Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 12
Norður-Kóreumenn
þurfa að ákveða
hvort þeir séu tilbúnir að
ræða við okkur.
Rex Tillerson,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna
2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Ný og s
tórskem
mtileg
útivista
rbók fy
rir alla
hressa
krakka
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Höfundar bókarinnar hafa
langa reynslu af gerð
vinsæls barnaefnis fyrir
útvarp og sjónvarp.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur - 19.-25. apríl
1.
– full af fráb
ærum
hugmyndum að
því sem
hægt er að ge
ra úti
Umhverfisstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með miðviku-
deginum 17. maí 2017. Rafrænar umsóknir og nánari
upplýsingar á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans veitir árlega fimm
milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfis-
styrkja er að styðja við einstaklinga og félagasamtök
sem starfa á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
Verkefni á sviði náttúruverndar,
t.a.m. skógrækt, landgræðsla
og hreinsun landsvæða.
Verkefni sem nýtast til verndar
landsvæðum, t.d. vegna ágangs
búfénaðar eða ferðamanna.
Verkefni sem styðja betra aðgengi
fólks að náttúru landsins.
Verkefni sem auka þekkingu
almennings á umhverfismálum.
Verkefni sem hvetja til
umhverfisvæns hátternis.
Verkefni sem einkum koma til greina:
BanDaríkin „Auðvitað er það leiðin
sem við myndum helst vilja fara,“
sagði Rex Tillerson, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, er blaða-
maður NPR spurði hann í gær hvort
Bandaríkin vildu beinar viðræður
við yfirvöld í Norður-Kóreu.
Yrði hlutverk þeirra viðræðna að
létta á spennunni á Kóreuskaga sem
hefur aukist undanfarið. Hafa yfir-
völd í Norður-Kóreu til að mynda
hótað því að varpa kjarnorku-
sprengjum á Bandaríkin.
„En Norður-Kóreumenn þurfa
að ákveða hvort þeir séu tilbúnir
að ræða við okkur,“ sagði Tillerson
enn fremur.
Tillerson ávarpaði einnig öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna í gær.
Sagði hann þar að hættan á því að
norðurkóreski herinn gerði kjarn-
orkuárás væri raunveruleg. Þá
kallaði hann eftir því að ríki heims
einangruðu Norður-Kóreu með
diplómatískum aðgerðum.
Bandaríkin myndu beita dipló-
matískum og efnahagslegum
aðgerðum gegn einræðisríkinu.
Meðal annars viðskiptaþvingunum
gegn einstaklingum og fyrirtækjum
sem stunduðu viðskipti við stjórn-
völd þar í landi. Þá væri ekki hægt
að útiloka hernaðaraðgerðir.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína,
varaði hins vegar við hernaðarað-
gerðum. „Beiting slíks valds myndi
ekki leysa deiluna heldur leiða til
frekari harmleiks,“ sagði Wang á
fundinum.
Enn fremur sagði Wang að frið-
samleg lausn á kjarnorkudeilunni,
með samtali og samningum, væri
eina skynsamlega lausnin. Kínverjar
væru tilbúnir að beita sér gegn upp-
byggingu norðurkóreska hersins ef
Bandaríkin létu af hernaðaræfing-
um með Suður-Kóreu.
Slíkum tilboðum hafa Banda-
ríkjamenn hafnað áður þar sem
þeir fara fram á að kjarnorkuvopna-
áætlun Norður-Kóreu verði lögð til
hliðar.
Kínverjar eru ekki einu nágrann-
ar Norður-Kóreu sem eru andvígir
hernaðaraðgerðum. Rússar, sem
eiga landamæri að ríkinu, segja
slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutan-
ríkisráðherrann Gennady Gatilov
kallaði einnig eftir því í gær að
Norður-Kóreumenn hættu öllum
kjarnorku- og eldflaugatilraunum.
Öfgafull orðræða hefði þó valdið
alvarlegu ástandi á svæðinu. – þea
Til í beinar viðræður
við Norður-Kóreu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir bestu lausnina á Norður-Kóreudeilunni
beinar viðræður við Norður-Kóreu. Hann útilokar ekki að beita hernaðarvaldi.
Utanríkisráðherra Kína varar við öllu slíku og segir að það leiði til harmleiks.
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
2
-9
7
F
8
1
C
C
2
-9
6
B
C
1
C
C
2
-9
5
8
0
1
C
C
2
-9
4
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K