Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Qupperneq 19
„Gotum lifað góðu lífi þó við séum weð t'M tðA tkktrk11 Samhjálp kvenna 20 ára Samhjálp kvenna hefur aðstoðað fjölmargar konur sem hafa fengið brjóstakrabba en um 20 ár eru síðan starf- semin hófst formlega. Samtökin hafa aðstöðu í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og deila þar herbergi með Stómasamtökum (slands. í nærliggjandi herbergi eru Ný rödd og Styrkur, félag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, en þessi samtök eiga það sameigin- legt að fá stuðning frá Krabbameinsfélaginu þó þau séu byggð upp á vinnu sjálfboðaliða, fá aðstöðu í húsinu og ýmsa fyrirgreiðslu. Kristbjörg Þórhallsdóttir er í forsvari fyrir Samhjálpina, hún þekkir vel sögu samtakanna því hún hefur unnið fyrir þau í 17 ár og verið í forsvari sl. 13 ár. Brautryðjendur voru sjálfboðaliðarnir Elín Finnbogadóttir og Erla Einarsdóttir og nutu þær ómældrar aðstoðar Krabbameinsfélags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Hún segir það einnig hafa hjálpað að krabbameinslæknar og hjúkrunarfólk, sem vann á sjúkrahúsunum, þekktu sum hver sambærileg samtök frá námsárum sínum erlendis. Þetta hafi auð- veldað Samhjálp aðgang að sjúkrastofnunum, því með þeim var farið að ryðja nýja braut er leikmenn voru kallaðir til af fagfólki til að aðstoða sjúklingana. Hún segir meðlimi samtakanna hafa tekið þagnarskyldu skjólstæðinganna mjög alvarlega og í dag séu sjúklingar aldrei nafngreindir, jafnvel ekki þegar þær ræða sín á milli um þá, enda hafi þau aldrei fengið gagnrýni vegna brots á trúnaði. Meðlimir samtakanna vísa frá sér öllum fyrirspurnum varðandi með- ferð eða lækningu til fagfólks en eru þó stundum milli- gönguaðilar varðandi einstök málefni ef þess er óskað. Brjóstaskurðaðgerðir fara aðallega fram á tveimur deildum, annarri á Landspítala og hinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þær konur, sem eru að fara í aðgerð, fá upp- lýsingar um samtökin og þeim er boðið upp á viðtal fyrir aðgerð sem sumar þiggja en aðrar bíða þar til þær eru komnar á skurðdeild. í flestum tilfellum hefur hjúkrunar- fræðingur þá samband við Samhjálp kvenna í samráði við sjúklinginn og Kristbjörg itrekar að sjúklingurinn ráði ávallt ferðinni varðandi viðtöl, hvort og hvenær hann vilji hitta þær. Hún segir þær reyna að fara til kvennanna á sjúkra- stofnanirnar, en þar sem legutíminn sé mjög stuttur, í sumum tilfellum ekki nema þrír dagar, þá náist það ekki „Sjúklingurinn ræður ávallt ferðinni, hvort og hvenær hann vill hitta okkur, “ segir Kristbjörg. alltaf og fundirnir séu því ýmist heima hjá konunum sjálfum eða úti í bæ. Samhjálpin vinnur í tengslum við önnur sam- bærileg samtök á Norðurlöndunum og hittast forsvars- mennirnir annað hvert ár, „í september ’97 hittust fulltrú- arnir hér á landi. Við heimsækjum mjög hátt hlutfall kvenna sem greinast með krabbamein hér á landi, mun hærra en á hinum Norðurlöndunum, og njótum mjög mikils trausts hjá heilbrigðisstarfsfólki." í Samhjálp kvenna starfa nú 20 konur á höfuðborgar- svæðinu og 20 konur úti á landi sem allar eiga það sameiginlegt að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Samhjálpin fær aðstoð lækna við að finna konur sem gætu unnið með þeim en skilyrði er að liðið hafi a.m.k. tvö ár frá lokum meðferðar. Konurnar ganga síðan í gegnum tveggja daga fræðslunámskeið sem haldið er á tveggja ára fresti á vegum Samhjálparinnar, en þar er lögð áhersla á að miðla þekkingu fagfólks, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Ef veikindi taka sig upp hjá konu í Samhjálp- inni hættir hún heimsóknum meðan hún er í meðferð. Konurnar eru í nokkra mánuði í samtökunum áður en þær fara í heimsóknir. „Konurnar geta hætt þegar þær vilja og einnig ef þær finna sig ekki í þessu.“ Á vegum samtakanna er boðið upp á sérstaka leikfimi en Kristbjörg segir ekkert fast endurhæfingarkerfi bíða þeirra kvenna sem farið hafa í aðgerðir vegna brjósta- krabbameins en þörf fyrir andlegan og félagslegan stuðn- 19 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.