Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 2
Slá í gegn
Þessir afar kátu menn fögnuðu því í gær að hafa slegið í gegn. Þó ekki sem rokkstjörnur eða Hollywood-leikarar heldur var gegnumslag í Vaðla-
heiðargöngum. Af tilefninu bauð Ósafl, verktakinn, til opins húss í Eyjafirði þar sem gestum var boðið að kynna sér framkvæmdirnar. Voru þær
Aníta Lind Björnsdóttir og Þórunn Arnardóttir fengnar til að leika heilaga Barböru, sem sögð er gæta jarðgangamanna. Fréttablaðið/auðunn
Veður
Suðaustanstrekkingur og skúrir
eða slydduél, en dálítil rigning eða
súld suðaustanlands. Yfirleitt bjart-
viðri á Norðurlandi. Fer að rigna
fyrir austan um kvöldið.
sjá síðu 48
Grand Indókína
Víetnam, Laos og Kambódía | 14.- 31. okt.
Verð frá: 655.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi.
Verð án Vildarpunkta: 665.900 kr.
Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Viðskipti Þorsteinn B. Friðriksson,
stofnandi Plain Vanilla, vinnur nú
að stofnun nýs fyrirtækis sem sam
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
mun starfa í leikjageiranum. Þor
steinn stofnaði Plain Vanilla árið
2010 en fyrirtækið þróaði meðal
annars leikinn vinsæla QuizUp.
„QuizUp var selt út til Banda
ríkjanna núna um áramótin og í
rauninni lauk mínum afskiptum af
QuizUp þá, það eru komnir nokkrir
mánuðir síðan og það er kannski
eðlilegt að maður sé að pæla í því
hvað næsta verkefni verði. Það
er rétt að ég er að skoða það, ég
ætla ekki að segja að það sé leikja
fyrirtæki, en við erum með ýmis
legt í bígerð sem við erum að skoða
núna,“ segir Þorsteinn.
Í apríl 2016 var greint frá því að
fjárfest hefði verið í Plain Vanilla
fyrir um fimm milljarða króna frá
stofnun þess. Fyrirtækið sendi svo
frá sér tilkynningu í lok ágúst á síð
asta ári þess efnis að skrifstofu þess
í Reykjavík yrði lokað. Öllum 36
starfsmönnum fyrirtækisins var sagt
upp. Ákvörðunin var tekin í kjölfar
þess að NBC hætti við framleiðslu á
þáttum byggðum á leiknum.
Samkvæmt heimildum Frétta
blaðsins hefur Þorsteinn tekið á
leigu húsnæði undir nýja fyrirtæk
ið á Laugavegi 26 en þar er meðal
annars til húsa auglýsingastofan
Jónsson & Le’macks. „Ég er ekki að
kaupa neina fasteign en við höfum
verið að leita að húsnæði undir
þetta nýja verkefni,“ segir hann.
Þorsteinn segist ekki að svo
stöddu geta sagt meira um verk
efnið eða hverjir standi að því með
honum. En samkvæmt heimildum
eru það meðal annars Gunnar
Hólmsteinn Guðmundsson, sem var
starfsmannastjóri (COO) hjá Plain
Vanilla, og Ýmir Finnbogason, sem
var fjármálastjóri hjá Plain Vanilla.
„Ég er búinn að taka mér ágætis
frí eftir rússíbanann í kringum
QuizUp, ég er bara aðeins að skoða
nokkur tækifæri og meta það. Það
er skemmtilegt. Skemmtilegasti
hlutinn í þessu frumkvöðlastarfi er
að kasta fram hugmyndum og pæla
í hvernig sé hægt að búa til verð
mæti,“ segir Þorsteinn.
saeunn@frettabladid.is
Nýtt leikjafyrirtæki
Þorsteins í QuizUp
Þorsteinn ætlar að stofna fyrirtæki með samstarfsmönnum úr Quizup, Gunn-
ari Hólmsteini Guðmundssyni og Ými Finnbogasyni. Fréttablaðið/VilHelm
Það er kannski
eðlilegt að maður sé
að pæla í því hvað næsta
verkefni verði.
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi
Plain Vanilla
Þetta hefði alveg
mátt fara aðeins
öðruvísi.
Hreimur Örn
Heimisson,
söngvari
Þorsteinn B. Friðriksson,
stofnandi Plain Vanilla,
vinnur að stofnun nýs
fyrirtækis. Fyrirtæki
hans QuizUp var selt
til Bandaríkjanna um
áramótin. Samkvæmt
heimildum mun nýja
fyrirtækið einnig starfa í
leikjageiranum.
7,5
milljónir dollara var kaup-
verð Glu Mobile á QuizUp.
DANMÖRk Danska ríkisstjórnin
hyggst koma til móts við for
eldra sem báðir vinna vaktavinnu.
Vinnutími fólks sem vinnur slíka
vinnu stangast oft á við þann tíma
sem leikskólar og aðrar gerðir dag
vistunarúrræða fyrir börn eru opin
á daginn.
Af þeim ástæðum leggja dönsk
stjórnvöld til að foreldrar í vakta
vinnu og einstæðir foreldrar fái
sérstakan fjárhagsstuðning frá
hinu opinbera til þess að geta greitt
ömmum eða barnapíum fyrir gæslu
barnanna þegar dagvistunarstofn
anir hafa lokað á daginn.
Talsmaður Jafnaðarmannaflokks
ins þar í landi vill heldur að kjarna
starfsemin verði styrkt þannig að
stofnanirnar geti betur komið til
móts við þarfir foreldranna.
– ibs
Ömmu verði
borgað fyrir
barnagæsluna
slys „Maður kallar ekki allt ömmu
sína en ég var bara virkilega hrædd
ur,“ segir Hreimur Örn Heimisson
söngvari sem var farþegi í vél Prim
era Air sem rann út af flugbraut á
Keflavíkurflugvelli í gær.
Hreimur segir flugið hafa verið
eins og hvert annað flug framan af.
„Þegar okkur finnst við vera að fara
að snerta brautina þá rífur vélina
upp. Flugmaðurinn hætti sem sagt
við og tók annan hring,“ segir hann.
„Sá hringur var ekki nógu góður.
Það sátu allir uppspenntir og það
heyrðist ekkert. Það var ekkert til
kynnt,“ segir Hreimur enn fremur.
Hreimur segist hafa fundið það
mjög vel þegar vélin lenti loks að
hún var á of miklum hraða. „Ég
fann það sjálfur að ég spenntist
alveg upp og við Vignir Snær Vig
fússon sem sátum hlið við hlið
vorum komnir í stellingar og til
búnir að kljást við höggið.“
Enn fremur segist Hreimur halda
að mjög litlu hafi munað að hræði
lega hafi farið.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga
fulltrúi ISAVIA, segir Rannsóknar
nefnd samgönguslysa nú rannsaka
málið. „Þeir eru búnir að vera að
taka viðtöl við áhöfn, að mér skilst.
Svo verða allar upplýsingar skoð
aðar. Ástand á braut, flugriti og allt
það.“ – þea
Var tilbúinn
að kljást við
höggið
2 9 . A p R í l 2 0 1 7 l A u G A R D A G u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t A B l A ð i ð
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
2
-7
5
6
8
1
C
C
2
-7
4
2
C
1
C
C
2
-7
2
F
0
1
C
C
2
-7
1
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K