Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 48
ÞANKASTRIK Auður Karen Gunnlaugsdóttir, audurkaren@internet.is VINNUAÐSTÆÐUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Nú á dögum endalausrar hamingju, ríkidæmis og velmegunar verðum við einnig að gera okkur grein fyrir því að Adam staldraði ekki lengi við í paradís. Það er tími til kominn að vakna upp úr þessum draumum og líta á ýmsar staðreyndir um heilbrigðisþjónustu landsins sem blasa við okkur daglega í fjölmiðlum og umræðum manna á milli. Hvert stefnir hjúkrun á íslandi og hve lengi ætlum við hjúkrunarfræðingar að sætta okkur við ástandið eins og það er í dag? Þó að við íslendingar séum fámenn þjóð þá erum víð fljót að taka upp og tileinka okkurýmsar nýjungaríheilbrigðisvísindum og sífellt flóknari úrræði standa sjúklingum til boða við meðhöndlunýmissasjúkdóma. Sjúklingar, sem leggjast inn á spítala, eru sífellt veikari, legutími er styttri en áður tíðkaðist og flótti úr hjúkrunarstéttinni verður sífellt stærra vandamál innan stofnana. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru dýrmætir og mikilvægir starfskraftar og eftir fjögurra ára háskólanám tel ég að maður eigi að hafa unnið sér inn rétt á mannsæmandi launum og einnig að maður fái umbun fyrir störf sín. En í stað þess erum við enn að gjalda fyrir það að hjúkrunarstarfið hefur verið talið kvennastarf, spítalar eru yfirfullir af öldruðum einstaklingum sem liggja svo mánuðum skiptir f rándýrum plássum og komast hvorki lönd né strönd þar sem engin önnur úrræði virðast vera fyrir hendi, mannekla á deildum veldur því að fleiri störf hlaðast á hjúkrunarfræðinga sem eftir eru og gerir það að verkum að erfiðara er að veita þá þjónustu sem við hefðum viljað veita. Starfsánægja, hrós eða hvers kyns umbun eru hlutir sem gleymist að huga að þegar mikið er að gera og hraðinn innan spítalanna eykst. Á alþjóðamælikvarða telst hjúkrunar- fræðinám á íslandi vera mjög gott og Auður Karen Gunnlaugsdóttir eigum við marga vel menntaða og færa hjúkrunarfræðinga. En þegar námi er lokið og kaldur veruleikinn blasir við fer sú hjúkrun, sem maður lærði innan veggja skólans, að hljóma eins og fjarlægur draumur eða jafnvel alger útópía. Okkur eru ekki veitt tækifæri og aðstæður til að nýta þá góðu þekkingu sem við höfum yfir að búa í þá þjónustu sem við veitum. Þó erum við alltaf að leitast við að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og í raun meiri þjónustu en aðstæður bjóða upp á. Hjúkrun snýst ekki bara um það að taka til lyf, sitja fundi og blaða í pappírum. Hjúkrun er líka hlýja, nærvera, stuðningur, sorg, gleði, hvatning, líkamlegt og andlegt mat, ráðleggingar, stuðningur við aðstandendur og fyrst og fremst líkamlegt og andlegt ástand og vellíðan sjúklinganna. Heilbrigði er jafnvægi á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu og ef annar þátturinn er ekki í lagi, hvernig á þá hinn að verka sem skyldi? En oft náum við aðeins að sinna líkamlegum grunnþörfum sjúklinga okkar vegna tímaskorts og manneklu og sitjum svo eftir með nagandi samviskubit yfir því að hafa viljað gera hlutina á annan og betri veg. Ýmsu er ábótavant í skipulagi, þjónustu- hóttum og stefnumótun í heilbrigðismálum á íslandi og því ekki seinna vænna að hvetja til hugarfarsbreytinga hjá íslenskum stjórnvöldum í tengslum við heilbrigðis- og félagsþjónustu landsins. Það er engan veginn forsvaranlegt að koma þeim skilaboðum til stjórnenda spítala og öldrunarstofnana að hver og ein stofnun verði að sníða sér stakk eftir vexti þegar fjárframlög til þessara stofnana duga aðeins fyrir broti af þeirri þjónustu sem stjórnvöld og almenningur vilja að sé veitt á stofnununum. Fagleg skynsemi eru orð sem ég tel að við hjúkrunarfræðingar verðum að tileinka okkur og tengja við starf okkar. En í því felst að beita skynsemi út frá faglegu sjónarmiði og ekki samþykkja þegjandi og hljóðalaust þær aðstæður sem við vinnum við því núverandi ástand innan margra heilbrigðisstofnana er engan veginn viðunandi. Ef faglegri skynsemi er ekki beitt er hætta á að fagmennska okkar hverfi út í veður og vind og þá blasir við stöðnun í íslenskri hjúkrun. Ég skora á Bryndísi Þórhallsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá Heimahlynningu á Akureyri, að skrifa næsta þankastrik Auður Karen Gunnlaugsdóttir 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.