Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 86
Það sem heillar mig
við Dio er hvað
hann hafði svakalegt vald
á röddinni. Ólíkt flestum
„hetju“söngvurum liggur
hans raddsvið 100% þar
sem hann syngur.
Ronnie James Dio söng m.a. með Rainbow, Black Sabbath og sveit sinni Dio. Hér er hann á tónleikum með Heaven and
Hell árið 2007 en þá sveit skipuðu þáverandi og fyrrverandi meðlimir Black Sabbath.MYND/NORDIC PHOTOS GETTY
Sveitin inniheldur f.v.: Stefán, Hauk, Hans Friðrik, Hörð og og Sumarliða.
Tónleikar til heiðurs rokk-söngvaranum þekkta Ronnie James Dio voru haldnir á
Græna hattinum á Akureyri í gær
og verða haldnir aftur á Hard Rock
Café í Reykjavík kvöld. Dio, sem
lést í maí 2010, þá 67 ára gamall,
var einn vinsælasti rokksöngvari
sinnar kynslóðar og var m.a. með-
limur í Rainbow, Black Sabbath og
eigin sveit sem bar nafnið Dio.
Það er Stefán Jakobsson,
söngvari rokksveitarinnar Dimmu,
sem bregður sér í hlutverk Ronnie
James Dio á hvorum tveggja tón-
leikunum en hann var ellefu ára
gamall þegar hann heyrði fyrst
kraftmikla rödd söngvarans. „Þetta
var lagið Holy Diver með Dio sem
ég heyrði fyrst á skólaballi. Maður
var auðvitað á hámarki ævintýra-
mennskunar og þótti þetta vera
það allra þyngsta og flottasta sem
inn fyrir hlustirnar hafði farið.“
Auk Stefáns skipa sveitina þétt
sveit Norðanmanna, þeir Hörður
Halldórsson gítarleikari, Sumarliði
Helgason bassaleikari, Hans Frið-
rik sem spilar á orgel og hammond
og Haukur Pálmason trommu-
leikari.
Það voru Stefán og Hörður sem
fengu hugmyndina að heiðurstón-
leikunum. „Við höfðum báðir verið
að hugsa um að heiðra Dio eftir lát
hans. Síðan hittumst við fyrir til-
viljun, ræddum hugmyndina og þá
fór boltinn að rúlla af stað.“
Hafði mikil áhrif
Á nokkurra áratuga ferli hans seldu
sveitir hans milljónir platna og
rödd hans, textagerð og framkoma
hafði mikil áhrif á aðdáendur hans
og aðra tónlistarmenn. „Það sem
heillar mig við Dio er hvað hann
hafði svakalegt vald á röddinni.
Ólíkt flestum „hetju“söngvurum
liggur hans raddsvið 100% þar sem
hann syngur, svo þetta vellur upp
úr honum með lítilli áreynslu. Dio
var enn að bæta sig fram til dauða-
dags, sem er þveröfugt við alla aðra
söngvara úr sama geira. Sjálfur
heillaðist ég fyrst af plötunni Holy
Diver sem kom út árið 1983 og
finnst hún alltaf standa upp úr.
Annars er þetta allt helvíti gott
bara og vonlaust að velja eitthvað
eitt fram yfir annað.“
Lagalistinn verður fjölbreyttur
að sögn Stefáns þar sem leitast
er við að gera ferli hans sem best
skil. „Það er auðvitað ekki auðvelt
þegar listinn er eins langur og
raun ber vitni en við teljum okkur
þó vera með gott úrval bestu laga
hans. Þar má m.a. nefna lög eins
og Stargazer, Heaven and Hell,
Rainbow in the Dark og Holy
Diver ásamt síðasta laginu sem Dio
tók upp áður en hann lést. Þetta
verður alger sturlun!“
Tónleikarnir í kvöld á Hard Rock
Café hefjast kl. 22. Miðasala fer
fram á Tix.is.
Goðið heiðrað
Rokksöngvarinn Ronnie James Dio seldi milljónir platna á rúmlega hálfrar aldar
ferli. Seinni tónleikarnir honum til heiðurs verða á á Hard Rock Café í kvöld.
ÓMAR ÚLFUR
BESTA ROKKIÐ Á EINUM STAÐ
ALLA VIRKA DAGA 12:00 - 16:00
AKRABORGIN
ROKK OG SPORT
ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00
HJÖRTUR HJARTAR
HARMAGEDDON
FROSTI OG MÁNI
TRÚIÐ, HLUSTIÐ, HLÝÐIÐ
ALLA VIRKA DAGA 09:00 - 12:00
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . a p R í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
2
-E
B
E
8
1
C
C
2
-E
A
A
C
1
C
C
2
-E
9
7
0
1
C
C
2
-E
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K