Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 191
183
Áhugaverðustu stígamir liggja að sjálfsögu um fjölbreytt landsvæði, þar sem náttúran
og/eða mannvirki segja mikla sögu. En það er líka hægt að gera skemmtilegan stíg á fábrotnu
landi og hjálpa ferðamönnum að skoða og upplifa náttúruna á einfaldan hátt. Við verðum líka
að athuga það að það sem heimafólki frnnst hversdagslegt getur verið ævintýri fyrir þann sem
er langt að kominn. Mýrin, lækurinn og móinn eru sumum gamlir kunningjar sem gaman er að
heiisa upp á og öðrum nýjung að skoða og sjá. Oft þarf þó að opna augu fólks, hjálpa því með
nokkrum stikkorðum á smekklegu skilti eða litlum aðgengilegum bæklingi.
Hvort leggja eigi vandaðan malarborinn stíg eða að láta nægja að stika leiðir er spurning
um þjónustustig. Þannig er hægt að líkja malarstígnum við gistingu með uppbúnu rúmi en
stikaða leiðin er svefnpokagistingin.
Stikun gönguleiða er í sjálfu sér ekki flókin framkvæmd. Þó þarf að hafa ákveðin atriði í
huga. Ágætt er að miða við að 50 m séu á milii stika þegar efni er áætlað. En við stikun gildir
að þegar fólk er statt við eina stiku sjái það þá næstu. Þar sem beygja er á stígnum verður að
vera stika. Nauðsynlegt er að ganga leiðina í báðar áttir, til þess að ganga úr skugga um hvort
vel sjáist á milli stika.
Mörgum finnst gaman að þræða gamlar þjóðleiðir. Oft er æskilegt að stika þær, en það
verður að gera af mikilli smekkvísi.
Stikun er ekki verkefni sem lokið er í eitt skipti fyrir öll, ffekar en önnur mannanna verk,
ekki má gleyma að viðhald er nauðsynlegt
LAGNING GÖNGUSTÍGA
Við lagningu stíga þarf að hafa mörg atriði í huga. Gæta þarf þess eins og kostur er að þeir séu
ekki of brattir, því bæði er þá verið að gera göngufólkinu óþarflega erfítt fyrir og viðhald
brattra stíga er mjög erfitt. Sjálfsagt er að leggja þrep, bæði tii hagræðis fyrir fólk og til að
halda við efnið í stígnum. Þar getur verið um að ræða þrep úr timbri eða úr gijóti, sem fellur til
á staðnum.
Sums staðar er heppilegt að nota gamlar fjárgötur sem stíga en þær eru óheppilegar ef
þær eru mjög djúpar.
Einnig þarf að hafa í huga að stígamir liggi þannig að vatn renni ekki eftir þeim. Það er
nauðsynlegt að veita vatninu út af stígunum sem allra oftast, annars berst ofaníburðurinn burt
og rof myndast. Reglan er sú að fólkið og vatnið sé ekki samferða.
Sums staðar getur verið heppilegt að nota jarðvegsdúk undir mölina, með því móti er
hægt að komast af með þynnra malarlag og mölin blandast ekki jarðveginum þó bleyta sé
undir. Möl sem notuð er í efsta lagið þarf að troðast vel, möl úr móbergi er heppilegust.
Mikilvægt er að vanda verkið í upphafi, því þá verður viðhaldið auðveldara. En viðhaidið
er mjög nauðsynlegt, stígar sem runnið hefur úr geta verið hættulegir og skilti og stikur verða
fljótt að rusli ef þeim er ekki haldið við.
Ekki er hægt að nota sömu stíga fyrir gangandi og nðandi fólk.