Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 38
Pistlar œði&AiliÁA Ritnefnd ákvað að bjóða svæðisdeildum að skrífa pistla í Tímarít hjúkrunarfræðinga í tölublöðum ársins 2000 um hvaðeina sem þeim finnst fréttnæmt. í þessu tölublaði birtast pistlar frá deildum Austurlands og Vestmannaeyja. Deild Austurlands Heilbrígðísstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands var stofnuð í janúar 1999 þegar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á Austurlandi voru sameinuð. Starfseiningar stofnunarinnar eru allar heilsu- gæslustöðvar á Austurlandi, allt frá Vopnafirði til Djúpa- vogs, ásamt sjúkrahúsunum á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Neskaupstað. Ákvörðun um sameininguna var tekin í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu en frumkvæðið kom frá heimamönnum. Aðdragandinn var sá að í mörg ár höfðu heimamenn verið að glíma við að skipuleggja þjónustuna og koma á auknu samstarfi innan fjórðungsins en það reyndist erfitt þar sem stofnanirnar voru svo litlar og hver með sína stjórn og sinn fjárhagsramma. Mark- miðið með sameiningunni var því að samhæfa þjónustuna og samnýta kraftana í fjórðungnum. Eftir sameininguna urðu helstu breytingar á skipulaginu þær að stjórnum fækkaði úr sjö í eina og einn fram- kvæmdastjóri er nú í stað sjö áður. Nú er rekstrarstjóri á hverjum stað sem starfar í tengslum við framkvæmda- stjórann og stjórnina. Við stofnunina starfar einn hjúkrunar- forstjóri sem er yfirmaður hjúkrunar en þeir sem voru áður í starfi hjúkrunarforstjóra eru nú hjúkrunarstjórar. Nýverið var komið á laggirnar hjúkrunarráði fyrir stofnunina, því fyrsta á landsbyggðinni, og kosið í stjórn þess. Meginhlut- verk hjúkrunarráðs er að vera stjórnendum stofnunarinnar til ráðuneytis um öll hjúkrunarfræðileg atriði í rekstri og vera faglegur vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga innan stofnunarinnar. Síðastliðið sumar og haust var gerð úttekt á öllum heilsugæslustöðvum stofnunarinnar til að kanna mönnun, aðstöðu, tækjabúnað og þá þjónustu sem var í boði. Með þessari úttekt var hægt að sjá hvað betur mátti fara og núna er verið að vinna að leiðum til úrbóta. Mönnun er misjöfn, sums staðar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga en 38 á öðrum stöðum er vel mannað. Það gefur auga leið að á þeim stöðum, sem skortur er á hjúkrunarfræðingum, er þjónustan skert, en sameiningin býður upp á að senda hjúkrunarfræðinga á milli staða, t.d. fer skólahjúkrunar- fræðingurinn á Eskifirði til Neskaupstaðar og veitir þar fræðslu í grunnskólanum og hjúkrunarfræðingar frá Egils- stöðum sinna Breiðdalsvík og Djúpavogi. Þar sem markmiðið með sameiningunni var m.a. að auka samvinnu heilbrigðisstarfsfólks á stofnuninni var ákveðið að halda reglulega námskeið fyrir hjúkrunarfræð- inga stofnunarinnar. Fyrstu námskeiðin voru haldin í nóvember sl. í slysa- og bráðahjúkrun og skólahjúkrun. Góð mæting var á námskeiðin og hjúkrunarfræðingarnir höfðu tækfæri til að hittast og bera saman bækur sínar. í kjölfar námskeiðsins var ákveðið að stofna fagdeild skóla- hjúkrunarfræðinga með það að markmiði að auka sam- starf og koma í veg fyrir einangrun f starfi. Einnig er ætlunin að fara með sérþekkingu á milli staða þannig að t.d. hjúkrunarfræðingur, sem sérhæfir sig í hjúkrun krabba- meinssjúklinga, fari á milli og gefi ráð um hjúkrunar- meðferð þeirra. Nýverið hefur stofnunin komið upp fjarfundarbúnaði á Egilsstöðum, Neskaupstað og Seyðisfirði. Fjarfundarbún- aðurinn gerir hjúkrunarfræðingum kleift að sitja námskeið og fyrirlestra sem eru haldin annars staðar á landinu og þar með að fylgjast með nýjungum í hjúkrun. Til dæmis hafa hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar tekið þátt í viku- legum fræðslu- og endurmenntunarfundum sem eru haldnir á FSA. Auk þessa getur starfsfólk stofnunarinnar nú haldið fyrirlestra fyrir fólk sem er staðsett annars staðar á landinu án þess að leggja á sig ferðalög á milli landshluta. Þess má einnig geta að á Egilsstöðum stunda tveir nemar nám í hjúkrun á öðru ári í Háskólanum á Akureyri í gegnum fjarfundarbúnaðinn. Nú ætlar stofnunin að bjóða upp á kjörár í hjúkrun á landsbyggðinni fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga og aðra sem hafa áhuga. Kjörár felst í því að viðkomandi hjúkrunarfræðingi er gefinn kostur á að starfa á fleiru en einu sviði, t.d. í hálft ár í heilsugæslu og hálft ár á sjúkra- deild. Hjúkrun á landsbyggðinni er spennandi og spannar breitt svið. Hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á heilsugæslu- stöð, þarf t.d. ásamt því að sinna ungbarnaeftirliti, heima- hjúkrun og skólahjúkrun að taka á móti bráðveikum og slösuðum, fara í sjúkraflutninga og sjá um sálgæslu. Hjúkrunarfræðingurinn hefur betri heildarsýn yfir aðstæður skjólstæðinganna og fjölskyldur þeirra en á stærri stöðum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.