Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 32
Stigskipt tímaskeið heimsfaraldurs inflúensu / samræmi við hina nýju áætlun WHO eru skilgreind þrjú skeið heimsfaraldurs af völdum inflúensu. Innan hvers skeiðs eru skilgreind mismunandi stig. 1 STIG HEIMSFARALDURS MARKMIÐ AÐGERÐA Skeið milli heimsfaraldra Stig 1. Enginn nýr stofn inflúensuveiru hefur greinst í mönnum. Styrkja viðbúnað við heimsfaraldri inflúensu. Stig 2. Enginn nýr stofn inflúensuveiru hefur greinst í mönnum. Stofn inflúensuveiru geisar í fuglum og talinn geta ógnað mönnum. Lágmarka hættu á smiti manna á milli, uppgötva og tilkynna slíkt smit án tafar ef það á sér stað. Viðvörunarskeið Stig 3. Nýr stofn inflúensuveiru hefur greinst í mönnum en ekki er vitað til þess að hann berist manna á milli nema í undantekningartilvikum og þá við mjög náið samband manna. Tryggja hraða greiningu á nýjum stofní veiru. Greina tilfelli fljótt og tilkynna þau án tafar. Hröð viðbrögð við fleiri tilfellum. Stig 4. Litlar hópsýkingar brjótast út meðal manna á takmörkuðu svæði af völdum nýs stofns inflúensuveiru en hún virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum. Halda nýjum stofni innan afmarkaðs svæðis/uppsprettu eða seinka útbreiðslu og vinna tíma til að bregðast við (bóluefni o.fl.). Stig 5. Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út meðal manna en þær eru enn staðbundnar. Vísbendingar eru um að veiran hafi í vaxandi mæli aðlagast mönnum, þó ekki í þeim mæli að umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. Hámarksáhersla lögð á að koma í veg fyrir eða seinka útbreiðslu og, ef mögulegt, afstýra heimsfaraldri og vinna tíma til að hrinda í framkvæmd sóttvarnaráðstöfunum. Skeið heimsfaraldurs Stig 6. Heimsfaraldur: Vaxandi og viðvarandi útbreiðsla smits meðal manna. Draga úr afleiðingum heimsfaraldurs eins og unnt er. loftræstingu í rýminu þar sem hinn sýkti dvelur (Bridges, C.B., o.fl., 2003). Rannsóknir Bean o.fl. (1982) sýndu aö inflúensuveirurnar, sem sýktir gefa frá sér, hvort heldur eru af A- eða B-stofni, geta lifað um nokkurn tíma í umhverfinu á sjúkrahúsum og geta borist með snertingu yfir í aðra. Veirurnar lifðu við 35%-45% rakastig og 28°C hita á stáli og plasti í allt að 24-48 klst. og á taui, pappír og pappírsþurrkum í 8-12 klst. eftir sáningu en aðeins í 5 mínútur á húðinni. Lifandi veirur gátu borist af ógegndræpu yfirborði á hendur í allt að einn sólarhring og af bréfþurrkum á hendur í allt að 8-12 klst. í rannsóknum Boone og Gerba (2005) á algengi inflúensuveira á innanstokks- munum á einkaheimilum og á barna- heimilum kom fram að árstíðabundnar sveiflur eru í fjölda veira á yfirborði og eins og viðbúið var náði fjöldinn hámarki þegar inflúensan var að ganga. Rannsóknirnar sýndu að inflúensuveirur voru víða á algengum snertiflötum og gátu lifað á þurru yfirborði í tvo sólarhringa og í allt að þrjá sólarhringa á blautu yfirborði. Ekki hefur verið metið með rannsóknum hversu smitandi veiran er þegar hún berst af innanstokksmunum en gera verður ráð fyrir að smit geti orðið af beinni snertingu við húð og með óbeinni snertingu þegar mengaðir hlutir í umhverfinu eru snertir, s. s. borðplötur, rúmgrindur, rofar o.s.frv. Vitað er að inflúensuveirur geta lifað úti í náttúrunni í langan tíma, einkum við lágt hitastig, eða í allt að 35 daga við 4°C en í mun styttri tíma ef hitastigið er hærra, t. d. í 7 daga í hægðasýni við 37°C (WHO, 2006). Einkenni inflúensu og meðferð Einkenni inflúensu byrja yfirleitt snögglega og lýsa sér með háum hita, höfuðverk og beinverkjum, þurrum hósta, hálssærindum og nefrennsli og hjá börnum oft með ógleði, uppköstum og kviðverkjum. Flestir eru orðnir hitalausir eftir 3-5 daga en slappleiki og hósti geta staðið lengur. Einstaklingar með langvinna sjúkdóma og þeir sem komnir eru yfir 60 ára aldur eiga frekar á hættu að fá fylgikvilla inflúensu sem er oftast lungnabólga af völdum baktería. Meðferð við inflúensu er fyrst og fremst hvíld og ríkuleg vökvaneysla og hugsanlega hitalækkandi lyf, s.s. parasetamól. Nú eru einnig fáanleg tvö lyf, oseltamivir (Tamiflu(R)) og zanamivir (Relenza(R)), sem læknar geta ávísað til að draga úr einkennum sjúkdómsins og stytta tímann sem veikindin standa. Til að slík meðferð komi að gagni þarf hún að hefjast innan4 tveggja sólarhringa frá upphafi veikinda (Upplýsingar af heimasíðu, 2006). Það eru þessar lyfjategundir sem fyrirhugað er að nota í fyrirbyggjandi skyni ef til heimsfaraldurs inflúensu kemur, fyrir fólk í áhættuhópum og fyrir þá sem sinna og meðhöndla veikt fólk (Viðbúnaðaráætlun heilbrigðisþjónustunnar, 2006). 30 Tímarít hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.