Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 42
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Hversdagsleikinn hefur lengi heillað teiknarann Dag Sævars-son, sem gengur gjarnan með
skissubók á sér þar sem hann rissar
ýmislegt úr daglegu lífi sínu. Hann
byrjaði á þessu þegar hann var í
framhaldsskóla og hefur haldið því
áfram undanfarin ár. „Í raun og veru
er þetta ekkert ný hugmynd. Margir
listamenn hafa í gegnum aldirnar
vanið sig á að ganga með skissubók
og teikna það sem fyrir þá ber. Mér
finnst einfaldlega áhugavert að horfa
og skoða. Teikning er nefnilega frábær
leið til að rannsaka umhverfið eða
sinn eigin hugarheim. Það sem við
tókum eftir í daglegu lífi okkar segir
nefnilega mikið til um okkur sjálf.
Ætli markmið mitt með þessum
teikningum sé ekki bara að skilja
sjálfan mig betur.“
Hann segir misjafnt hvað hann
teikni mikið í bækurnar. „Stundum
er ég mjög vel stemmdur og teikna og
teikna, aðra daga teikna ég svo minna.
En ég er alveg búinn að fylla þrjá stóra
IKEA kassa heima af skissubókum í
öllum stærðum og gerðum.“
Saknaði Íslands
Dagur er á fyrsta ári í Listkennslu-
deild Listaháskóla Íslands þannig að
mest af orku hans fer í að lesa og skrifa
ritgerðir. „Ég vinn líka með skóla á
leikskólanum Laufásborg og líkar það
mjög vel. Svo held ég utan um mynd-
listarsmiðjur fyrir börn og unglinga
á Oddson Ho(s)teli annan hvern
sunnudag frá kl. 12 til 14 en smiðjan
er opin öllum.“
Dagur fékk mjög snemma áhuga
á listum. Eftir útskrift frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti hóf hann nám
í Listaháskóla Íslands þar sem hann
útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist.
„Á árum mínum í Listaháskólanum
hafði ég þó aðallega áhuga á tónlist og
spilaði í rokkhljómsveitinni Sudden
Weather Change. Þótt ég hafi lært
mikið þar fannst mér ég þurfa aðeins
meiri tæknilega kunnáttu svo ég hóf
nám í teiknideild Myndlistarskóla
Reykjavíkur sem þá var nýstofnuð.“
Hann segir Myndlistarskóla
Reykjavíkur vera frábæran skóla og
þar hafi hann mótað teiknistíl sinn.
„Eftir útskrift bjó ég í London í hálft
Teiknar hversdagsleikann
Skissubókin er aldrei langt undan hjá Degi Sævarssyni teiknara. Á ferðum
sínum rissar hann litfagrar og skemmtilegar myndir úr daglegu lífi sínu.
„Það sem við tökum eftir í daglegu lífi okkar segir nefnilega mikið um okkur sjálf. Ætli markmið mitt með þessum
teikningum sé ekki bara að skilja sjálfan mig betur,“ segir Dagur Sævarsson. MYND/ANTON BRINK
Kona að reykja: Ég hef alltaf furðað
mig á þessari hörku, að standa úti
í stormi að reykja. Ætli það sé ekki
einhvers konar íslenskur raunveru
leiki að láta ekki veðrið stöðva sig.
Myndin er
teiknuð á Ice
land Airwaves
og á að túlka
kraftinn sem
fylgir rokkinu.
Ég sá einu sinni
mótorhjóla töff
ara með dóttur
sinni við hjólið
sitt. Mér fannst
eitthvað fallegt
við þessa sjón
svo ég teiknaði
þau fljótlega
upp og kláraði
svo myndina
þegar heim var
komið.
Einu sinni sá ég mann klæddan í
hinn klassíska rokkgalla: hvítan bol,
leðurjakka, rifnar gallabuxur og Con
verseskó. Maðurinn virkaði frekar
raunamæddur og þessi minning af
þessum ókunna manni sat einhvern
veginn í mér.
ár þar sem ég hélt utan um mynd-
listarsmiðjur fyrir börn og unglinga.
Þótt lífið í London væri áhugavert og
spennandi saknaði ég samt Íslands
allt of mikið svo ég kom fljótlega
aftur heim. Ég hef unnið smá sem
myndskreytir en teikna þó mest til að
skemmta sjálfum mér.“
Hugljúf saga
Þessa dagana vinnur Dagur að barna-
bók með vini sínum, Sigurjóni Bjarna
Sigurjónssyni, sem verður lauslega
byggð á laginu um litlu Gunnu og litla
Jón. „Þetta verður hugljúf saga um lífs-
baráttu tveggja músa sem finna ástina
þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Svo er ég
að fara að útskrifast úr Listkennslu-
deild Listaháskóla Íslands þannig að
ætli ég verði ekki að lesa einhverjar
flottar bækur í sumar til að undirbúa
mastersritgerðina mína. Annars veit
maður aldrei hvað framtíðin ber í
skauti sér en ég hef alltaf haft gaman af
að kenna og ég ætla að halda því áfram.
Svo væri auðvitað frábært að fá fleiri
tækifæri til að myndskreyta bækur.“
Hluta teikninga Dags má skoða á
www.dagursudden.wixsite.com/
dagurteiknar.
S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i sVasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl.
Hágæða
postulín
blómapottar
20%
afsláttur
Margar
stærðir
Kínverskar gjafavörur
O p i ð l a u g a r d a g o g s u n n u d a g f r á k l . 1 1 . 0 0 t i l 1 6 . 0 0
Sumartilboð
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
2
-F
A
B
8
1
C
C
2
-F
9
7
C
1
C
C
2
-F
8
4
0
1
C
C
2
-F
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K