Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 22
Sigríður Egilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri RAI-mats hjá landlæknisembættinu, sigridure@landlaeknir.is HVAÐ ER RAI-MAT í ÖLDRUNARRJÓNUSTU? margþætt matstæki Á Islandi búa að jafnaði um það bil þrjú þúsund einstaklingar á öldrunar- stofnunum, þ.e. á dvalar- og hjúkrunarheimilum, og dvelur meirihluti þeirra í hjúkrunarrýmum vegna heilsubrests. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa á öldrunar- stofnunum, bera ábyrgð á að heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa séu metnar að jafnaði þrisvar á ári eftir RAI-mati. RAI 2.0 er mælitæki sem notað er til að meta hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á öldrunarstofnunum og RAI er skammstöfun á enska heitinu Resident Assessment Instrument sem á íslensku hefur verið nefnt „raunverulegur aðbúnaður íbúa“. Mælitækið var búið til f Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar með það að leiðarljósi að jafna gæði þjónustunnar sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Markmiðið með RAI-mati er að stuðla að bættri umönnun og hjúkrunarþjónustu á öldrunarstofnunum og tryggja að þjónusta við aldraða sé í samræmi við lög um málefni aldraðra (nr. 125/199). Landlæknisembættið á samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu að hafa eftirlit með og fylgjast með gæðum þjónustunnar. Verkefnisstjóri RAI-mats starfar hjá embættinu og ber faglega ábyrgð á eftirliti með RAI-mati og leiðbeinir um notkun þess. RAI 2.0 mælitæki á hjúkrunar- heimilum Mælitækið tilheyrir stórri „fjölskyldu" mats- /mælitækja sem hvert fyrir sig má nota á margvíslegum þjónustustigum og má þar nefna mælitæki fyrir heimaþjónustu, bráðaþjónustu, öldrunarlækningadeildir, geðdeildir og líknardeildir. Sameigínlegt öllum þessum mælitækjum er að þau „tala“ sama málið, þ.e. innihalda sömu atriði. Þar af leiðir að samfella í meðferð verður auðveldari jafnvel þótt einstaklingar færist milli þjónustustiga, t.d. fari úr heimaþjónustu yfir á hjúkrunarheimili. RAI 2.0 mælitækið er samsett úr fimm þáttum og er RAI í raun samheiti yfir þessa þætti sem eru: gagnasafn (MDS, minimum data set), gæðavísar (Ql, quality indicators), matslyklar (RAP, resident assessment protocols), álagsmælingar (RUG, resident utilization groups) og þyngdarstuðlar (case mix index). Skráning RAI-mats er á ábyrgð hjúkrunarfræðinga sem sótt hafa RAI- námskeið og lært að meta. Aðrar fagstéttir taka þátt í RAI-matinu, svo sem sjúkraliðar, læknar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Hópur vísindamanna, sem kallast interRAI, frá a.m.k. 20 löndum hefur unnið að þróun mælitækjanna til að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu. Hópurinn ber ábyrgð á að RAI-mælitækin séu endurskoðuð með reglulegu millibíli til að tryggja að þau séu ávallt í takt við það klíníska starf sem unnið er. Margvíslegt notagildi RAI 2.0 eryfirgripsmikið, staðlað mælitæki og klínískt upplýsingakerfi sem metur styrkleika, heilsufar og umönnunarþarfir aldraðra á hjúkrunarheimilum. Skráning RAI-mats er á rafrænu formi og er nettengt. Þegar upplýsingasöfnun í gagnasafn er lokið og búið að staðfesta matið er hægt að skoða niðurstöður hvers mats strax. í niðurstöðunum má sjá RUG - flokka, þyngdarstuðul, kvarða, gæðavísa og matslykla. RUG - flokkar (álagsþyngdarflokkar) eru hlutí af greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Flokkunarkerfíð lýsir umönnunarþörf ákveðínna hópa einstaklinga og hugsunin með greiðslukerfinu er sú að greiða hjúkrunarheimilum í samræmi við þá vinnu sem þarf til að annast íbúana. Þyngdarstuðull er reiknaður út frá RUG flokkun og tímamælingum. Hægt er að sjá þyngdarstuðul fyrir hvern einstakling, hverja deild eða alla stofnunína í heild. Þyngdarstuðlar gefa til kynna hlutfallslegan kostnað við umönnun íbúa og endurspegla þá umönnunarþörf sem íbúinn fær. Því veikari og meira ósjálfbjarga sem íbúinn er þeim mun hærri verður þyngdarstuðullinn. Árið 2005 var meðalþyngdarstuðull fyrir hjúkrunarrými á landinu öllu 1,02 og er stuðullinn 20 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.