Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 34
Samhent fjölskylda á ferð og flugi gífurlegt álag. Það kemur auð- vitað upp núningur eins og gerist á öllum heimilum og vinnustöðum og þá var ekki hægt að hlaupa neitt í burtu, sérstaklega ekki á siglingu. En við pössuðum sérstaklega vel að láta siglingarnar ganga og vorum í raun ansi góð saman. En það voru erfið tímabil sem ég man eftir, þá saknaði ég þess að hafa ekki vinkonur mínar að spjalla við eða að geta skellt hurð en það var ekki ein einasta hurð á skútinni sem var hægt að skella. Það var í mesta lagi hægt að rjúka fram í stefni og sitja þar í fýlu og láta rjúka úr sér. Og svo þegar við ætluðum að taka út fýluna þegar við komum í höfn þá var svo gaman hjá okkur að það bara gleymdist.“ Unnur hugsar til þessa tíma með væntumþykju og segir að eflaust hafi hún búið að þessari reynslu alla tíð síðan. „Ég svona ímynda mér að þetta hafi gert mig víðsýnni og útsjónarsama. Þetta var dýrmætt tækifæri að kynnast öllum þessum ólíku menningarheimum og svo hef ég átta að mig á því í seinni tíð hvað það var dýrmætt að vera á þessu ferðalagi rétt áður en tæknibyltingin skall á. Þannig að við náðum því að stimpla okkur út og vera á eigin for- sendum. Maður sendi bara póstkort og skrifaði bréf og þannig hélt maður sambandi við fjölskylduna. Ég átti í miklum bréfaskiptum við Elísabetu systur mína og við eigum mikið bréfasafn sem er mér mjög dýrmætt. Það var svona kveikjan að því að ég fór að skrifa og halda dagbók sem leiddi svo til þess að við Þorbjörn skrifuðum bók um ferðina. Þannig hófst minn rithöfundarferill.“ Heimkomublús Unnur neitar ekki að rithöfundurinn hafi alltaf blundað í henni. „Ég var oft spurð að því hvort ég ætlaði ekki að verða rithöfundur eins og pabbi og afi. Einhvers staðar fékk ég þá trú á þeirri vegferð að ef allt brygðist þá gæti ég bara orðið rithöfundur,“ segir Unnur og brosir. „Það væri enginn vandi. Svona ef það verður ekkert úr þér geturðu bara orðið rit- höfundur. En svo er þetta bara alveg rosaleg vinna og alls ekki eins einfalt og margur heldur en þetta er einhver þörf. Eitthvað sem þrýstir á innra með manni að vera að skrifa.“ Unnur segir að eftir heimkomuna hafi komið tímabil sem er víst öllum heimssiglurum bæði kunnugt og erfitt. „Það er allt annað en auðvelt að aðlagast venjulegu lífi aftur. Að setjast niður á sama stað, mæta í vinnu og allt þetta. Ég fékk vinnu á hóteli og þar mátti ég gjöra svo vel að láta mér nægja að horfa á aðra ferða- langa en komast ekkert sjálf. Eftir nokkurn tíma ákvað ég að skella í Unnur í fallega húsinu við Elliðavatn þar sem hún hefur búið í bráðum tuttugu ár. Fréttablaðið/ StEFán aðra Kríubók og hana skrifaði ég ein. En á þessum tíma eiginlega bara dó hjónabandið okkar í þessum heim- komublús. En við höfum alltaf haldið vinskap, jafnvel enn meira eftir að við skildum, eflaust í þeirri vissu að við deildum reynslu sem enginn annar skildi og það er alltaf mjög hlýtt á milli okkar. Á þessum tíma flutti ég hingað upp að Elliðavatni og núna hef ég verið hér í bráðum tuttugu ár.“ Dóttirin breytti lífinu Unnur tók þátt í að byggja upp Íslenska erfðagreiningu og vann þar á upphafsárum fyrirtækisins þegar vöxturinn var mikill og ör. Eftir að hafa starfað þar í ein fjögur ár þá tók hún ákvörðun um að einbeita sér að því að skrifa sem hún og gerði með góðum árangri en á þeim tíma ákvað hún að ættleiða barn frá Kína. „Það er dóttir mín og hún er orðin fjórtán ára. Ég sótti hana til Kína árið 2003 en þá var nýbúið að breyta lögunum þannig að einstæðir gátu sótt um. Mér hafði ekki tekist að eignast barn og var komin yfir sorgina af því og búin að ákveða að ég gæti lifað góðu og skemmtilegu lífi ein. En svo heyri ég af þessum möguleika og var hvött áfram af vinum mínum Guðmundi Andra og Ingibjörgu og þá ákvað ég að sækja um. Eftir tveggja ára umsóknarferli og bið fæ ég loksins boð um að ég megi fara í hópi þrjú til Kína. Þá var alltaf send ein ein- stæð kona með hverjum hópi. Það gekk á ýmsu í þessu ferðalagi sem ég á eftir að segja frá og þetta er gott bókarefni.