Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 14
(Foster, Worden, Costanza og Solomon, 1992; Hill, White, Jolley o.fl., 1988; Wood, 1996) en aðrir benda á að varast beri að draga ályktanir um áhrif sjálfskoðunar á dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins (Day, 1988). Hins vegar, þrátt fyrir augljósa kosti sjálfskoðunar, hafa erlendar og innlendar kannanir sýnt að fáar konur stunda reglubundna sjálfskoðun (Gunnlaugur Geirsson, 1983; Wardle o.fl., 1995) og þar eru hjúkrunarfræðingar engin undantekning (Heyman o.fl., 1991). í rannsókn meðal evrópskra kvenna á aldrinum 17-30 ára kom í Ijós að einungis 6% íslenskra kvenna framkvæmdu reglulega sjálfskoðun (10x eða oftar á ári), 72% sögðust aldrei framkvæma hana (Wardle o.fl., 1995). í nýlegum upplýsingum frá Krabbameinsfélagi íslands kemur fram að á 10 ára tímabili (1989-1998) framkvæmdu einungis 35% kvenna á aldrinu 40-69 ára reglulega sjálfskoðun og var það um 10% aukning saman- borið við tímabilið 1979-1988 (Elínborg Ólafsdóttir, 1999). Æskilegt er að sjálfskoðun brjósta sé framkvæmd 7-10 dögum eftir blæðingar og konur, sem eru þungaðar eða hættar á blæðingum, hafi ákveðinn dag mánaðarlega. Brjóstamyndataka er álitin áreiðanlegasta greiningar- aðferðin og er talin geta greint æxli 1 -2 árum áður en þau verða þreifanleg (Helzlsouer, 1995). Þó hefur verið bent á að sum þreifanleg æxli (10%) sjáist ekki í brjóstamynda- töku. Regluleg myndataka hefur reynst áreiðanlegust fyrir konur 50-69 ára og dregið úr dánartíðni um 25-30% (Antman og Shea, 1999). Umdeilt er gildi hennar hjá yngri og eldri aldurshópum og er almennt ekki mælt með myndatökunni nema helst hjá þeim sem eiga nána ættingja sem hafa fengið brjóstakrabbamein (Antman og Shea, 1999). Þrátt fyrir áherslur á gildi brjóstamyndatöku hefur ekki tekist að ná 80-90% markmiðinu um mætingu í brjóstamyndatöku. Tveggja ára mæting kvenna í brjósta- myndatöku á íslandi við árslok 1998 var 63% (Krabba- meinsfélagið, 1999). Þá höfðu 13,5% kvenna (5629 konur) á aldrinum 40-69 ára aldrei mætt til brjóstamyndatöku. Lungnakrabbamein Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbamein hjá konum á íslandi (Krabbameinsfélagið, 1999) en það er öfugt við Norðurlöndin í heild þar sem það er í þriðja sæti (Association of the Nordic Cancer Registries, 1999). Árlega greinist nú að meðaltali 51 kona með lungnakrabbamein og hefur aukning á árlegu nýgengi þess verið mest miðað við aðrar tegundir krabbameina, úr 6,6 (1956-60) í 32,0 (1991- 5). Þannig hefur tíðni lungnakrabbameins meira en fjórfald- ast hjá konum á fjórum áratugum. Meðalaldur kvenna, sem greinast með lungnakrabbamein, er 67 ár og á mismunandi aldursskeiðum er aldursbundið nýgengi mest hjá þeim sem eru 70 ára og eldri (9. tafla) (Laufey Tryggvadóttir, 1998). Miðað við karla hafa konur hærra nýgengi í báðum aldurs- flokkunum yngri en 70 ára og er það talið skýrast af auknum reykingum kvenna eftir síðari heimsstyrjöldina. 14 Hjá konum er nýgengi lungnakrabbameina hæst í Reykjaneskjördæmi og í Reykjavík en lægst á Vestfjörðum (Jón Hrafnkelsson og Jónas Ragnarsson, 1998). Árlega deyja nú að meðaltali 46 konur vegna lungnakrabbameins og þar af er rúmlega helmingur yngri en 70 ára. Dánartíðni af völdum lungnakrabbameins hjá konum hefur aukist um 20% á síðustu 20 árum en staðið í stað hjá körlum. Lungnakrabbamein er mannskæðasta krabbameinið hjá báðum kynjum og fimm ára lífshorfur eru um 5-12% (Laufey Tryggvadóttir, 1998). (árslok 1998 voru 97 konur á lífi sem greinst hafa með lungnakrabbamein (Krabba- meinsfélagið, 1999). 9. tafla. Greind lungnakrabbamein og aldursflokkar 1991-1995 Aldursflokkar Aldursbundið nýgengi/100.000 Árlegur meðalfjöldi 40-54 ára 38,3 8 55-69 ára 131,7 20 70 ára og eldri 194,8 22 Vel er þekkt að reykingar eru stærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins og eru reykingar taldar orsök um 30% dauðsfalla af völdum krabbameins (Samet, 1995). Reykingamenn eru í þrettánfalt meiri hættu á að fá lungnakrabbamein heldur en þeir sem ekki reykja og má rekja yfir 90% lungnakrabbameina til reykinga. Áhættan er m.a. háð fjölda sígaretta á ári, aldri þegar reykingar hefjast, fjölda ára sem reykt er, fjölda sígaretta á dag og tíma frá því að viðkomandi hætti (10. tafla). Samkvæmt könnunum á reykingavenjum hafa íslenskar konur verið í hópi þeirra Evrópukvenna sem reykja mest. íslenskar konur hafa verið í 10. sæti af 31 þjóð í Evrópu en íslenskir karlar hins vegar í 30. sæti. Kannanir Hagvangs sýna að hlutfall kvenna, sem reykja daglega, hefur minnkað úr 37% árið 1985 niður í 27% 1996 (Heilbrigðismál, 1997a). Niðurstöður íslenskra rannsókna leiða í Ijós að konur auka nættu sína á að fá lungnakrabbamein meira en karlar miðað við sömu reykingar (Hrafn Tulinius, Nikulás Sigfússon, Helgi Sigvaldason o.fl., 1997). Hjá rúmlega 3000 íslendingum, sem greinst höfðu með krabbamein frá 1968-1995, komu í Ijós marktæk tengsl reykinga við lungnakrabbamein hjá báðum kynjum. Hjá þeim sem reyktu mest (fleiri en 25 á dag) var hættan, miðað við þá sem ekki reykja, meiri hjá konum (RR=44) en körlum (RR= 29). Samræmist það niðurstöðum annarra rannsókna um að konur séu í meiri hættu (Hrafn Tulinius o.fl., 1997). Reykingar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál á íslandi. Enn reykja um 30% kvenna og hafa reykingar meðal yngri kvenna aukist á undanförnum árum (Hagvangur, 1998). Reykingar eru langhelsta orsök krabbameina sem hægt er að beita forvörnum gegn. Áætlað hefur verið að forða Timarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.