Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 75

Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 75
Breyting á skipulagi í Kópavogi Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga á vinnslustigi. Vakin er athygli á því að á fundi skipulagsráðs Kópavogs 18. apríl 2017 var lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs á kolli Nónhæðar. Nánar tiltekið mun breytingin ná til svæðis sem afmar- kast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 í vestur. Tillagan er á vinnslustigi og í henni felst breyting á landnotkun og talnagrunni Nónhæðar sem skv. núgildandi aðalskipulagi er samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist í íbúðarbyggð og opin svæði sem munu nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð dags. í mars 2017. Skipulagsráð samþykki að framlögð drög verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sambærileg breytingartillaga var kynnt á almennum kynningarfundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Stefnt er að því að ofangreind tillögudrög verði samþykkt í formlega auglýsingu inna fárra vikna. Tillögudrögin eru til sýnis í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissvið í Fannborg 6 og á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is. Fimmtudaginn 4. maí og mánudaginn 8. maí 2017 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs með opið hús í Fannborg 6 2h þar sem drögin verða kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. Skipulagsstjóri Kópavogs. ÚTBOÐ Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu 2017 – 2019. Í verkinu felst tæming á sorp- og endurvinnsluílátum við íbúðarhúsnæði og stofnanir ásamt flutningi á móttökustöð og þjónustu við gámastöð. Útboðsgögn fást send frá og með föstudeginum 28. apríl 2017. Sendið beiðni á arborg.sorphirduutbod2017@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang. Tilboðum skal skilað til EFLU verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, Selfossi fyrir kl 11.00 miðvikudaginn 17. maí 2017 og verða þau opnuð þar. Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 11. apríl 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið Hvammstanga skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 Deiliskipulagssvæðið markast af Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabraut að vestanverðu og er um 11 ha. að stærð. Í tillögunni er gerð grein fyrir nýjum og núverandi lóðum, byggingarreitum og samgöngumálum. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og fornleifaskýrslu liggur frammi í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga frá og með þriðjudeginum 2. maí til og með 14. júní 2017. Þá verður deiliskipulagstillagan aðgengileg á heimasíðu Húnaþings vestra: https://www.hunathing.is/is/thjonusta/skipu- lags-og-byggingarmal/deiliskipulag Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 14. júní 2017, til skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Húnaþing vestra, 29. apríl 2017. Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Oddeyri tillaga að rammahluta aðalskipulags Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu. Haldinn verður kynningarfundur í Oddeyrarskóla mánu- daginn 8. maí kl. 17:00. Íbúar og atvinnurekendur á svæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta. Tillaga að rammahlutanum er aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulags- stofnun, Borgartúni 7b, frá 26. apríl til 7. júní 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 7. júní og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Sviðsstjóri skipulagssviðs Dalvíkurbyggð Útboð – hádegisverður fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2017 - 2020 Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í skólum sveitarfélagsins frá og með skólaárinu 2017-2020. Um er að ræða grunnskólann á Dalvík samtals um 270 nemendur/starfsmenn og leik- og grunnskólann í Árskógi samtals um 46 nemendur/starfsmenn og leikskólann. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem afhent verða í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með þriðjudeginum 25. apríl gegn 3.500 króna gjaldi. Tilboðum skal skilað í Ráðhús Dalvíkurbyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 24. maí, kl. 12.45 og verða þau þá opnuð sama dag kl. 13:00 í fund- arsal á 3. hæð í Ráðhúsinu að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar Ráðhúsinu, 620 Dalvík. TIL SÖLU SLÁTTU- OG GARÐAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS Sláttu- og garðaþjónusta Suðurlands ehf sem er að hefja 25. starfsárið er til sölu - Samningar eru fyrir meirihluta tekna fyrirtækisins - Góð afkoma - Góð tækifæri til vaxtar Allar frekari upplýsingar veitir : Óskar Thorberg Traustason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali Fasteignasalan Bær, sími 659-2555 Netfang : oskar@fasteignasalan.is Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ. Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Hofslundur, Hörgslundur, Reynilundur, Heiðar- lundur, Furulundur, Espilundur,Grenilundur, Víðilundur, Einilundur, Hvannalundur, Skógar- lundur, Asparlundur Gígjulundur, Þrastarlundur, Hörpulundur og Efstilundur auk efsta hluta Hofstaðabrautar og Karlabrautar. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Lunda en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og skipulag leikskólalóðar Lundabóls. Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdráttum og í greinargerð. Forkynning stendur yfir til 1. júní 2017. Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla, fimmtudaginn 11. maí klukkan 17:00. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað. Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 1. júní 2017. Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar. GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI LUNDA FORKYNNING ATVINNUAUGLÝSINGAR 27 L AU G A R DAG U R 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -F 5 C 8 1 C C 2 -F 4 8 C 1 C C 2 -F 3 5 0 1 C C 2 -F 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.