Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 51
í Ijós að það finnst á allt of mörgum stöðum. Því er mikilvægt að þrengja leitina til að fá gleggri upplýsingar. Netfangalisti hjúkrunarfræðinga Netið býður ekki aðeins upp á að afla upplýsinga, það má einnig nota það til að koma upplýsingum á framfæri. Póstþjónustan er orðin viðurkennd og hefur m.a. þann kost að upplýsingar berast svo til jafnóðum og þær eru skrifaðar. Netföng eru orðin jafnalgeng og heimilisföng en mjög margir eru nú tengdir netinu. Þeir hjúkrunarfræð- ingar, sem hafa netföng, eru beðnir um að senda upplýs- ingar um þau á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, því hægt er að nota netið til að koma upplýsingum um fundi og annað fréttnæmt á framfæri í gegnum netið. Leitarvélar og efnisskrár: www.altavista.com www.yahoo.com www.lycos.com www.infoseek.com www.webcrawler.com ICN sendír frá sér ályktanir: Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, hafa sent frá sér ályktanir varðandi alþjóðaviðskipti og verkfallsrétt. í frétta- tilkynningu frá samtökunum segir að sú þjónusta, sem hjúkrunarfræðingar veiti um heim allan, sé háð alþjóð- legum viðskiptasamningum. Því verði hjúkrunarfræðingar að hafa aðgang að upplýsingum og ákvörðunartöku á öllum stigum. Samtökin leggja enn fremur áherslu á verk- fallsrétt hjúkrunarfræðinga en hann beri þó ekki að nota nema öll önnur úrræði hafi verið reynd. í tilefni 50 ára afmælis Genfarsáttmála Rauða krossins hefur ICN sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að ákvæði sáttmálans séu í heiðri höfð varðandi heilsugæslu á átakasvæðum en hjúkrunarfræð- ingar eru stór hluti starfsmanna Rauða krossins. Alþjóða- samtökin krefjast þess að öryggi heilbrigðisstarfsmanna sé tryggt enda séu þeir að vinna við mjög erfiðar aðstæður. Samtökin benda á að 90 prósent þeirra sem slasast á átakasvæðum séu almennir borgarar, konur og börn. í tilefni af hundrað ára afmæli ICN voru upplýsingar til hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar innsiglaðar á gamlárs- kvöld. „Hjúkrun og heilsufar í aldarlok" var heiti hylkis sem innsiglað var en það hefur að geyma myndbönd, Ijós- myndir og ritaðar skýrslur og skilaboð til framtíðarinnar frá ýmsum aðilum og stofnunum, svo sem Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni WHO, Alþjóðanefnd Rauða krossins, ICN og fleiri aðilum, en hylkið má ekki opna aftur fyrr en 2049. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Vímuvarnir innan heilsugæslunnar Tími: Miðvikudagur 23. feb. kl. 8.30 - 12.30 Staður: Hús Endurmenntunarstofnunar, Náman Umsjón: Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs Verð: 4.800 kr. 8.30 - 9.15 Skilgreiningar á vímuvörnum. Árni Einarsson, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ) 9.30 - 10.15 Opinber stefna stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum síðan 1996. Dögg Pálsdóttir, lögmaður, formaður verkefnisstjórnar íslands án eiturlyfja 10.30 - 11.15 Starfsemi og hlutverk Áfengis- og vímuvarnaráðs. Þorgerður Ragnarsdóttir 11.30 - 12.15 Hugmyndir um möguleika hjúkrunarfræðinga sem starfa innan heilsugæslunnar til að sinna áfengis- og vímuvörnum. Þorgerður Ragnarsdóttir Til hamingju með doktorínn! Hrafn Óli Sigurðsson útskrifaðist í janúar 1999 frá Adelphi University, Garden City, New York. Rannsókn hans heitir: „The meaning of being an operating room nurse: a critical hermeneutic inquiry". Leiðbeinendur voru dr. E. Judith Ackerhalt og dr. Dorothea Hays. Ritgerðin fjallar um hvernig það er að vera skurðhjúkrunarfræðingur. Notast var við gagn- rýna félagskenningu Habermas og aðferð gagnrýnnar textaskýringar til að greina hvernig efnahagsleg, félagsleg og menningarleg öfl hafa áhrif á og móta þýðingu þess að vera skurðhjúkrunarfræðingur. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.