Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 19
Ingibjörg H. Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritari í stjórn AFA, Aðstandendafélags aldraðra. ingahe@islandia.is „VÖKNUM OG BÆTUM AÐSTÖÐU ALDRAÐRA í DAG“ Tilgangur AFA, Aðstandendafélags aldraðra, sem var stofnað 26. mars sl., er að vera þrýstihópur í þjóðfélaginu undir slagorðinu „vöknum og bætum aðstöðu aldraðra í dag“. Á stofnfundinn komu um 250 manns og mikið var fjallað um hann í fjölmiðlum. Stefna AFA, sem lesa má á heimasíðu félagins, www.hjaafa.is, er í stuttu máli: • Styðja við kröfur aldraðar um úrbætur í kjaramálum þeirra. • Þrýsta á stjórnvöld um átak í búsetu- málum aldraðra. • Aukaskilningstjórnvaldaogalmennings á stöðu aldraðra í samfélaginu. • Stuðla að auknum upplýsingum um stöðu aldraðra og efla virðingu fyrir lífi þeirra og ævistarfi. • Efla samvinnu og samheldni aðstand- enda, m.a. með fundum, fræðslu- og útgáfustarfi. • Vinna með féiögum og stofnunum sem vinna að málefnum aldraðra. Þrengingar í kjörum eldri borgarar ásamt lengingu á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum jafnt sem vist á dagdeildum svo ekki sé minnst á skort á endurhæfingarrýmum hafa bein áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. Það sem meira máli skiptir er þó að aldraðir, sem þurfa á faglegri þjónustu að halda, virðast ekki geta fengið hana á viðeigandi stað strax og þörf er á. í samtölum mínum við aldraða og aðstandendur undanfarið heyri ég líka sterkan undirtón sem lýsir vantrausti í garð heimahjúkrunar og heimaþjónustu sveitarfélaganna. Ég þekki ekki þessar aðstæður af eígin raun eins og nú háttar til en mér finnst lýsingarnar almennt ekki eiga við þá sveigjanlegu og einstaklingsmiðuðu þjónustu sem hjúkrunarfræðingar segjast vilja veita. Hjúkrunarfræðingar eru fagstéttin sem á að gefa ráð, skipuleggja og samhæfa þá þjónustu sem aldraðir eiga að fá heima hjá sér. Getur verið að hjúkrunarfræðingar séu staðnaðir í gömlu þjónustuhlutverki og sjái ekki tækifærin sem felast í minni forræðishyggju gagnvart öldruðum? Getur verið að fordómar hjúkrunarfræðinga viðhaldi óöryggi og vantrausti aldraðra og aðstandenda þeirra í garð heimaþjónustu til langs tíma? Fram undan eru tvennar kosningar. AFA stefnir að því að vekja samfélagið allt, aðstandendur.aldraðaogstjórnmálamenn til vitundar um að aðstandendur aldraðra geta beitt sér saman sem stór þrýstihópur. Við höfum mörg atkvæði og við erum alls staðar í þjóðfélaginu. AFA sættir sig ekki við að eldri borgarar, jafnt sjúkir sem frískír, bíði lengur eftir að kjör þeirra og aðstæður batni. Ég hvet því hjúkrunarfræðinga til að ganga til liðs við AFA, Aðstandendafélag aldraðra, og taka þátt í þjóðfélagsbreytingu. Sýnum að blóðið rennur okkur til skyldunnar, tökum saman höndum og þrýstum á stjórnvöld til aðgerða - í stað orða. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.