bandarísk sérfræðisamtök og ameríska krabbameins-
félagið hafi um þó nokkurn tíma mælt sérstaklega með
reglulegri leit að krabbameini í ristli og reglulegu líkams- og
áhættumati m.t.t. krabbameina (Bond, 1999) hefur slíkt
ekki verið áberandi í Evrópu en er sums staðar til endur-
skoðunar (Robinson og Hardcastle, 1998).
( grein Hakama og Hristova (1997) kemur fram að
nægjanlegar sannanir liggi einungis fyrir um gildi leitar að
krabbameini í brjóstum, leghálsi og ristli til þess að draga
úr dánartíðni. Framtíðarspá til ársins 2017, byggð á
upplýsingum úr norrænu krabbameinsskránum, gerir ráð
fyrir því að leit muni koma í veg fyrir 4000 dauðsföll af
völdum þessara þriggja krabbameina á Norðurlöndunum,
flest af völdum leghálskrabbameins (91%) en færri af
völdum brjóstakrabbameins (18%) og ristilkrabbameins
(18%). Höfundarnir álykta að um 6% af heildarkrabba-
meinsdauðsföllum á Norðurlöndum megi fyrirbyggja með
leit (2% hjá körlum og 9,7% hjá konum) og eru þá konur
betur staddar en karlar þó enn sé langt f land með
forvarnir.
6. tafla. Einkenni hjá konum
Brjóstakrabbamein
- Hnútur eða fyrirferðaraukning í brjósti eða holhönd
- Breyting á húðlit og áferð, þykknun, appelsínuhúð
- Útferð úr geirvörtu eða inndregin geirvarta
- Breyting á stærð eða lögun brjósts
Leghálskrabbamein
- Óeðlileg blæðing eða blettablæðing, sérstaklega eftir
samfarir
- Langvarandi útferð
Eggjastokkakrabbamein
- Þaninn kviður eða verkir
- Óútskýrð, óljós einkenni frá meltingarvegi, eins og
ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
11