Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 92
Vegirnir sjálfir eru
mismunandi, frá
malbikuðum hrauð-
brautum yfir í torsótta
fjallavegi og allt þar á
milli. Skellinöðrur og
vespur eru á hverju
götuhorni.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Eiríkur í Mai Chau dal, rétt fyrir utan Hanoi. Hann flaug þremur dögum fyrr út
til að undirbúa ferðina.
Einn hápunktur ferðarinnar var heimsókn í afskekktan skóla hátt uppi í
fjöllum Víetnams. Hópurinn gaf nemendum góðar og gagnlegar gjafir.
Dong Van var einn af eftirminnilegustu viðkomustöðum ferðarinnar.
Mótorhjólið er skemmtilegur fararskjóti þegar ferðast er víða í Asíu. Það þekkir
Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld
vel en hann hefur á undanförnum
árum ferðast um á mótorhjóli í
Kína, Myanmar og Taílandi. Hann
er nýlega kominn heim úr tíu daga
mótorhjólaferð frá Víetnam en þá
ferð skipulagði hann sjálfur í sam-
vinnu við ferðaskrifstofuna Farvel.
„Kynni mín af mótorhjólaferðum
um Asíu byrjuðu eftir að ég lauk
háskólanámi í sagnfræði en þá fór
ég til Víetnams með tveimur vinum
mínum. Við ákváðum að kaupa
okkur mótorhjól og tókum mánuð í
að hjóla frá norðri til suðurs.“
Rúmu ári síðar hélt hann til
Kína þar sem hann ferðaðist um á
mótorhjóli á þremur mánuðum um
Kína og Myanmar. „Þar uppgötvaði
ég fyrst fyrir alvöru mótorhjól sem
ferðamáta og vildi ólmur miðla
minni reynslu og upplifun með
ferðaþyrstum Íslendingum.“
Innsýn í daglegt líf
Ferðalag hópsins hófst í Hanoi,
höfuðborg Víetnams, eftir stutt
stopp í Bangkok. „Fyrsti dagurinn
fór í að slaka á, safna orku og skoða
Hanoi. Þar var nóg að sjá og skoða
enda er borgin virkilega lifandi og
skemmtileg. Degi síðar sóttum við
hjólin okkar sem eru af gerðinni
Honda 250crf en þau henta virki-
lega vel fyrir vegina og slóðirnar í
Norður-Víetnam.“
Í upphafi var tekinn tími til
að venjast hjólunum í Hanoi og
nágrenni, þá aðallega umferðinni
en hún er einstök í alla staði að sögn
Eiríks. „Næstu dagar fóru í að hjóla
um sveitir og þorp Norður-Víet-
nams, í gegnum hrísgrjónaakra og
skóga, alveg þangað til við komum
upp í fjöllin til Dong Van sem er bær
við landamæri Kína. Þar stoppuðum
við í tvo daga enda nauðsynlegt að
hlaða batteríin og slaka á eftir góða
keyrslu.“
Frítíminn var nýttur í að skoða
landslagið, þvælast um markaði og
borða nóg af dýrindis víetnömskum
mat og kaffi. „Endurnærðir héldum
við niður úr fjöllunum í átt að Ba
Be þjóðgarðinum sem er þekktur
fyrir að vera heimili margra mis-
munandi þjóðernishópa. Þar gistum
við í heimahúsi hjá fjölskyldu við
Ba Be vatn og var virkilega gaman
og áhugavert að fá innsýn í daglegt
líf heimamanna. Morgunninn var
tekinn eldsnemma, enda beið okkar
langur og taugatrekkjandi hjóla-
dagur inn í Hanoi aftur.“
Glaðir nemendur
Eiríkur segir aðstæður fyrir
mótorhjólafólk nokkuð góðar í
Víetnam að því leyti að landið býður
upp á hrikalega flottar og skemmti-
legar hjólaleiðir. „Í suðri er hlýtt
og rakt hitabeltisloftslag þar sem
kaffiakrar og strandlengjur fá að
njóta sín á meðan hrísgrjónaakrar
og fjallgarðar eru meira áberandi
í norðurhluta landsins. Vegirnir
sjálfir eru mismunandi, frá malbik-
uðum hraðbrautum yfir í torsótta
fjallvegi og allt þar á milli. Skelli-
nöðrur og vespur eru á hverju götu-
horni og eru aðal samgöngutækin
í Víetnam. Umferðin í borgunum
getur að því leyti verið fremur þung
þar sem rúmar 93 milljónir manna
búa í Víetnam og nánast allir eru á
vespum. Í sveitum landsins eru þó
aðstæður allt aðrar, minni umferð,
ferskt fjallaloft og framandi útsýni.“
Fyrir utan ferðalagið sjálft segir
Eiríkur að hápunktur ferðarinnar
hafi verið heimsókn í afskekktan
skóla hátt uppi í fjöllum Víetnams.
