Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 25
uAÍÁ'bfcúmle^ weð-ferð uið p-sorU.sí.s
- Göngudeíld Bláa lónsins heímsótt
Það hefur ekki farið mikið fyrir tilvist göngudeildar Biáa
iónsins þó fjölmargir sjúklingar, sem glíma við húðsjúk-
dóma, fái þar verulega bót meina sinna. Lónið varð, sem
kunnugt er, til fyrir algjöra tilviljun er heitu vatni, sem mynd-
aðist vegna hitaskipta við háhitasvæði við Svartsengi, var
veitt út á hraunbreiðurnar í kring. Gert var ráð fyrir því að
vatnið rynni niður í hraunið en það safnaðist hins vegar fyrir
því að leðja, sem myndaðist, lokaði sprungum í hrauninu
og vatnið myndaði lón sem fer stækkandi með árunum.
Lækningamáttur lónsins uppgötvaðist er menn fóru að
baða sig í því, psoriasissjúklingar tóku eftir því að þeir
fengu mikla bót meina sinna við að baða sig þar reglulega.
Ríkisstjórnin skipaði nefnd 1986 sem beitti sér fyrir rann-
sóknum á efnasamsetningu, lækningamætti og lífríki lóns-
ins. Niðurstöður frumkönnunar á lækningamætti Bláa
lónsins voru birtar 1987. 1992-1993 fóru fram viðameiri
rannsóknir sem sýndu að regluleg böð í lóninu væru mjög
áhrifarík meðferð gegn psoriasis. Eftir að heilbrigðisráðu-
neytið hafði formlega viðurkennt meðferðina var göngu-
deildin opnuð og greiðir Tryggingastofnun ríkisins hlut
íslenskra sjúklinga sem fara í meðferð þar.
Rannsóknir hafa sýnt að í lóninu er að finna bakteríu
sem hlotið hefur nafnið „silicibacter lacuscaerulensis“. Það
hefur verið þýtt lauslega sem kísilbakterían úr lóninu bláa.
Baktería þessi er í miklu magni í lóninu en hefur hvergi
fundist annars staðar og kann að vera orsök lækninga-
Myndirnar eru teknar fyrir og eftir meðferð.
máttar lónsins. En það er einnig athyglisvert við lífríki lóns-
ins að bakteríur sem kallaðar hafa verið mannabakteríur,
svo sem saurgerlar, þrífast ekki í vatninu og má því segja
að það sé sjálfhreinsandi.
Göngudeildin var opnuð 1. janúar 1994. Frá þeim tíma
hafa fjölmargir íslendingar fengið meðferð við húðsjúk-
dómum, einkum þó psoriasis. Á síðasta ári var íslenskum
sjúkiingum veitt meðferð við húðsjúkdómum í 4.285 skipti
að sögn Sólveigar Bjarkar Gránz hjúkrunarforstjóra, en
árið áður enn oftar eða í 4.935 skipti. Meðferð veitt
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
25