Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 10
1. tafla. Nýgengi krabbameins hjá konum 1987-1993 (árlegt aldursstaölað nýgengi af 100.000) Brjóst 78,3 Nýru 9,1 Lungu 26,6 Legháls 8,6 Ristill 15,4 Húð (sortu) 7,1 Legbolur 13,1 Bris 6,3 Eggjastokkar 12,1 Hvítblæði 6,0 Heilaæxli 11,4 Endaþarmur 5,3 Skjaldkirtill 10,6 Eitlasarkmein 4,5 Magi 10,2 2. tafla. Algengustu krabbameinin hjá konum (árlegur meðalfjöldi nýrra tilfella 1994-1998) Brjóstakrabbamein 131 Lungnakrabbamein 51 Ristilkrabbamein 35 Eggjastokkakrabbamein 27 Legbolskrabbamein 23 Skjaldkirtilskrabbamein 18 Sortuæxli í húð 18 Heilaæxli 17 Nýrnakrabbamein 15 Leghálskrabbamein 15 Eitlasarkmein 14 3. tafla. Konur látnar árlega 1991-1995 Krabbamein Meðalfjöldi Yngri en 70 ára Lungu 46 24 Brjóst 44 26 Ristill 15 5 Eggjastokkar 14 8 Bris 14 5 Áhættuþættir og forvarnir Áhættuþættir krabbameina eru fjölmargir og sennilega um samspil margra að ræða sem hafa áhrif á myndun og þróun þess (Doll, 1998; Harvard Report, 1996). Áhættu- þáttum er yfirleitt skipt j tvennt. Annars vegar þá sem við höfum enn ekki stjórn á eins og aldri og erfðum, en á undanförnum árum hefur komið í Ijós að um arfgengi geti verið að ræða í um 5% tilvika. Einnig er vel þekkt að krabbamein fylgi vissum ættum og um flest krabbamein gildir að í um 20% tilvika er það þekkt í ættinni. Hins vegar eru þeir áhættuþættir sem eru á okkar valdi, tengjast lífsstíl og umhverfi, og eru meginorsakir allra krabbameina (4. tafla). Áætlað er að um 80-90% krabbameina orsakist af umhverfisþáttum og lífsstíl og um 2/3 dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja til reykinga, mataræðis og hreyfingarleysis (Harvard Report, 1996). 10 4. tafla. Áhættuþættir krabbameina Mataræði 30-50% Reykingar 30-40% Reykingar + áfengi/asbest 6-10% Atvinnuumhverfi 1 -5% Lyf og geislar 1% Annað 10-15% Bjartsýnustu menn áætla að hægt verði að hafa stjórn á um 90% krabbameina snemma á þessari öld þegar erfðarannsóknir og líftæknin fara að skila árangri ásamt dauða tóbaksiðnaðarsins sem margir telja hinar einu sönnu forvarnir (Engelking, 1994). Hefðbundnum krabba- meinsforvörnum er skipt í þrennt (Mahon, 1995), fyrsta og annars stigs forvörnum, sem verður gerð grein fyrir hér, og þriðja stigs sem eiga við þá sem eru með krabbamein. Fyrsta stigs forvarnir (primary) taka mið af því að minnka hættu á krabbameini hjá almenningi. Þær eiga að koma í veg fyrir sjúkdóminn áður en merki hans koma í Ijós. Felur það í sér að fjarlægja áhættuþætti og orsakir krabbameina, breyta lífsstíl eða að nota verndandi efni (chemoprevention) (Mahon, 1995). Fyrsta stigs krabbameinsforvarnaráðin eru löngu þekkt og viðurkennd og fullt vægi þeirra talið geta fækkað krabbameinum um 20-30% (Olsen, Andersen, Dreyer, o.fl.,1997) (5. tafla). Á síðustu árum hefur notkun verndandi efna (chemoprevention) fengið aukna athygli og umfjöllun. Efnavarnir/verndandi efni, sem eiga þó ekki einungis við fyrsta stigs forvarnir, fela í sér notkun náttúrlegra eða tilbúinna efna til þess að koma í veg fyrir, stöðva eða hemja myndun krabbameins (Swan og Ford, 1997). Töluverðs ruglings hefur gætt í umfjöllun um efnavarnir, eins og fram kemur í nýlegri grein (Costa og Redmond, 1999), á þann hátt að tilgangur og notkun efnavarna hefur verið óljós. Efnavarnir geta í raun flokkast undir öll forvarnastigin. Fyrsta stigs efnavarnir eiga við heilbrigða einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að fá krabbamein, en annars stigs efnavarnir eiga við heilbrigða einstaklinga með forstigs- breytingar eða krabbameinssjúklinga sem eru í aukinni hættu á að fá krabbamein (Costa og Redmond, 1999). Mörg hundruð verndandi efni eru talin geta haft áhrif en einungis örfá þeirra hafa verið prófuð á mönnum, enda flókið til rannsókna þar sem um margra ára ferli er að ræða og til þess þyrfti þúsundir heilbrigðra einstaklinga auk þess sem ýmsar siðfræðilegar spurningar vakna um hugsan- legar hliðarverkanir efnanna. Tvær erlendar rannsóknir hafa t.d. sýnt að neysla á beta-karotíni, sem talið er verndandi efni, jók hættuna á lungnakrabbameini hjá stórreykinga- mönnum og þeim sem höfðu verið útsettir fyrir asbesti (Omenn, Goodman, Thornquist, o.fl., 1996; The Alpha- Tocopherol, Beta-Carotene Cancer Prevention Study Group,1994). Hins vegar gætti ekki þessara áhrifa hjá þeim Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.