Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Blaðsíða 39
Á þeim stöðum, þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur
er í héraði án læknis, reynir meira á sjálfstæði hans, t.d. að
taka á móti sjúklingum og ákveða hvort þarf að fá ráð hjá
lækni, vísa áfram eða sinna þeim heima í héraði.
Sameining heilbrigðisstofnana á Austurlandi hefur
tekist vel og þess vegna má gera ráð fyrir að hún eigi eftir
að skila sér í betri þjónustu til íbúa fjórðungsins.
F.h. svæðisdeildarinnar
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í
hjúkrun á Heilbrigðisstofnun Austurlands
Deíld Vestmannaeyja
Fyrsta svæðisdeildin
Fyrir rúmum 30 árum höfðu hjúkrunarfræðingar, eða
hjúkrunarkonur í þá daga, í Vestmannaeyjum áhuga á því
að stofna með sér fagfélag, aðalhvatamaður þess var
Aðalheiður Steina Schewing. Landfræðileg staða var á
þann veg að ekki var auðvelt að sækja fundi til Reykja-
víkur. Haft var samband við frú Maríu Pétursdóttur, þáver-
andi formann H.Í., og tók hún erindinu vel og var hún svo
vinsamleg að mæta á stofnfundinn.
Fundurinn var settur í Akóges-húsinu 10. júlí 1967
klukkan 20:30. Mættar voru 13 af 14 hjúkrunarkonum í
bænum. Steina Schewing ávarpaði fundinn og frú María
flutti erindi og fagnaði mjög þessari framtakssemi
Vestmannaeyjakvenna og flutti þeim árnaðaróskir.
Síðan var gengið til kosninga, lög félagsins sett fram og
markmið deildarinnar. Það var aðallega fólgið í því að
tengja saman allar hjúkrunarkonur á staðnum og fá þær til
að vinna að sameiginlegum áhugamálum og stuðla að
bættum heilbrigðismálum bæjarins. Fyrsta verkefni
deildarinnar var að fara þess á leit við leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins að senda hingað leiðangur, starfshóp, til að
rannsaka konur í Vestmannaeyjum með tilliti til krabba-
meins í leghálsi. Voru allar félagskonur fúsar að leggja
málinu lið og gefa vinnu sína og aðstoð ef til kæmi. Er
skemmst frá því að segja að þessi þjónusta komst á og
allar götur síðan hafa bæjarbúar notið þessarar þjónustu.
Til marks um þann áhuga og samheldni, sem deildin
naut, voru haldnir fundir í Reykjavík eftir að gos hófst í
Eyjum 1973. Alls voru haldnir 3 fundir að Þingholtsstræti
30 í Reykjavík. Frá stofnun deildarinnar til dagsins í dag
hefur hún verið í góðum tengslum og starfað innan
vébanda H.í. og síðari ár innan F.í.h. Félagsmenn eru nú
28 talsins, haldnir eru a.m.k. 5 félagsfundir og 7-8
stjórnarfundir á ári. Starf félagsins er mikilvægt.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að efla fræðilega
þekkingu meðal hjúkrunarfræðinga í heimabyggð með
námskeiðum og fræðslu, möguleikar okkar til endur- og
viðbótarmenntunar eru að aukast með meiri tækni, m.a. í
fjarskiptabúnaði, og margir læknar og hjúkrunarfræðingar
hafa lagt okkur lið með fyrirlestrum og námskeiðum.
Hjúkrunarþjónusta í dreifbýli þarf að vera víðtæk og fjöl-
breytt og uppfylla ólíkar þarfir samfélagsins. Þekking
fagfólks, ný tækni og nýjungar í hjúkrun eru okkur því
lífsnauðsyn svo allir landsmenn eigi möguleika á að búa
við bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
F.h. deildar Vestmannaeyja
Selma Guðjónsdóttir og Eydís Ósk Sigurðardóttir
i'ommn svœðisAúiÁA JÍ000
Deild Vestmannaeyja
vestmannaeyjar@hjukrun.is
Eydís Ósk Sigurðardóttir eydis@eyjar.is
Heiðarvegi 11, 900 Vestmannaeyjum
hs. 481 3252, vs. 481 1955
Deild Norðurlands vestra
nordvesturland@hjukrun.is
Elín H. Sæmundsdóttir joel@simnet.is
Raftahlíð 65, 550 Sauðárkróki
hs. 453 5319, vs. 455 4000
Deild Austurlands
austurland@hjukrun.is
Sigrún Guðjónsdóttir sigridur@fsn.is
Nesbakka 14, 740 Neskaupstað
hs. 477 1395, myndsími 477 1993,
vs. 477 1993
Deild Suðurnesja
sudurnes@hjukrun.is
Þórunn Agnes Einarsdóttir gilbert@simnet.is
Tjarnargötu 41,230 Keflavík
hs. 421 3793, vs. 422 0500
Deild Vestfjarða
vestfirdir@hjukrun.is
Sigrún Gerða Gísladóttir
Heilbrigðisstofnun ísafjarðarbæjar,
400 ísafirði
s. 456 7770, vs. sjúkrah. 456 7287
Deild Vesturlands
vesturiand@hjukrun.is
Kristjana Kristjánsdóttir
Esjuvöllum 17, 300 Akranesi, s. 456 7287
Deild Norðurlands eystra
nordausturiand@hjukrun.is
Kristín Sólveig Bjarnadóttir
kristsol@mmedia.is
Sigluvík, Svalbarðsstr., 601 Akureyri
vs. 463 0141, hs. 462 5136,
GSM 896 0412
Deild Suðurlands
suduriand@hjukrun.is
Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir
adaimat@centrum.is
Fossöldu 5, 850 Hellu
hs. 487 5414, vs. 487 5993
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000
39