Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 21
FRETTAPUNKTUR Eins og margoft hefur komið fram er hlutfall aldraðra á stofnunum hærra hér á landi en hjá flestum nágrannaþjóða okkar. Helsta skýringin er sú að um langt skeið tók uppbygging öldrunarþjónustu nánast öll mið af þörf fyrir stofnanarými. Aldraðir og aðstandendur þeirra sáu líka oft stofnanir sem einu lausnina á vanda sínum enda var skortur á aðstoð utan stofnana og stuðningi í ýmsum myndum. Því beindist þrýstingur að þeim kostum sem fyrir voru, óháð ágæti þeirra og hvort þeir í raun hentuðu í hverju tilviki. í stofnanaþjónustunni er mikilvægt að breyta ýmsum áherslum og á mörgum stöðum þarf að taka upp nýja hugmyndafræði. Það þarf að efla gæða- og umbótastarf og vinna markvisst að því að auka hlutfall fagmenntaðs fólks. Þá þarf að skoða ýmislegt varðandi vistunarmatið og innlagnir á stofnanir til að tryggja betur forgang þeirra sem hafa mesta þörf fyrir stofnanavist. Öldrunarþjónustanermargþættogþannig þarf hún að vera af því að með henni viljum við fullnægja þörfum einstaklinga með mismunandi þarfir og væntingar. Mörgum öldruðum og aðstandendum þeirra finnst erfitt að átta sig á því hvaða þjónusta stendur þeim til boða, hver séu bestu og raunhæfustu stuðningsúrræðin og hvernig beri að snúa sér til að fá þann stuðning. Því tel ég nauðsynlegt að komið sé á fót upplýsinga- og ráðgjafarmiðstöð fyrir aldraða um land allt. Grundvallaratriðið í þjónustunni við aldraða þarf að vera viljinn til að virða sjálfstæði aldraðra og reisn til æviloka. Til að það verði unnt verða margir aðilar að taka höndum saman. „Hættu fyrir lífið“- nýr bæklingur með ráðleggingum fyrir þá sem vilja hætta að reykja Krabbameinsfélag Reykjavíkur, í samvinnu við Reykleysismiðstöð Landspítala - háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöð, hefur gefið út bæklinginn „Hættu fyrir lífið“. Bæklingurinn heitir á frummálinu „Giving up for life“ og er saminn af Jennifer Percival, hjúkrunarfræðingi og ráðgjafa í tóbaksvörnum fyrir National Health Service í Bretlandi. Megináhersla er lögð á að veita fólki auðveldar og góðar leiðbeiningar við að hætta að reykja. f bæklingnum eru upplýsingar, ráðleggingar og gagnleg verkefni sem hjálpa þeim sem reykja að átta sig á því af hverju þeir reykja og hvernig þeir geta hætt - fyrir fullt og allt. Bæklingurinn tekur mið af íslenskum aðstæðum og veitir upplýsingar um meðferðarúrræði hérlendis. Þeir sem standa að útgáfunni fullyrða að þetta sé ýtarlegasti bæklingur sem komið hefur út hér á landi í mörg ár. Enda þótt mikið hafi dregið úr reykingum síðustu áratugi reykja enn um 19% fullorðinna íslendinga. Kannanir sýna að stór hluti þeirra vill hætta og mörgum þeirra tekst það á hverju ári. Útgefendur vænta þess að bæklingurinn „Hættu fyrir lífið“ komi að góðum notum og verði þeim sem vilja hætta að reykja stuðningur í baráttunni til reyklauss lífs. Bæklingurinn mun liggjaframmi á heilsugæslustöðvum og f apótekum, einnig er hægt að panta bæklinginn hjá Lýðheiisustöð: pantanir@lydheilsustod.is. Hægt að skoða hann og prenta út af vefsíðu Krabbameinsfélagsins: www. krabb.is/rit. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.