„Hópurinn tók sig til, keypti lita-
og stílabækur, penna, nammi og
fleira, útbjó litla poka og gaf öllum
nemendum skólans sem voru um 40
talsins. Það var virkilega áhugavert
að bera saman aðstöðu skólans við
það sem við þekkjum hér heima á
Íslandi. Hlutir líkt og stílabækur og
pennar eru sjaldséðir í sveitum Víet-
nams, þá sérstaklega í afskekktum
fjallabæjum, og úr varð hjartnæm
stund þegar við mættum á skóla-
tíma og afhentum gjafapokana.
Gleðin var mjög mikil, bæði hjá
krökkunum og okkur!“
Indland heimsótt næst
Næst á dagskrá hjá Eiríki er mótor-
hjólaferð um hæstu fjallvegi heims
á Indlandi. „Þá munum við fljúga til
Delhí og halda þaðan til Manali sem
er fjallabær í 2.000 metra hæð. Þar
munum við hoppa á hin fallegu og
sígildu Royal Enfield hjól og halda
upp í Kasmírhérað Indlands. Þetta
verður tólf daga ferð þar sem farið
verður í gegnum blómlega dali með
blaktandi bænaflöggum, hátt upp í
hlíðar Himalajafjalla. Hápunktur-
inn, bókstaflega, verður svo Khar-
dung La, margrómaður fjallvegur
í rúmlega 5.300 metra hæð, einn
hæsti vegur heims sem aðgengilegur
er mótorhjólum. Ég er sannfærður
um að þetta verður mögnuð ferð í
alla staði og upplifun sem hópurinn
mun seint gleyma.“
Á mótorhjólum um Víetnam
Eiríkur Viljar er nýlega kominn heim úr tíu daga mótorhjólareisu um Víet-
nam. Þar eru aðstæður almennt nokkuð góðar og útsýnið ægifagurt.
Margar bækur hafa verið skrifaðar
um ferðalög á mótorhjólum.
Margar bækur hafa verið skrifaðar um ferðalög á mótorhjólum. Hér eru
þrjár sem vert er að skoða áður
en haldið er af stað, nú eða bara
til að láta sig dreyma. Jupiter’s
Travel eftir Ted Simon sem fór í
heimsreisu á mótorhjóli snemma
á áttunda áratugnum. Hann fór til
meira en 45 landa á mótorhjóli og
endurtók síðan ferðina þegar hann
var orðinn sjötugur. Lýsingar hans
á ferðinni þykja einstaklega lifandi
og skemmtilegar. Long Way Round
eftir leikarana Ewan McGregor og
Charley Boorman en þeir fóru á
BMW-mótorhjólum frá London
til New York. Hvor um sig skrifaði
ferðasögu og er gaman að lesa um
skemmtilega karaktera sem þeir
hittu á leiðinni. Þeir fara ekki djúpt
í efnið en lesandinn finnur hversu
gaman þeir höfðu af ferðalaginu.
Mótorhjóladagbækurnar eftir
Ernesto „Che“ Guevara og Alberto
Granada um ferð þeirra um Suður-
Ameríku er löngu orðin klassík.
Við lestur hennar kemur fram
hvernig ferð á vegum úti getur
breytt fólki, ólíkt flugferðum. Þetta
er kraftmikil og skemmtileg bók.
Bækur um mótorhjólaferðalög
Sýningin verður haldin í Brákarey í Borgarnesi.
Mótorhjólaklúbburinn Raftar í Borgarnesi og Fornbíla-fjelag Borgarfjarðar standa
fyrir Bifhjóla- og fornbílasýningu
2017 í Brákarey í Borgarnesi laugar-
daginn 13. maí frá klukkan 13 til 17.
Ýmislegt skemmtilegt ber fyrir
augu gesta en aðgangur er ókeypis.
Haldið verður upp á 50 ára afmæli
Camaro, þá mætir Snigill númer
1, Hilmar Lúthersson, á staðinn og
haldin verður svifnökkvasýning.
Sýningin er ávallt vel sótt
Bifhjóla- og fornbílasýning í Brákarey
enda hafa bæði ungir og
aldnir gaman af því að skoða
falleg mótorhjól og glæsilega
fornbíla. Boðið verður upp á
kaffi- og vöfflusölu fyrir gesti
og gangandi.
Allir eru velkomnir.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
2
-E
6
F
8
1
C
C
2
-E
5
B
C
1
C
C
2
-E
4
8
0
1
C
C
2
-E
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K