Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 23
ívið hærri á Stór-Reykjavíkursvæðinu en á landsbyggðinni. Um það bil 60% af heildargreiðslum til hjúkrunarheimila sveiflast með þyngdarstuðlinum og það sem eftir stendur er þá fastur kostnaður, s.s. húsnæði, þrif og fleira. Auk þess að nota þyngdarstuðulinn til að reikna út greiðslur til hjúkrunarheimila má einnig nota hann sem hjúkrunarálagsmælingu. Kvarðar innan RAI-matsins eru vitrænn kvarði, þunglyndiskvarði, verkjakvarði, ADL-kvarðar, virknikvarði og lífskvarði. Þegar niðurstöður matsins liggja fyrir er hægt að skoða kvarðana og meta ástand viðkomandi íbúa á hverjum matstíma og sjá breytingar milli tímabila með því að skoða eldra mat. Allir kvarðarnir hafa verið vel rannsakaðir og prófaðir til að tryggja að mælingarnar séu sambærilegar við aðra viðurkennda kvarða. Gæðavísar gefa vísbendingar um gæði hjúkrunar og umönnunar sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Þeir gefa starfsfólki og stjórnendum á stofnunum vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.