“ Unnur segir að það hafi breytt lífi hennar mikið að eignast dóttur. „Já, í fyrsta lagi komst meiri regla á hvers- dagsleikann, ég breyttist úr c-mann- eskju í a-manneskju og uppgötvaði svona hluti eins og fasta matmáls- tíma en í raun er dóttir mín búin að kenna mér ansi margt. Þetta hefur gefið mér dásamlegt jafnvægi í lífið að ónefndri þeirri miklu gjöf sem allir foreldrar þekkja; að fá að ala upp barn. Kannski kann maður enn betur að meta það þegar maður hefur þráð það lengi og er orðin svona fullorðin. Þá hefur maður tíma til þess að gefa sig allan í það. Þetta sé ég líka innan þess góða ættleiðingasamfélags sem við tilheyrum þar sem fólk nýtur þess að vera í þessu hlutverki.“ Unnur segir að hún hafi haldið góðu sambandi við það fólk sem hún fór með til Kína og að þau líti á sig sem fjölskyldu. „Við erum Kínafjöl- skyldan og þær eru Kínasysturnar. Við hittumst reglulega, förum í bústað saman og svona en núna eru þær orðnar það gamlar að þær sjá um þetta sjálfar að miklu leyti. Á milli þeirri ríkja sérstök tengsl og mikil væntumþykja sem er mjög dýr- mætt því þær deila upphafi og það er gott að eiga það með öðrum.“ líffræðingur og bók „Nokkrum árum seinna vorum við dóttir mín svo lánsamar að við eign- uðumst mann og pabba. Við Árni kynntumst 2005 og við búum hérna þrjú saman í sælunni við Ellivatnið og fyrir norðan á sumrin.“ Árni er líffræðingur og doktor í húsöndinni og Unnur segir að hann hafi verið viðloðandi rann- sóknastöðina á Mývatni í fjörutíu ár en hann er þar forstöðumaður um þessar mundir. „Þetta er hans ævistarf og ástríða. Hann er sannur náttúrufræðingur í húð og hár. Allt í náttúrunni vekur áhuga hans og við mæðgur gerum stundum grín að honum þegar við erum á ferða- lögum og förum kannski á listasafn, því þá finnur hann kannski tjörn fyrir utan og er þar á fjórum fótum að skoða lífríkið. En svo er hann eins og náttúrufræðingarnir voru oft í gamla daga svona laumulista- maður. Þeir horfa svo mikið og fara að teikna t.d. fuglana og skilja þá svo vel. Þannig að hann gerði allar þessar dásamlegu myndir sem eru í bókinni minni um Mývatn. Mér fannst líka felast stórkostlegt tækifæri í því að fá að skrifa um náttúruna í gegnum Árna og fleiri snjalla vísindamenn á Mývatni.“ Unnur segir að ástæðan fyrir því að hún hafi valið að skrifa þessa bók um undur Mývatns sé hversu fáir viti raunverulega hvað við eigum þarna. „Þegar Árni er að segja mér frá lífi húsandarunganna eða ástalífi andanna og æviferli flugnanna, öllu þessu sem er til í fræðigreinum, þá langaði mig til þess að miðla þessu eins og hverri annarri ævisögu til hins almenna lesanda. Að auki stöndum við í harðri baráttu fyrir náttúrunni og það hlýtur að hjálpa að sem flestir fái vitneskju, fróðleik og ást á náttúrunni. Að opna augu fólks fyrir lífríkinu er leið til þess og það sem ég er að reyna að gera með þessari bók. Öflin sem vilja virkja og gera eitthvað við náttúruna á Íslandi eru ótrúlega sterk, frek og mikil. Það er furðulegt að enn skuli vera fólk sem neitar loftslagsáhrifum eða sér ekki að þetta er ekki bara eitthvert væmið sjónarmið að heillast af elsku náttúrunni. Þetta er staðurinn sem við búum á og við höfum engan annan hnött. Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða.“ ↣ Unnur, alda, tóta og heimilishundurinn Karri við veiðar í Mývatni eitt sumar fyrir löngu. tóta heitir fullu nafni thorunn Magnúsdóttir og er bróður- dóttir Unnar. Unnur og faðir hennar, Jökull Jakobsson leikrita- skáld, um 1972. Unnur og alda á Sikiley um páskana 2017. Unnur og árni við fuglatalningar á Mývatni. alda passar sig á að hafa eitthvað með að lesa þegar hún fer með, þarna er það Harry Potter. Þetta hefur gefið mér dásamlegt jafnvægi í lífið að ónefndri Þeirri miklu gjöf sem allir foreldrar Þekkja; að fá að ala upp barn. 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -C 4 6 8 1 C C 2 -C 3 2 C 1 C C 2 -C 1 F 0 1 C C 2 -C 0 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.