Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 102
94
o.fl., 1974). Komið hefur í ljós að hlutföll á milli vöðvagerða hjá hinum ýmsu hestakynjum er
stýrt af erfðum, en þjálfun og álag hefur einnig nokkur áhrif. Miðað við langvarandi aðlögun
íslenska hestsins að náttúrunni má geta sér þess til að stór hluti vöðvanna séu þolvöðvar þar
sem hestarnir þurfa á niðurbroti með súrefni að halda. Nýlegar athuganir á vöðvasamsetningu
íslenskra hesta benda þó til að svo sé ekki. Þannig reyndist 21,7% vera þolvöðvar (Henckel
o.fl., 1993). Samsvarandi tölur fyrir brokkhesta á Norðurlöndum er ca. 25%. Ef tilgáta Jeffcott
og Field (1985) er rétt, þ.e. um insúlínónæmi vefja, gæti aðlögunarhæfnin m.a. legið í því að
rneira sé um fitu í fituvefjum og vöðvum hjá minni hestakynjum en hjá þeim stærri, sem þannig
gerði þeim betur kleift að aðlaga sig harðri náttúrunni.
Þegar kemur að þjálfun og notkun íslenskra hesta við íslenskar aðstæður er vxsindaleg
þekking okkar engin. Væntanlega mun úr þessu bætt með fjölgun reið- og tamningamanna og
vaxandi áherslu búnaðarskólanna á hestamennsku og allt sem að henni snýr.
Þekking okkar á kerfisbundinni þjálfun er frekar lítil og áhrifa þjálfunar á vöðva- og
beinabyggingu íslenska hestsins.
í ráðstefnunni komu fram nokkuð athygliverðar niðurstöður um þjálfun sem vert er að
gefa gaum. Fram kom mismunur á milli tveggja hópa brokkhesta eftir því hvenær var byijað á
þjálfa þá. Þannig höfðu hestar sem byijað var að þjálfa 36 mánaða ekki náð sama þjálfúnarstigi
5 vetra og hestar sem byijað var að þjálfa 18 mánaða (Roneus o.fl., 1992). Ekki er tekið tillit
til þroska beina eða liða í þessu tilfelli, en kvillar tengdir beinum og liðum eru tíðir hjá þessum
hestum. Hér á landi telja ýmsir að við byijum of snemma að leggja hart að hestunum, m.a.
vegna útbreiðslu spatts (Helgi Sigurðsson, 1991), en með niðurstöður Svíanna í huga verðum
við að spyrja okkur hvort útivera trippa sé nægjanleg þjálfún fyrir vöðvana.
Og í ffamhaldi af því hvað er meint með þjálfun. Alla vega er hæpið að við byijum að
þjálfa hestana 2 vetra eins og kom fram á ráðstefnunni (Lándholm, 1993).
Notkun hesta í kulda
Á Norðurlöndum ffesta menn keppni á brokkhestum fari hitastigið niður í -20-25°C.
Líffræðilegar rannsóknir á hestum við -17°C og -25°C, þar sem hestamir voru látnir hlaupa á
rúllubretti í kuldaklefa, sýndu að álagið hafði lítil áhrif á hestana (Dahl o.fl., 1986). Engin
merki um vanlíðan eða sjúkdóm sáust. Öndunartíðni í hvíld, f byijun notkunar og að loknu
erfiði minnkaði við -25°C.
Engin munur var á getu hestanna við -17°C og -25°C. Niðurstöðumar benda til að hægt
sé að þjálfa hesta í mun kaldara umhveifi en við geram okkur grein fyrir. Ef til vill er kuldinn
óþægilegri fyrir knapann en hestinn.
LOKAORÐ
Það má öllum vera ljóst að hestar á norðlægum slóðum hafa aðlagað sig þeim aðstæðum sem
þeir lifa við. Hins vegar verðum við að sjá þeim fyrir nægjanlegri fæðu og skjóli. Aukin