Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 44
Guörún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MSo, gudrun@lydheilsustod.is
Rannveig Þöll Þórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BSc
GEGNSÆRRI GEÐHEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Þróun RAI-MH-mælitækisins á Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Útdráttur
í þessari grein verður fjallað um rannsóknar- og
þróunarverkefnið RAI-MH (resident assessment instrument
- mental health) á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Mæli-
tækið RAI-MH er yfirgripsmikið þverfaglegt mælitæki sem
metur þarfir, styrkleika og kjörþjónustustig legusjúklinga
á geðdeildum og gefur vísbendingu um hvernig skipu-
iagningu geðheilbrigðisþjónustu verði best við komið. Auk
þess að innihalda mjög viðamiklar upplýsingar tengist
mælitækið matslyklum, árangursmælingum, gæðavísum
og kostnaðargreiningu.
Abstract:
The research and development project RAI-MH (Resident
Assessment Instrument - Mental Health) on Landspítali-
University Hospital in lceland will be discussed in this
article. RAI-MH is a comprehensive inter-disciplinary
instrument that assesses needs, strengths and service
preferences of adult inpatient population in acute,
rehabilitation, long-term, geriatric and forensic psychiatric
units and indicates how to organize the psychiatric
services. RAI-MH includes; comprehensive information
on patients as well as it is intended to support care plan
with mental health protocols, outcomes measures, quality
indicators and case-mix cost per patient analysis.
Inngangur
Geðheilbrígðisþjónusta eins og önnur heílbrigðisþjónusta tekur
örum breytingum. Einstaklingar með svipaðar eða sambærilegar
þarfir hljóta þjónustu á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu
og flutningur milli stofnana er algengur. Við stefnumótum í
málaflokknum er vaxandi þörf fyrir samræmd upplýsingakerfi
og aðgang að upplýsingum sem uppfylla kröfur um gæði og
áreiðanleika, ásamt því sem skilvirkni þjónustunnar er metin og
nýrri þekkingu komið á framfæri (Hirdes o.fl., 1999a; Hirdes
o.fl., 2002; WHO, 2005).
í greininni verður greint frá forsögu RAI-MH-mælitækisins,
uppbyggingu þess og þróun erlendis sem og hérlendis. Þá verður
að lokum greint frá framtíðarsýn höfunda í tengslum við þetta
viðamikla mælitæki og þeirri hagræðingu og ávinningi sem upptaka
þess og notkun mun hafa á geðheilbrigðisþjónustuna á íslandi.
Meginmál
InterRAI-hópurinn og RAI-mælitækin
InterRAI-hópurinn er samstarfshópur rannsakenda frá 26
löndum sem hefur sett sér það markmið að stuðla að bættri
heilbrigðisþjónustu í þágu aldraðra og annarra sem á einhvern
hátt eru háðir þjónustu heilbrigðiskerfisins vegna veikinda eða
fötlunar sinnar. Þannig hefur framtíðarsýn eða markmið hópsins
beinst að því að efla gagnreynda (evidence-based) klíníska
þjónustu og markvissa stefnumótun í málefnum þessara hópa í
mismunandi geirum heilbrigðisþjónustunnar (Hawes o.fl., 1995;
Hirdes o.fl., 1999a). InterRAI-hópurinn hefur tekið þátt í þróun
ellefu RAI-mælitækja sem eru þó mislangt á veg komin eins
og sakir standa (http://www.interrai.org/section/view/). Þróun
allra RAI-mælitækjanna hefur verið studd með metnaðarfullum
rannsóknum InterRAI-hópsins þar sem viðamiklar áreiðanleika-
og réttmætismælingar fara fram (Anna Birna Jensdóttir o.fl.,
1994; Anna Birna Jensdóttir o.fl.,1999; Hawes o.fl., 1995;
Hirdes o.fl., 2002). Þó svo að sérhvert mælitæki, sém InterRAI-
hópurinn hefur staðið að, hafi verið sett fram fyrir sérhæfða
starfsemi eru mælitækin öll hönnuð til að vinna saman þannig
að úr verði samþætt upplýsingakerfi. Mælitækin innihalda
því öll sameiginlegar breytur (common language) sem vísa til
sömu klínísku hugtakanna (Hirdes o.fl., 2000/2001). Þannig
er meðferðaraðilum gert kleift að stuðla að meiri samfellu
í meðferð og fylgjast með bata einstaklinga og framförum
til lengri tíma. Á þann hátt er stuðlað að auknum gæðum í
þeirri þjónustu og meðferð sem veitt er. Þá er ótalin hin mikla
yfirsýn yfir starfsemina sem stjórnendur öðlast og kemur
það til góða við alla stefnumótun og stjórnun. í öllum RAI-
mælitækjum er MDS (minimum data set) grunnhluti kerfisins
sem inniheldur mikilvægar upplýsingar um sjúklinginn og á
honum byggjast aðrir þættir kerfisins. Fullþróað RAI-mælitæki
er því samsett af upplýsingasöfnunarkerfi, matslyklum (mental
health assessments protocols (MHAPS)) sem ætlað er að
styðja við gerð meðferðaráætlunar, gæðavísum (mental health
quality indicators) og árangursmælingum (outcome measures)
þar sem að baki liggja viðurkenndir kvarðar, t.d. mælikvarði
á sjálfsbjargargetu. Síðast en ekki síst tengist mælitækinu
kostnaðargreiningarhluti (case mix model: system for a
classification of in-patient psychiatry (SCIPP)) og greinargóð
handbók varðandi upplýsingasöfnun og notkun matslykla
(Hirdes o.fl., 1999a; Hirdes o.fl., 1999b).
RAI-stýrihópur (lceRAI) á íslandi
í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti íslands er starfandi
RAI-stýrihópur (lceRAI) sem hefur umsjón með allri þróun og
innleiðingu RAI-mælitækja hér á landi í samstarfi við InterRAI-
hópinn. Hér á landi hófst vinna við undirbúning og notkun RAI-
mælitækja í öldrunarþjónustunni fyrir 10-15 árum með upptöku
RAI 2.0 sem er sérsniðið fyrir íbúa á öldrunarstofnunum.
42
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006