Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 76
 28 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 LAUGARDAGUR Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki Nýlega voru gerðar breytingar á reglum sjóðsins sem fela í sér að nú verða einnig styrkhæf flug sem koma erlendis frá en eru með beinum tengingum við önnur millilandaflug á öðrum flugvelli á Íslandi. Þannig geta flug t.d. sem millilenda á Keflavíkur­ flugvelli en halda síðan áfram til Akureyrarflugvall­ ar eða Egilsstaðaflug vallar fengið styrk. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sjóðsins en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á anr.is og með því að senda fyrirspurn á postur@anr.is Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017. Umsóknum skal skilað rafrænt á sérstöku umsóknar­ eyðublaði til atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytis­ ins á netfangið postur@anr.is. Umsókn í markaðsþróunardeild skal fylgja lýsing á fyrirhuguðum markaðsaðgerðum. ÞROTABÚ Til sölu er lager úr þrotabúi fata- og snyrtivöruverslunar Nánari upplýsingar veitir Kristján Baldursson hdl., skiptastjóri í síma 867-3040. Auglýsing frá velferðarráðuneytinu Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið. Um er að ræða seinni úthlutun styrkja á þessu ári. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 15. maí 2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar. Jafnframt er vakin athygli á því að þeir aðilar sem sóttu um innan tilskilins tímafrests við síðustu úthlutun, þ.e. 9. janúar 2017, koma ekki til álita við þessa úthlutun. Reglur um úthlutun styrkja sem félags- og jafnréttismálaráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju sinni er að finna á vefsíðu velferðarráðuneytisins (www.vel.is). Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má m.a. veita til verkefna sem felast í því að: a. Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi. b. Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. c. Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf. Veittir eru styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem eiga að: a. Efla svæðisbundið samráð á sviði aðgerða gegn ofbeldi og afleiðingum þess, sbr. samstarfsyfirlýsingu fjögurra ráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess (sjá nánari upplýsingar í auglýsingu á vef ráðuneytisins). b. Draga úr fátækt og félagslegum afleiðingum fátæktar. Ekki eru veittir styrkir eingöngu til rekstrar. Með rekstri er m.a. átt við rekstur skrifstofu, þ.m.t. greiðslu húsaleigu. Mat á umsóknum Starfshópur metur styrkhæfi umsókna og gildi þeirra fyrir málefnasvið ráðuneytisins. Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á: a. Gildi og mikilvægi verkefnis fyrir viðkomandi málaflokk. b. Að umsækjanda muni takast að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. c. Að verkefnið sé byggt á faglegum grunni. d. Að gerð sé grein fyrir því í umsókn hvernig staðið skuli að mati á árangri. e. Fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis. Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is) Innskráning á mínar síður – þrjár leiðir: 1. Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef Island.is. 2. Auðkenning með Íslykli á vef Island.is. 3. Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð. Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann flipann Innskráning og skráir sig inn með einhverri ofangreindra aðferða. Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Athugið að merkja við velferðarráðuneytið. Þar undir er umsóknareyðublaðið Styrkur af safnliðum fjárlaga 2017 – félagsmál. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á vef ráðuneytisins. Vakin er athygli á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttum velferðarráðuneytisins og fá reglulega fréttir og tilkynningar þaðan. Reykjavík, 29. apríl 2017 Gott skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við ofanverðan Bíldshöfða. Húsnæðið skiptist í opið rými og móttöku, auk fjögurra stórra skrifstofuherbergja, sem hvert um sig rúmar 2-3 vinnustöðvar. Sameiginlegar snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. innheimtist ekki af leigunni og hentar húsnæðið því vel aðilum sem eru í vsk. lausri starfsemi. Beiðni um frekari upplýsingar sendist í tölvupósti til dogdleiga@gmail.com. Til sölu: Hárgreiðslustofan Ópus, Hveragerði Til sölu rekstur hárgreiðslustofunnar Ópus í Hveragerði sem er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki og alltaf verið í eign sömu eiganda. Öll tæki og tól fylgja með í sölunni en stofan er í leiguhúsnæði og eina stofan í Hveragerði. Kjörið tækifæri að stofna sitt eigið fyrirtæki sem fæst á góðu verði ef samið er fljótt. Upplýsingar í síma 8574400 -Árni. Kerfisáætlun Landsnets 2017-2026 Auglýsing um matslýsingu Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfis- mat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með matslýsingu áætlunarinnar með von um að flestir kynni sér efni hennar. Í matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir: - Meginforsendum kerfisáætlunar. - Efnistökum umhverfisskýrslu. - Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar. - Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum. - Valkostum til skoðunar. - Gögnum sem lögð verða til grundvallar. - Matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa. Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins, www.landsnet.is. Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. maí 2017. 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -F 0 D 8 1 C C 2 -E F 9 C 1 C C 2 -E E 6 0 1 C C 2 -E D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.