Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 49
^^.Kjukvm.ís
Heimasíða Félags íslenskra hjúkrunarfræðínga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur opnað heimasíðu á
slóðinni www.hjukrun.is. Heimasíðan var opnuð þann 11.
febrúar sl. á félagsráðsfundi. Samkvæmt ákvörðun stjórnar í
lok síðasta árs var leitað tilboða hjá ýmsum aðilum sem
sérhæfa sig í gerð heimasíðna og niðurstaðan varð sú að
samningar voru gerðir við Veflausnir Landsíma íslands hf.
(Veflausnir Símans). Hlutverk Veflausna er samkvæmt
samningi að setja upp Kasmír, miðlægt veftól.
En hvað er Kasmír? Samkvæmt upplýsingum frá Vef-
lausnum Landsímans er Kasmír miðlægur vefsmiður sem
einfaldar uppbygginu, viðhald og uppfærslur á heimasíðum.
Heitið er sótt til „Vefarans mikla frá Kasmír", skáldsögu
Halldórs Kiljans Laxness. Kasmír auðveldar einnig
uppbyggingu og viðhald vefjar á ólíkum tungumálum. Kasmír
sameinar nýja tækni í gagnagrunnsknúnum vefsíðum og
gamalreyndar aðferðir við skipulagningu og flokkun
upplýsinga. Með tilkomu vefsmiðsins verður hægt að miðla
nýjustu upplýsingum á hverjum tíma og því hægt að vera
með lifandi upplýsingavef á vegum félagsins. Kasmír er
gagnagrunnstengd veflausn, vefsíður eru vistaðar í miðlægum
gagnagrunni og efni er aðskilið útliti heimasíðunnar. Þannig er
sá sem uppfærir heimasíðuna fyrst og fremst að vinna að
uppfærslum á efnisinnihaldi eða texta en þarf ekki á sama
tíma að huga að eða vinna við útlit heimasíðunnar.
Með tilkomu heimasíðunnar aukast til mikilla muna
möguleikar sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til að
miðla upplýsingum til hjúkrunarfræðinga um ýmis málefni. Þar
má m.a. nefna ýmsar faglegar upplýsingar, fræðsluefni og
upplýsingar um menntunarmál, dagskrá um félagsstarf, fundi
og ráðstefnur, stéttar- og atvinnumál ásamt ýmsu öðru sem
tengist hjúkrun. Hægt verður að sækja um í orlofssjóð og
vísindasjóð og félagsmönnum verður boðið að skrá sig á
póstlista þar sem þeir fá póst um tiltekin áhugasvið og fer
viðhald slíks vefjar fram á sjálfvirkan hátt. Allir gestir vefjarins fá
auk þess aðgang að sérstakri vefsíðu sem gefur yfirlit yfir allt
það nýjasta sem er á upplýsingavefnum og er þessari síðu
einnig viðhaldið á sjálfvirkan hátt.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur því fengið öflugt
verfæri til að miðla hvers kyns upplýsingum og hefur nú byggt
upp lifandi og gagnvirka upplýsingaveitu fyrir félagsmenn, heil-
brigðisstofnanir og fleiri aðila og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til
að nýta sér þessa þjónustu. Með tilkomu heimasíðunnar er
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og starfsmönnum gert kleift
að starfrækja eða halda utan um eftirtalda þætti:
Fréttaumsjón þar sem fréttir, tilkynningar og dagskrá
tengd hjúkrun verða færðar daglega inn á aðgengilegan hátt.
Þarna er því kominn einn öflugasti miðill hjúkrunar á íslandi
auk Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Fyrirspurnir með uppsetningu og viðhaldi fyrirspurnarforms.
Myndaumsjón þar sem eigin Ijósmyndir (skannaðar eða
frá stafrænni myndavél félagsins) og hvers kyns töflur og
önnur grafík eru vistaðar í flokkuðum myndabanka.
Nettanga- eða félagalista með kosti á ýtarlegri upplýs-
ingum um einstaka félagsmenn sem þess óska.
Notendaumsjón sem úthlutar undirritstjórum aðgangi að
vefumsjón.
Samþykktarferli eða ritstjórnarferli sem sýnir efni í
vinnslu áður en það er birt og þær vefsíður sem eru tilbúnar til
samþykktar.
Talningasíðu sem sýnir fjölda heimsókna á einstakar vef-
síður félagsins en það er hægt að nýta við ritstjórn
upplýsingavefjar
Stikulista sem myndar stikulista (links) á einum stað úr
undirköflum eða viðaukum og vísa þar með í efnisbálka á
öðrum stað vefjarins.
Tímastýrða birtingu þar sem vefsíður eru virkar í
ákveðið tímabil, t.d. febrúar 2000.
Innra og ytra net sem auðveldar yfirsýn, uppbyggingu
og viðhald innri vefjar (intranets), lokaðs ytri vefjar (extranets),
almenns upplýsingavefjar og vefjar á erlendu tungumáli en
síðastnefndi vefurinn er mikilvægur fyrir samskipti við erlend
fagfélög.
Vistunarsögu sem geymir eldri vefsíður á aðgengilegan
hátt til að kalla fram síðar.
Öflugri leitarvél sem býður sveigjanlega uppsetningu á
leitargluggum.
Frá því heimasíðan var opnuð hafa hjúkrunarfræðingar því
getað sótt þangað upplýsingar um ýmis atriði sem varða
hjúkrunarfræðinga, svo sem upplýsingar um lög félagsins,
nefndir á vegum þess, upplýsingar um fag- og svæðisdeildir
og formenn þeirra, starfsmenn á skrifstofu, hjúkrunarlög,
minningarsjóði í vörslu félagsins, upplýsingar um rannsókna-
og vísindasjóð, reglur um starfsmenntunarsjóð, starfsreglur
vinnudeilusjóðs, starfsreglur orlofssjóðs og úthlutunarreglur.
Þá er þar að finna upplýsingar um trúnaðarmenn og kjaramál,
svo sem launatöflur, vaktaálag og álagsgreiðslur, orlof,
námsleyfi, rétt til launa í veikindum og Tímarit hjúkrunar-
fræðinga svo fátt eitt sé nefnt.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar fagdeilda, svæðisdeilda, stjórnar,
tímarits, skrifstofu o. fl. aðila geti fært inn upplýsingar á heima-
síðuna. Hver þeirra um sig getur uppfært vefinn á einfaldan hátt
hvar í heimi sem er svo framarlega sem Internetaðgangur er til
staðar. Þannig geta einstaklingar með enga þekkingu á
vefsíðugerð annast viðhald vefjarins þar sem unnt er að nota
mismunandi sniðmát vefsíðna eða þeir geta sótt og vistað
tilbúnar vefsíður sem aðrir hafa hannað.
-vkj
49
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000