Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 22
muni smátt og smátt hverfa og fólk muni búa lengur heima
hjá sér með aðstoð."
Viðræður hafa nú staðið yfir milli Landspítalans og
Rauða krossins varðandi sjúkrahótel en mikil þörf er á
auknu gistirými. Hún segir að æskilegt sé að sjúkrahótel
sé á sömu lóð eða í nálægð við sjúkrahús og þurfi
hjúkrunarfræðingur að vera á vakt allan sólarhringinn.
„Heimaþjónustan hefur aukist og í desember sl. var
ákveðið að setja meira fjármagn í sjúkrahústengda heima-
þjónustu. Það er verið að vinna að stefnumótun fyrir þá
deild og sú þjónusta á eftir að eflast enn frekar."
Hún bætir við að þann tíma sem hún hafi verið
hjúkrunarforstjóri hafi mikið verið rætt um önnur rekstrar-
form og hagræðingu innan kerfisins, þó þannig að þjón-
ustan verði jafngóð eða betri. „Við erum t.d. að gera
veigamiklar breytingar á kvennadeildinni, erum búin að
vera með MFS-eininguna frá 1994, en skammstöfunin
stendur fyrir meðganga, fæðing og sængurlega. Þessi
þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og færri konur komist
að en vilja, en MFS-einingin tekur að sér 200 fæðingar á
ári. Nú er verið að undirbúa stofnun Ijósmæðrateymis sem
vinnur á svipuðum forsendum og MFS-einingin. Þá verður
öðrum sængurkvennaganginum lokað en opnuð ný eining
sem mun hýsa fæðingar- og sængurleguhluta MFS-
einingar og Ijósmæðrateyma." Hún segir markmiðið með
þessum breytingum m.a. að auka valmöguleika kvenna og
fjölskyldna þeirra.
Anna segir að göngudeildarstarf eigi eftir að eflast
innan heilbrigðiskerfisins og hjúkrunarfræðingar muni
gegna þar veigamiklu hlutverki. „Við eru t.d. að opna
göngudeild fyrir verkjameðferð og verður einn hjúkrunar-
fræðingur \ forsvari fyrir hana. Við höfum eflt göngudeiid
krabbameinsdeildar mikið og munum efla hana enn frekar
á þessu ári og hefur það fækkað innlögum verulega.
Sömu sögu er að segja af geðdeildinni, þar er öflugt
göngudeildarstarf og hjúkrunarfræðingar leita sífellt nýrra
leiða til að efla það enn frekar."
Anna er yfirmaður um helmings starfsfólks sem vinnur
við Landspítalann, eða um 1500 starfsmanna í 1256
stöðugildum. Um 98 prósent þess hóps eru konur og hún
er spurð hvort það sé munur á kvenna- og karlavinnu-
stöðum. Hún svarar því til að hún þekki það ekki, hún hafi
nánast eingöngu haft konur sem samstarfsmenn og
yfirmenn. „En það einkennir eflaust konur sem starfsmenn
að þær eru mjög nákvæmar og samviskusamar. Það er
einnig einkennandi fyrir konur að hugur þeirra er skiptur
milli starfs og heimilis, þær hafa enn ábyrgð á heimilunum,
þetta virðist ekkert hafa breyst og kannski vilja konur hafa
þetta þannig. Við reynum að hafa mikinn sveigjanleika
varðandi vinnutíma, og ég veit að deildarstjórar leggja sig
fram um að koma til móts við þarfir einstakra starfs-
manna.”
Eitt af áherslumálum Önnu sem hjúkrunarforstjóra er
22
að efla tengsl námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla
íslands og Landspítalann. „Ég hef lagt áherslu á að hafa
gott samband við Háskólann og sit í stjórn námsbrautar-
innar. Ég tel að slíkt samstarf styrki hjúkrun á sjúkrahúsinu
til muna og auki skilning á hinu akademíska starfi. Ég hef
lagt áherslu á að þeir hjúkrunarfræðingar, sem starfa hér,
geti einnig kennt við námsbrautina. Nú er búið að taka
upp 37% lektorsstöður og aðjunktstöður en það gerir
hjúkrunarfræðingum, sem hér starfa, auðveldara að starfa
á báðum stöðum. Og þeir sem eru í fullu starfi sem
dósentar eða lektorar við námsbrautina geta komið í
hlutastarf hjá okkur. Ég held að það styrki þær sem
kennara og það styrkir rannsóknarstarfið að vera í góðum
tengslum við klíníska vinnu. Nú er á annan tug hjúkrunar-
fræðinga í starfi á báðum stöðum auk stundakennara.
Helga Jónsdóttir dósent vann t.d. doktorsrannsókn sína á
lungnadeild Vífilsstaða og hefur unnið þar síðan og unnið
ómetanlegt starf. Við erum einnig að vinna mörg
þróunarverkefni hér og sú þekking, sem verður til við þau,
þarf að komast í akademíuna.“
Hún er spurð út í sameiningu stóru sjúkrahúsanna á
höfuðborgarsvæðinu og segist vera ágætlega sátt við þær
hugmyndir. Hún segist hafa tekið þátt í vinnu á vegum
félagsins um framtíðarskipulag sjúkrahúsanna í Reykjavík.
„Við gengum þó ekki alvg svona langt í tillögum okkar. Við
lögðum til að farin yrði svokölluð parsjúkrahúsleið. En ég
held að til lengri tíma litið muni sameining efla enn þá
frekar sérhæfingu í hjúkrun og sameina krafta okkar og
það verður fyrst og fremst styrkur fyrir fagið."
íslenskir hjúkrunarfræðingar standast mjög vel saman-
burð við erlenda hjúkrunarfræðinga að hennar mati og
Anna segir það hafa verið mikla gæfu þegar hjúkrunar-
menntun var færð á háskólastig. „Þegar eru doktors-
menntaðir hjúkrunarfræðingar í starfi við Landspítalann og
fleiri munu bætast í hópinn á næstunni enda mikið starf
óunnið í klínískum rannsóknum í hjúkrun.
Spítalinn hefur styrkt marga hjúkrunarfræðinga til fram-
haldsnáms, t.d. hafa 20 hjúkrunarfræðingar verið styrktir til
meistaranáms og við sjáum afrakstur þess í umbótastarfi í
hjúkrun. Þá greiðir Landspítalinn laun starfsmanns við
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Ráll Biering er í því
starfi og hann er núna með námskeið fyrir hjúkrunarfræð-
inga á Landspítalanum í megindlegum rannsóknar-
aðferðum."
Hvaða breytingar vill hún sjá á næstunni?
Hún hugsar sig um góða stund og segir svo. „Miklu
skiptir að námsbraut í hjúkrunarfræði verði sjálfstæð deild
innan Háskóla íslands. Einnig þarf að efla rannsóknarstarf í
hjúkrun við sjúkrahúsið og ég mundi vilja sjá hjúkrunar-
fræðing sem hefði það að meginstarfi að stunda rann-
sóknir og stuðla að nýtingu rannsókna í klínískri vinnu."
-vkj
Timarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000