Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 36
AÐ HORFAST í AUGU VIÐ LÍFSHÆTTULEGAN VÁGEST Hvernig færi ef lífshættulegur smitsjúkdómur bærist til íslands? Vorið 2003 barst sjúkdómurinn HABL (heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu - SARS) til Toronto í Kanada og lagðist einkum á starfsfólk heilsugæslunnar. 44 manns létust áður en tókst að hefta útbreiðslu hans. Margir eru enn áhyggjufullir eftir að hafa horfst í augu við þennan lífshættulega vágest. Smitaður? Mesta ógnin var sú að bera HABL með sér heim Þegar Yvonne Warner var fengin til að sinna HABL-sjúklingum ásamt samstarfsfólki sínu við Markham Stoufville sjúkrahúsið í nágrenni Toronto var hennar fyrsta hugsun sú hvernig hún gæti tryggt að bera ekki smit með sér inn á heimili sitt. Að vinnudegi loknum á sjúkrahúsinu fór Yvonne Warner einfaldlega úr öllum fötunum sem hún hefði annars ekið heim í og sett í þvottavél þar. Hún fékk svo lánuð náttföt á sjúkrahúsinu og settist upp í bílinn sinn. Áður en hún fór inn á heimili sitt, raðhús í kyrrlátri götu með milligengt inn í bílskúr og lóð framan við, fór hún úr sokkunum og skildi þá eftir aftur í þílnum. Þangað fleygði hún sokkunum sínum í um það bíl mánuð. Var eitthvað annað til ráða? Hún afréð að senda dætur sínar, Liah og Harley, 15 og 13 ára, til afa síns og ömmu úti í sveit. Stjúpdæturnar Emily og Devon fóru hins vegar til móður sinnar. Yvonne varð að fara í tíu daga sóttkví vegna þess að hún hafði e.t.v. smitast áður en öllum varúðarráðstöfunum vegna einangrunar hafði verið komið um kring á HABL-deildinni. Þegar sóttkvínni lauk fannst Yvonne óhætt að leyfa dætrunum að koma heim á ný. Þegar Liah og Harley mættu í skólann sinn á ný var búið að setja upp skilti þar sem stóð að engum yrði hleypt inn sem hefði verið innan um HABL - sjúklinga. „Við fórum engu að síður inn,“ sagði Liah. „Við máttum ekkí faðma Texti: Kioki Engström, aðstoðarritstjóri Várdfacket, Ijósmyndir: Simon Wilson 34 Tímarit hjúkrunaríræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.