Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 86

Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 86
Það sem heillar mig við Dio er hvað hann hafði svakalegt vald á röddinni. Ólíkt flestum „hetju“söngvurum liggur hans raddsvið 100% þar sem hann syngur. Ronnie James Dio söng m.a. með Rainbow, Black Sabbath og sveit sinni Dio. Hér er hann á tónleikum með Heaven and Hell árið 2007 en þá sveit skipuðu þáverandi og fyrrverandi meðlimir Black Sabbath.MYND/NORDIC PHOTOS GETTY Sveitin inniheldur f.v.: Stefán, Hauk, Hans Friðrik, Hörð og og Sumarliða. Tónleikar til heiðurs rokk-söngvaranum þekkta Ronnie James Dio voru haldnir á Græna hattinum á Akureyri í gær og verða haldnir aftur á Hard Rock Café í Reykjavík kvöld. Dio, sem lést í maí 2010, þá 67 ára gamall, var einn vinsælasti rokksöngvari sinnar kynslóðar og var m.a. með- limur í Rainbow, Black Sabbath og eigin sveit sem bar nafnið Dio. Það er Stefán Jakobsson, söngvari rokksveitarinnar Dimmu, sem bregður sér í hlutverk Ronnie James Dio á hvorum tveggja tón- leikunum en hann var ellefu ára gamall þegar hann heyrði fyrst kraftmikla rödd söngvarans. „Þetta var lagið Holy Diver með Dio sem ég heyrði fyrst á skólaballi. Maður var auðvitað á hámarki ævintýra- mennskunar og þótti þetta vera það allra þyngsta og flottasta sem inn fyrir hlustirnar hafði farið.“ Auk Stefáns skipa sveitina þétt sveit Norðanmanna, þeir Hörður Halldórsson gítarleikari, Sumarliði Helgason bassaleikari, Hans Frið- rik sem spilar á orgel og hammond og Haukur Pálmason trommu- leikari. Það voru Stefán og Hörður sem fengu hugmyndina að heiðurstón- leikunum. „Við höfðum báðir verið að hugsa um að heiðra Dio eftir lát hans. Síðan hittumst við fyrir til- viljun, ræddum hugmyndina og þá fór boltinn að rúlla af stað.“ Hafði mikil áhrif Á nokkurra áratuga ferli hans seldu sveitir hans milljónir platna og rödd hans, textagerð og framkoma hafði mikil áhrif á aðdáendur hans og aðra tónlistarmenn. „Það sem heillar mig við Dio er hvað hann hafði svakalegt vald á röddinni. Ólíkt flestum „hetju“söngvurum liggur hans raddsvið 100% þar sem hann syngur, svo þetta vellur upp úr honum með lítilli áreynslu. Dio var enn að bæta sig fram til dauða- dags, sem er þveröfugt við alla aðra söngvara úr sama geira. Sjálfur heillaðist ég fyrst af plötunni Holy Diver sem kom út árið 1983 og finnst hún alltaf standa upp úr. Annars er þetta allt helvíti gott bara og vonlaust að velja eitthvað eitt fram yfir annað.“ Lagalistinn verður fjölbreyttur að sögn Stefáns þar sem leitast er við að gera ferli hans sem best skil. „Það er auðvitað ekki auðvelt þegar listinn er eins langur og raun ber vitni en við teljum okkur þó vera með gott úrval bestu laga hans. Þar má m.a. nefna lög eins og Stargazer, Heaven and Hell, Rainbow in the Dark og Holy Diver ásamt síðasta laginu sem Dio tók upp áður en hann lést. Þetta verður alger sturlun!“ Tónleikarnir í kvöld á Hard Rock Café hefjast kl. 22. Miðasala fer fram á Tix.is. Goðið heiðrað Rokksöngvarinn Ronnie James Dio seldi milljónir platna á rúmlega hálfrar aldar ferli. Seinni tónleikarnir honum til heiðurs verða á á Hard Rock Café í kvöld. ÓMAR ÚLFUR BESTA ROKKIÐ Á EINUM STAÐ ALLA VIRKA DAGA 12:00 - 16:00 AKRABORGIN ROKK OG SPORT ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00 HJÖRTUR HJARTAR HARMAGEDDON FROSTI OG MÁNI TRÚIÐ, HLUSTIÐ, HLÝÐIÐ ALLA VIRKA DAGA 09:00 - 12:00 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . a p R í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -E B E 8 1 C C 2 -E A A C 1 C C 2 -E 9 7 0 1 C C 2 -E 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.