Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 58
ATVINNA
ígrftgplsl heilbrigðisstofnuninselfossi
Á sjúkrahúsið óskast hjúkrunarfræðingar
til starfa á hand- og lyflækningasviði.
Þar er fjölþætt og spennandi hjúkrun við
góðar aðstæður. Vinnuhlutfall og
vaktafyrirkomulag er samningsatriði.
Vaktir eru þrískiptar og unnið
12 tíma um helgar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á
langlegudeild sjúkrahússins Ljósheima.
Þar eru hjúkrunarfræðingar á tvískiptum
vöktum en bakvöktum á nóttunni. Á
Ljósheimum eru 26 hjúkrunarpláss, þar
af er eitt nýtt til hvíldarinnlagna.
Á Selfossi er góð aðstaða til
íþróttaiðkana, fjölbreytt verslun, góðir
skólar og hvers konar þjónusta. Einnig er
tiltölulega stutt til höfuðborgarinnar fyrir
þá sem vilja sækja þangað.
Veitum aðstoð við að útvega húsnæði.
Nánari upplýsingar um verkefni,
starfsumhverfi, launakjör og aðra
þætti veitir Aðalheiður
Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri,
í síma 482 1300 og 861 5563.
Hjúkrunarheimili Kleppsvegi 64
Laus er staða hjúkrunartræðings á
næturvakt, hlutastarf Ifl. B8.
Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa,
um er að ræða hlutastörf á blandaðar vaktir.
Hjúkrunarfræðingar
Á Hrafnistuheimilunum í Hafnarfirði og
Reykjavík vantar okkur hjúkrunarfræðínga á
morgun-, kvöld- og helgarvaktir.
Stöðuhlutfall samkomulag.
Einnig vantar í sumarafleysingar á allar vaktir.
Upplýsingar veita Alma Birgisdóttir í Hafnarfirði
í síma 565 3000
og Þórunn A. Sveinbjarnar í Reykjavík í
síma 568 9500.
LANDSPÍTALINN
.../' þágu marmúðar og vísinda...
Kvennadeild Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar
Kvenlækningadeild 21-A er hand- og
lyflækningadeild sem er sérhæfð á sviði
kvensjúkdóma og krabbameins í kynfærum
kvenna. Verið er að endurskipuleggja
deildina og unnið m.a. að teymisvinnu.
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á
deildinni.
í boði er:
• Aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi.
• Skípulögð fræðsla.
• Tvískiptar vaktir eða skv. samkomulagi.
• Unnið er þriðju hverja helgi.
• Tækifæri til að vinna að þróun og
uppbyggingu kvenlækningadeildar.
Nánari upplýsingar veita Brynja Björk
Gunnarsdóttir, deildarstjóri, sími 560 1110,
netfang: brynjagu@rsp.is, og Guðrún Björg
Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, sími 560 1000,
netfang: gudrbsig@rsp.is.
Hjukrunarheimilið Hlið,
Akureyri
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við
Hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri nú þegar.
Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir.
Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga
á næturvaktir.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
í síma 462 7930.
Heilsugæslan
í Reykjavík
Heilsugæslustöð Hlíðasuæðis
Drápuhlíð 14-16, Reykjavík
Staða hjúkrunarfræðings við
heilsugæslustöð Hlíðasvæðis er laus.
• Um er að ræða 50-60% stöðu sem
skiptist á milli heimahjúkrunar og
móttöku inni á stöð.
• Þjónustusvæði stöðvarinnar afmarkast
af Snorrabraut til vesturs,
Kringumýrarbraut til austurs, Öskjuhlíð til
suðurs og Sæbraut til norðurs.
• Stöðin veitir hefðbundna þjónustu en
aðalþungi er í heimahjúkrun þar sem
veitt er sólarhingsþjónusta alla daga
ársins.
Einnig óskum við eftir fólki til
sumarafleysinga í hjúkrunarstörf,
ræstingu og ritarastörf.
Upplýsingar veitir Þórunn Benediktsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, eða Sólveig Ólafsdóttir,
hjúkrunarstjóri, í síma 585 2300.
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands, Hornafírðí
Hjúkrunarfræðingar óskast í
sumarafleysingar á hjúkrunardeild og
heilsugæslu.
Upplýsingar veita Guðrún J.
Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma
478 1021 og 478 1400 og Tryggvi
Þórhallsson, framkvæmdastjóri, í
síma 470 8000.
Dualarheímilíð Höfði
Hjúkrunarfræðingar!
Laus er til umsóknar 75% staða
hjúkrunarfræðings við Dvalarheimilið Höfða á
Akranesi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til
sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veitir Elín Björk
Hermannsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í
síma 431 2500.
58
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000