Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 52
ísíndas
' /
\r
Vinnuveitendur greiða sem nemur
1,5% af föstum dagvinnulaunum
hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hrein eign
sjóðsins um áramót er hverju sinni til
úthlutunar. Sjóðurinn er í vörslu félagsins
og skiptist í A- og B-hluta.
A-hluti
í A-hluta koma 90% af tekjum sjóðsins
og skal þeim varið til að greiða hverjum
sjóðfélaga árlega framlag fyrir útlögðum
kostnaði vegna endurmenntunar,
rannsóknar- eða þróunarstarfa. Félagið
sór um að greiða úr A-hluta sjóðsins til
félagsmanna á fyrsta ársfjórðungi hvert
ár. Ekki þarf að sækja sérstaklega um
framlagið, upphæðin er lögð inn á
bankareikning félagsmanna sem hafa
gefið upp reiknings- og bankanúmer sitt
hjá félaginu eða senda með ávísun heim.
Félagsmaður, sem hefur verið í fullu
starfi tímabilið 1. janúar til 30. nóvember
árið fyrir úthlutun, á rétt á fullri úthlutun.
Félagsmaður, sem hefur unnið hlutastarf
á sama tímabili, á rétt á úthlutun í hlutfalli
við vinnuframlag. Ekki er úthlutað til
félagsmanna sem hófu störf eftir
1. september árið fyrir úthlutun.
Vísindasjóður A-hluti
Greiðslur úr A-hluta
vísindasjóðs félagsins
verða lagðar beint inn
á bankareikning
félagsmanna í lok
mars nk.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr
B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Umsóknarfrestur er til 15. anríl 2000.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu félagsins að
Suðurlandsbraut 22.
B-hluti
Úr B-hluta vísindasjóðs er þeim 10%
sem eftir eru af tekjum sjóðsins varið til
að stuðla að aukinni fræðimennsku í
hjúkrun með því að styrkja rannsókna-
og þróunarverkefni. Úr þeim hluta er
úthlutað einu sinni á ári.
Úr starfsreglum fyrir B-hluta
vísindasjóðs
Hjúkrunarfræðingar, sem eiga aðild að
sjóðnum, geta sótt um styrki úr honum
til að sinna fræðimennsku. Umsóknir
skulu metnar af stjórn vísindasjóðs og
sérfróðum aðilum á hverju sérsviði hjúkr-
unar. í þverfaglegum verkefnum, sem
fleiri en einn aðili sækir um og ekki eru
ailir aðilar að sjóðnum, getur upphæð
styrks aldrei orðið hærri en sem nemur
hlut styrkhæfra sjóðfélaga í verkefninu.
Sé ekki úthlutað að fullu úr B-hluta á
yfirstandandi sjóðsári leggst afgangur við
sjóðinn næsta ár á eftir. Lokaverkefni
nemenda í B.S. námi eru ekki styrkhæf.
Lokaverkefni til M.S. eða doktorsgráðu
geta verið styrkhæf að uppfylltum
almennum skilyrðum enda sé viðkom-
andi hjúkrunarfræðingur aðili að sjóðnum
árið sem réttur til úthlutunar úr A-hluta
sjóðsins ávinnst.
Styrkupphæðir verða greiddar út í
áföngum í samræmi við framgang verks-
ins enda skili styrkþegi inn áfangaskýrslu.
Lokaskýrslu skal skilað til stjórnar
vísindasjóðs ásamt niðurstöðum, t.d.
tímaritsgrein.
Vísindasjóður hefur á hverjum tíma
yfirlit yfir allar styrkumsóknir og styrk-
Sumarskóli
Sheffield International Nursing and Midwifery Summer School býöur upp á
alþjóðlegt námskeið dagana 3.-21. júlí 2000. Námskeiðið er ætlað annars
og þriðja árs hjúkrunarnemum og nemum í Ijósmæðranámi. Námskeiðið fer
fram á ensku. Meðal annars verður fjallað um alþjóðleg viðhorf til hjúkrunar
og Ijósmæðra, þróun þessara starfa í Bretlandi, kynningu á heilbrigðiskerfi
Bretlands, hjúkrun byggða á rannsóknum, upplýsingatækni í heilsugæslunni,
menntun hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra í fortíð og framtíð. Auk þess
verður boðið upp á heimsóknir á sjúkrahús og heilusgæslustöðvar. Nánari
upplýsingar fást í netfangi internatsnm@sheffield. ac.uk
veitingar frá stofnun sjóðsins í janúar
1994. Verði ekkert úr verkefni eða því
ekki lokið af einhverjum ástæðum skal
styrkþegi gera stjórn sjóðsins grein fyrir
ástæðum þess og endurgreiða þann
hluta styrksins sem ekki hefur verið
notaður til verkefnisins.
í umsókn um styrk þurfa að koma
fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn umsækjanda, menntun, starfs-
reynsla og reynsla af rannsóknar- eða
þróunarvinnu.
Greinaskrif:
• Heiti rannsóknarverkefnis/þróunar-
verkefnis.
• Markmið með vinnu verkefnis.
• Upplýsingar um fræðilegt gildi fyrir
hjúkrun/heilbrigðisvísindi.
• Rannsóknaráætlun/verkáætlun.
• Aðferðafræði.
• Heimildaskrá.
• Mælitæki.
• Tímaáætlun.
• Kostnaðaráætlun.
Við mat á styrkhæfni skulu þessi
atriði metin skv. eftirfarandi viðmiðum:
Leiðir verkefnið til nýrrar þekkingar
eða þróunar? Hvert er mikilvægið?
Er framsetning markmiða skýr?
Er framkvæmdaáætlun raunhæf og í
samræmi við markmið? Er nauðsynleg
aðstaða fyrir hendi? Er fagleg þekking
umsækjanda fullnægjandi? Er kostnaðar-
og tímaáætlun trúverðug?
Er hægt að fella niður eða lækka
einhverja kostnaðarliði, hvernig?
Almennar athugasemdir um umsókn
og verkefni.
Hver ofangreindra þátta verði metinn
samkvæmt ákveðnum kvarða, t.d. 0-5,
til að auðvelda mat og ákvarðanatöku
við styrkveitingar.
Styrkir úr vísindasjóði
geta nýst til að
Ijúka verkefnum til
kynningar á
ráðstefnum.
52
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000