Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 45
FRÆÐSLUGREIN QIMH MHAPS Stuðningur við gerð meðferðaráætlunar L_______________________1 Gagnagrunnur MDS-MH Gagnasafn/upplýsingar um sjúkling f s QIMH Gæðavísir . / Clinical outcome Scales Árangursmælingar ' SCIPP Kostnaðargreining Mynd 1 sýnir samspilið í RAI-MH-mælitækinu Skyldunotkun er nú á RAl 2.0 á öllum hjúkrunarheimilum á landinu samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Líta má á hjúkrunarheimilismælitækið sem móðurmælitækja allra annarra RAI-mælitækja (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1994; Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1999; Hirdes o.fl., 1999a). Mælitækið RAI-MH og þróun þess: Mælitækið RAI-MH (RAI mental health assessment instrument) er eitt af ofangreindum mælitækjum og tilheyrir þannig stórum og metnaðarfullum interRAI-mælitækjahópi sem hvert um sig er þróað fyrir sérhæfða heilbrigðisstarfsemi og er ætlað að koma til móts við ofangreindar þarfir. Þróun RAI-MH í samvinnu við InterRAI var í höndum Ontario Joint Policy and Planning Committee (JPPC) sem er samstarfsnefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins í Kanada (Hirdes o.fl., 2000/2001). Skyldunotkun RAI-MH hefur nú verið tekin upp á öllum geðdeildum í Ontaríó í Kanada að kröfu heilbrigðisyfirvalda. RAI-MH-mælitækið er nú til á 5 tungumálum, þ.e. ensku, þýsku, sænsku, spænsku og íslensku. Kostnaðargreiningarlíkan fyrir geðheilbrigðisþjónustuna ? Fyrir rúmum 10 árum var farið að skoða ýmis kostnaðar- greiningarlíkön fyrir geðheilbrigðisþjónustuna í Kanada og komust menn að þeirri niðurstöðu að tækin, sem fyrir hendi væru, hentuðu ekki. Það voru kerfi eins og DRG ( diagnosis related groups) sem byggjast aðallega á sjúkdómsgreiningum og aðferðum til að spá fyrir um fjölda legudaga en ekki á einkennum og þjónustuþörf einstakra sjúklinga. Stofnaður var vinnuhópur (Psychiatric Working Group (PWG)) á vegum JPPC sem ætlað var að útbúa sjúkiingaflokkunarkerfi sem hægt væri að nota við kostnaðargreiningu í geðheilbrigðisþjónustu. Skömmu eftir að vinnuhópurinn tók til starfa var tekin upp skyldunotkun á mælitækinu RAI 2.0 (RAI-mælitæki fyrir hjúkrunarheimili) á öllum langlegu- og öldrunardeildum í Ontaríó. Hópurinn komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að í stað þess að útbúa kostnaðargreiningarkerfi eingöngu, eins og til stóð í upphafi, væri affarasælla að búa til alhliða upplýsingasöfnunarkerfi sem kæmi daglegri klínískri vinnu til góða enda væri ekkert slíkt mælitæki til í geðheilbrigðisþjónustunni og minni hætta yrði á að starfsfólki fyndist skráningin vera auknar kröfur eða álag frá stjórnendum. Alhliða klínískt upplýsingasöfnunarkerfi fyrir geðheilbrigðisþjónustuna Því varð það úr að í samvinnu við InterRAI var sett saman yfirgripsmikið alhliða klínískt upplýsingasöfnunarkerfi sem metur þarfir, styrkleika og kjörþjónustustig sjúklinga ásamt því að gefa vísbendingar um hvernig skipulagningu þjónustunnar verði best við komið (Hirdes o.fl., 2000/2001). Sjálft mælitækið MDS-MH (minimum data set - mental health) er, eins og önnur InterRAI-mælitæki, staðlað vegna þess að svör eru talnakóðuð og því auðvelt að bera saman upplýsingar. Mælitækið inniheldur um 270 breytur og gefur gríðarmiklar upplýsingar um heilsufar og þjónustuþörf sjúklingsins. Til þess að upplýsingarnar nýtist í klínísku starfi er nauðsynlegt að draga þær saman og fá þannig fram það sem mestu máli skiptir í meðferð sjúklingsins hverju sinni. Með þetta að leiðarljósi voru fylgihlutir mælitækisins hannaðir sem getið var um hér að framan (sjá mynd 1). Fylgihlutir RAI-MH-mælitækisins Sérhver hluti mælitækisins hefur verið útbúinn af sérfræðingum í hinu þverfaglega teymi sem vinnur að þróun þess (Hirdes o.fl., 1999a). 30 matslyklar (mental health assessment protocols (MHAPS)) hafa verið þróaðir. Matslyklunum er ætlað að auðvelda gerð meðferðaráætlana við tilteknar aðstæður. Ef ákveðnir þættir innan gagnasafnsins benda til vandkvæða gefa matslyklar leiðbeiningar um hvernig best megi nálgast frekari greiningu og meðferð. Matslyklunum er ekki ætlað að koma í stað klínískra ákvarðana sem teknar eru í meðferðarferli, eða í stað sjúkdómsgreininga, heldur að leiðbeina við skipulagningu þjónustunnar. Þeir eru til dæmis mjög mikilvægir við gerð allra hjúkrunaráætlana. Dæmi um matslykla eru hætta á ofbeldi, sjálfsskaði og sjálfsumönnun, félagsleg virkni og fíkn. 9 árangursmælikvarðar (outcome measures) eru innbyggðir í RAI- MH, þar af eru 6 sérstaklega gerðir fyrir geðdeildir. Sem dæmi Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.