Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 25
17
leg. Þama sannaðist enn einu sinni að í þessum bransa eru ekki til neinar töfralausnir. Menn
þurfa að vinna sína heimavinnu ef þeir ætla að ná árangri.
Til að kælt dilkakjöt geti náð verulegri hlutdeild á innanlandsmarkaði þurfa allir aðilar
málsins að vinna saman. Nota ætti hluta þeirra peninga sem nú fara í að losna við umfram-
birgðir til að byggja upp markað ffamtíðarinnar, sem er innanlandsmarkaðurinn fyrir kælt
kjöt. Hér að framan var sagt frá framleiðslutilraunum sem tengjast lengingu sláturtíðar og
framboði á lambakjötí utan hefðbundinnar sláturtíðar. Þar er starfið hafið. En öll vöruþróun,
markaðssetning og kynning er að mestu óunnin. Þróun í kjötiðnaði á síðstu árum leyfir þó
ekki nema hóflega bjartsýni um að það takist.
Hefðbundnar smásöluvörur úr dilkakjötí eru stykki í loftdregnum umbúðum, frosin eða
kæld, sneiðar í loftskiptum umbúðum, frosnar og filmupakkaðar sneiðar, kældar. Allar þessar
vörur eru með fitu og beinum og í sumum tilfellum dugar ein pakkning í matínn fyrir 6-8
manns. Þetta stingur mjög í stúf við þróunina í nágrannalöndunum þar sem fjölskyldustærð,
þægindi, hollustu og fljótleg matreiðsla skipta mestu máli í pökkun á kjöti í neytenda-
umbúðir. Þar er því áherslan lögð á beinlausar fitusnyrtar vörur.
Mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa reynt nýjar leiðir við úrvinnslu á dilkaskrokkum.
Þar má nefna að Gunnar Páll Ingólfsson var mjög ötull við að kynna bandarískar leiðir við
úrvinnslu og hafa nokkrar af hans hugmyndum náð inn á markaðinn, hann var einnig frum-
kvöðull að þurrkrydduðu kjöti og tók einnig þátt í tilraunum með brytjun á dilkakjöti í
sláturtíð.
Arið 1991 lét svo Samstarfshópur um sölu á lambakjöti til sín taka á þessu sviði. Leitað
var eftir upplýsingum frá Meat and Livestock Commission í Englandi en þar hafði um
nokkurra ára skeið verið í gangi átak um sölu á kældu lambakjöti. Skipulagt var fyrir hópinn
tveggja daga námskeið með fyrirlestrum, sýnikennslu og heimsóknum í sláturhús, pökkunar-
stöðvar og stórmarkaði. Af einhverjum ástæðum komu fulltrúar kjötiðnaðarins í hópnum ekki
með í þessa ferð. I ferðinni fengust mjög góðar upplýsingar um markaðsetningu, kynningar-
átak, vöruþróun og gæðastýringu. í framhaldi af þessari heimsókn voru haldin tvö námskeið
á íslandi um vörunýungar og framsetningu á kjötí í kjötborð og fengnir til þess hollenskir
kennarar sem unnið höfðu með Bretunum að þessum málum. Seinna var svo gerð úttekt fyrir
samstarfshópinn um sölu á fersku lambakjöti. Bent var á hvaða vandamál þyrfti að leysa
varðandi kælingu og hreinlæti og hvemig nýta mætti B og C skrokka í því sambandi. Áhugi
vinnslustöðva á að skoða þessi mál á vettvangi Samstarfshóps um sölu á lambakjöti er enginn
enda skammtímavandamálin yfirþyrmandi og þannig standa málin enn í dag.
Endurmótað kjöt
Á síðustu þremur ámm hefur verið unnið að þróun á svokölluðu endurmótuðu kjöti. Tilgang-
urinn með verkefninu var að þróa beinlausa og fitulitla vöm úr dilkakjöti, vöru sem væri fersk,
fljótlöguð og hentug fyrir veitingahús, mötuneyti og til framleiðslu á hraðréttum. Tekist hefur