Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 114
106
New Forest hestar sem eru afar knáir og traustir víðavangshlaupahestar eiga sér afar
sérstæða ræktunarsögu sem ekki verður rakin hér en ræktun á víðavangshlaupahestum og
veiðihestum er ekki mikið stunduð á Norðurlöndum.
Dráttarklárar mega muna fífil sinn fegri en þó eru ýrnis dráttarhestakyn enn þá til á
Norðurlöndum og væri sjónarsviptir ef þau hyrfu. Tröllauknastir eru belgísku og jósku
dráttarhestarnir og Ardenahesturinn sem ræktaður var hvað mest í Svíþjóð af Norðurlönd-
unum. Þessir hestar eru holdgervingar aflsins og festunnar. Jóski dráttarhesturinn er auð-
þekktur af miklu hófskeggi er prýðir fætur hans og minnast margir þess að jósku dráttar-
hestarnir voru notaðir til að draga ölvagna um götur Kaupmannahafnar. Þá eru til ýmiss léttari
og smærri dráttarhestakyn svo sem Haflinger hestar eða þá "fjölhæf' vinnuhestakyn t.d.
Norðurlandshestar.
í Noregi hefur verið ræktað upp piýðisgott brokkhestakyn, Norðumorska brokkhestinn,
úr einni ættlínu Dalahestsins. Dalahesturinn á sér töluvert merka ræktunarsögu og er hér um
að ræða "alhliða” brúkunarhest. Norðurnorski brokkhesturinn hefur mikið verið notaður til
kynbóta við ræktun Norðursœnska brokkhestsins og eru þeir reyndar báðir kallaðir Norður-
landsbrokkarar í töflunum hér að framan.
í sambandi við "fjölhæf' vinnuhestakyn má einnig geta Fjarðarhestsins og Finnlands-
hestsins. Þá eru Connemara hestar sem eru frskir að uppruna, töluvert sérstakir í sinni röð,
þeir eru fremur smávaxnir en hafa náð töluverðum vinsældum sem keppnishestar, einkum þó
fyrir unglinga.
íslenski hesturinn nýtur síðan sívaxandi vinsælda sem reið- og keppnishestur á Norður-
löndum og er óþarft að ræða það firekar hér.
Eiginleg smáhestakyn eru ýmis til á Norðurlöndum. Smæstir eru Hjaltlandshestarnir þá
má og geta velskra smáhesta og Gotlandshesta.
Félagskerfið í hrossarœktinni á Norðurlöndum
Á Norðurlöndunum öllum eru starfræktar ræktunarskrifstofur sem hafa með ýmsa þætti
hrossakynbótastarfsins að gera, s.s. skýrsluhald, útgáfustarf og fleira en ræktunarfélög hinna
ýmsu hrossakynja hafa verulega mikið að segja um ffamkvæmd kynbótastarfs í hveiju kyni
fyrir sig. Ræktunarskrifstofumar voru allar stofnsettar nú síðustu áratugina; 1971 í Danmörku,
1973 í Finnlandi, 1985 í Svíþjóð og 1991 í Noregi. Áður en ræktunarskrifstofumar tóku til
starfa var ræktunarstarfmu stjómað fyrst og fremst frá landbúnaðarráðuneytum landanna þar
sem landsráðunautamir sátu. Ræktunarskrifstofumar, í sumum landanna allavega, hafa
sérfræðinga í starfi sem veitt geta fjölþætta ráðgjöf. Ræktunarfélögin sum hver hafa öfluga
starfsemi á sínum snæmm; skýrsluhald, útgáfustarf og fleira og njóta sérfræðilegrar aðstoðar
háskólastofnanna og sérfræðinga enda var hlutverk landbúnaðarháskóla sumra landanna aukið
hvað hrossaræktina varðar þegar embætti landsráðnautanna í hrossarækt vom lögð niður eða
flutt úr landbúnaðarráðuneytunum. Félag ræktenda veðreiðabrokkhesta í Svíþjóð er dæmi um