Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 177
169
HVAÐ ER í BOÐI?
í íslenskri ferðaþjónustu hefur verið stefnt að því að auka afþreyingu fyrir ferðamenn því það
er Ijóst að það gefur af sér meiri tekjur en eingöngu náttúruskoðun. Eg vil nefha nokkur dæmi
um afþreyingu sem nú er í boði: bátsferðir um Breiðafjörð, út í Vigur, í Drangey og að
Dyrhólaey. Útsýnisflug þar sem flogið er yfir eldfjöll og jökla og hestaferðir í eina klukku-
stund eða marga daga. Hægt er að komast á vélsleða á flesta jökla landsins og í jeppaferðir.
Minjasöfn eru víða um land og einnig golfvellir. Þá má nefna hjólatúra, skíðaferðir, bátaleigu
og alls konar veiði. Sundlaugamar þarf varla að nefha en þær hafa alveg gífurlegt aðdráttarafl
og vill landinn helst prófa nýja daglega eða stinga sér í þá sömu oft á dag.
Einstakir atburðir hafa aðdráttarafl þótt mismikið sé og á ég þá við listsýningar, úti-
markaði, leikhús og tónleika. Tískusýrungar, útihátíðir, bridsmót, skákmót, ættarmót og
íþróttamót eru allt atburðir sem draga að. Til að mynda gera sér margir ferð til Egilsstaða alls
staðar af landinu til að taka þátt í maraþoninu sem þar er haldið. Það er mjög mikilvægt að í
hveiju héraði sé boðið upp á einhveija afþreyingu sem líkleg er til að lengja dvöl ferða-
mannsins á viðkomandi stað en fréttir af atburðum sem vandað hefur verið til þurfa að ná
athygli fólks og til þess þarf yfirleitt að kosta til bæði tíma og peningum. Þá skiptir einnig
miklu máli að gera umhverfið aðlaðandi og að ekki séu unnin spjöll á náttúrunni því íslensk
náttúra er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu.
SÖGUSLÓÐIR
Samkvæmt könnunni "Góðir íslendingar" sem gerð var um ferðavenjur íslendinga á fslandi
sumarið 1991 svöruðu 67,6 % því til að náttúra og landslag væri stærsti kosturinn við ísland
sem ferðamannaland - (aldrei er góð vísa of oft kveðin) - næst í röðinni voru söguslóðir og
sögustaðir. íslendingar sækja á fomar slóðir, þangað sem uppmni þeirra er og ættingja og vini
að finna. Um þær slóðir vilja þeir gjaman fræðast og finna óm sögunnar.
Sagan og menningin em ekki nógu aðgengileg og spennandi fyrir hinn almenna ferða-
mann. Það er dl dæmis óskiljanlegt að í Fljótshlíðinni sé ekkert sem bendir á þá staðreynd að
þar sé sögusvið Njálu sem eflaust er mest lesin allra íslendingasagna. Hún er lesin af hund-
mðum ef ekki þúsundum framhaldsskólanema á hveiju ári. Margir mundu leggja lykkju á leið
sína til að ganga um hlaðið á Bergþórshvoli eða horfa heim frá veginum ef eittthvað væri gert
til að minna á söguna.
Árbæjarsafn hristi af sér safndrungann árið 1989 og fór að leitast við að gera söguna
lifandi. Þar em bakaðar flatkökur á hlóðum inni í bænum, fólk er við heyskap úti á túni,
gamaldags brjóstsykur seldur í krambúð, sýnt handverk og árangúrinn lét ekki á sér standa.
Sífellt fleiri gestir koma í safnið og var gestafjöldinn 35 þúsund á síðasta ári. Það mætti setja
Örlygsstaðabardaga á svið í Skagafirðinum og láta Egil kveða fyrir ferðamenn í Borgarfirði.