Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 20
ing sé mjög mikil hjá þessum hópi. Leikfimin er kennd á Hrafnistu í Hafnarfirði og sér Lovísa Einarsdóttir íþrótta- kennari um kennsluna. „Þetta eru tveir tímar í viku, annar fer fram í sundlauginni en hinn í sal. Þessi leikfimi hefur verið stökkpallur fyrir margar konur til að fara aftur í sína gömlu leikfimi og er það í samræmi við stefnu samtakanna að koma konunum aftur út í lífið. Við getum lifað góðu lífi þó við séum með eitt brjóst eða ekkert." Kristbjörg segir margar spurningar vakna hjá konu sem greinst hefur með brjóstakrabba. „Það eru margar spurn- ingar t.d. varðandi maka, þeir eru oft að kljást við svipuð vandamál og konan sjálf, ótta um afdrif fjölskyldunnar. Á sumum Norðurlandanna nýta makar sér viðtöl sem boðið er upp á við maka sjálfboðaliðanna. Hér er sjaldan óskað eftir þessu þó makar sumra sjálfboðaliðanna hafi boðist til að ræða þessi mál.“ Hún segir ýmis hagnýt málefni einnig til umræðu, svo sem gervibrjóst og brjóstahaldarar sem hafa þróast mikið á undanförnum árum. Uppbygging brjósts eða nýtt brjóst er sjaldnast það sem konan hugsar fyrst um þegar hún hefur greinst með brjóstakrabba þó margir læknar telji það aðkallandi vandamál. Það er oftast ekki fyrr en konan er komin yfir erfiðasta tímabilið og sér fram á líf fram undan að hún fer að hugsa um það. Opið hús er haldið einu sinni í mánuði og er þar boðið upp á ýmis fræðsluerindi. Aðsókn er mjög góð og mæta að meðaltali 80-120 konur í hvert sinn. í opna húsinu er boðið upp á kaffi og er gestum frjálst að borga fyrir ef þeir vilja en Kristbjörg leggur áherslu á að samtökin taki ekki við greiðslum fyrir þau störf sem eru lögð af mörkum. Hún hvetur að lokum konur til að fara reglulega í skoðun, mæting á höfuðborgarsvæðinu sé því miður ekki nægilega góð þar sem eingöngu tvær konur af þremur mæta reglulega til skoðunar. „Það er konan sjálf sem þekkir best sinn líkama og á að fylgjast vel með honum til að halda sem bestri heilsu.“ Símatími samtakanna er þriðjudaga kl. 13-16.30. Tilgangur samtakanna * Að veita konum persónulega ráðgjöf og aðstoð eftir greiningu brjóstakrabbameins. * Að stuðla að bættri endurhæfingu kvenna eftir meðferð. * Að fylgjast með og stuðla að kynningu á nýjungum, m.a. varðandi hjálpargögn, og miðla af reynslu sinni af uppbyggingu brjósta. * Að stuðla að fræðslu í samvinnu við Krabbameinsfélagið. * Að stuðla að auknum skilningi heilbrigðisstétta á mál- efnum kvenna sem hafa fengið brjóstakrabbamein. * Að efla samvinnu við erlenda aðila sem starfa á sama grundvelli. -vkj Ljósmóðurfræði háskólaárið 2000-2001 Frestur til að sækja um innritun til náms í Ijósmóðurfræði rennur út 3. apríl nk. Umsækjendur skulu hafa próf í hjúkrunarfræði, viðurkennt í því landi þar sem námið var stundað, og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að taka 8 nemendur inn í námið. Til að námsskrá í Ijósmóðurfræði á íslandi sé í samræmi við námsstaðla Evrópusambandsins og að kröfur, sem gerðar eru á háskólastigi séu uppfylltar, þurfa hjúkrunarfræðingar, sem ekki hafa lokið BS-prófi, að Ijúka 16 eininga fornámi. Nánari upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og skipulag námsins er að finna í kennsluskrá Háskóla íslands. Umsóknum ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmælum, afritum af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð umsækjanda um áhuga á námi í Ijósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist skal skila í síðasta lagi 3. apríl 2000 á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar veitir Lára Eriingsdóttir, fulltrúi Ijósmóðurfræði, eftir hádegi alla virka daga á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, Reykjavík, sími: 525-4217. Netfang: lara@rhi.hi.is. Hjúkrunarfræðingar - Sumar 2000 Nú í vor verður laus staða hjúkrunarfræðings í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga og skilning á heildrænni hjúkrun. Áherslan er lögð é heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Bæjarfélagið Hveragerði er lifandi og blómlegur bær, örstutt frá höfuðborginni þar sem gott er að ala upp börn. Þar er hægt að njóta kosta þess að búa í litlu samfélagi en jafnframt hafa möguleika á tíðum samskiptum við höfuðborgarsvæðið. Aðeins er um 30 mínútna akstur til Reykjavíkur. Hringið og kannið húsnæðismál og launakjör. Upplýsingar veitir Hulda Sigurlina Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 483 0300 eða 896 8815. Hueragerði 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.