Ráðunautafundur - 15.02.1994, Blaðsíða 202
194
heilbrigði búfjár á sömu bæjum (Gunnar Ólafsson o.fl. 1976). Á áranum 1973-77 voru gerðar
tílraunir með áburðargjöf (vaxandi N, P og K í áburði) og sláttutíma á fjóram tilraunastöðvum,
á Akureyri (1973, tilraun 16-56 með vaxandi P og tilraun 10-58 með vaxandi K, í báðum
tilraunum voru 5 sláttutímar), Korpu 1974 (4 grastegundir, 11 sláttutímar og 2 áburðar-
skammtar) og 1977 (25 áburðarliðir og 10 sláttutímar, vallarfoxgras ríkjandi), Keldnaholti
1974 (15 áburðarliðir, 12 sláttutímar, túnvingull ríkjandi) og á Skriðuklaustri 1976 (15
áburðarliðir, 14 sláttutímar, háliðagras ríkjandi). í tilraununum ffá 1961-69 var fyrst og fremst
um samanburð á milli ára að ræða og var því ákveðið að gera þær sláttutíma- og áburðar-
tilraunir sem hér hafa verið nefndar til þess að kanna breytileika innan ára, sem var álitinn vera
með sama hætti og breytileiki milli ára, það er að segja að efnamagn og uppskera einstakra ára
svari til efnamagns og uppskera við tiltekinn sláttutíma innan eins árs að því tilskyldu að ekki
sé um uppskerabrest að ræða það árið. Sláttutíma- og áburðartilraunimar eru kynntar hér
sérstaklega með tilliti til þess að nú era betri möguleikar en áður til þess að nýta niður-
stöðumar til leiðbeininga með því að móta tölvutæk leiðbeiningalíkön byggð á niðurstöðunum.
FALLANDI MELTANLEIKA OG PRÓTEINS
Fallandi meltanleikans hefur verið línulegur á tilraunatímanum. Hjá vallarfoxgrasi er hann að
jafnaði 0,34 prósenteiningar á dag, eða 2,38 á viku. Hjá öðram tegundum er hann svipaður eða
minni. Þessi fallandi er háður hita sem nemur 0,09 einingum á dag á 1°C. Nægir þessi stuðull
til að skýra örara fall meltanleikans hjá vallarfoxgrasi í grannlöndunum þar sem sumarhiti er
meiri. Jafnífamt gefur hún vísbendingu um, að meltanleiki grass geti haldið sér í köldu tíðarfari,
t.d. ef hitinn er ekki nema um 5-7°C, en þá er lflca spretta hæg (Guðni Þorvaldsson og
Hólmgeir Bjömsson 1990, Hólmgeir Bjömsson og Jónatan Hermannsson 1983). í tilraunum í
Svíþjóð fékkst lægri stuðull fyrir áhrif hita á fall meltanleikans, þótt munurinn sé ekki mark-
tækur. Vegið meðaltal af sænskum og íslenskum niðurstöðum um áhrif hitans á fall meltan-
leikans er 0,055 prósenteining á dag á 1°C. Þessar niðurstöður voru staðfestar með tilraunum í
ræktunarklefum (Guðni Þorvaldsson 1992).
Grösin taka nitur einkum upp snemma á sprettutímanum, enda er nítrat í jarðvegi
uppleyst í jarðvatninu, og niturþörfin er mest, þegar ffumur eru að skipta sér. Þess vegna er
hráprótein mikið í upphafi vaxtar og fellur ört snemmsumars, en hægar úr því. Líklegt er, að
mismunur grassprettu milli ára, sem skýrist m.a. af hita undanfarandi vetrar, stafi einkum af
mismunandi losun niturs úr jarðvegi, t.d. vegna þess að fyrr vorar. Ekki hafa fundist áhrif
veðurfars á prótein í grasi umfrarn áhrif þess á sprettu (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir
Bjömsson 1990, Hólmgeir Bjömsson og Áslaug Helgadóttir 1988).
VIKULEG SÖFNUN GRASSÝNA
Gunnar Ólafsson (1979) safnaði sýnum af 10 grastegundum vikulega í allt að 14 vikur sumrin
1966 og 1967, þó aðeins 5 tegundum bæði sumrin. I sýnunum var mældur meltanleiki, tréni,
prótein, P, Ca, Mg, K og Na, Na þó aðeins 1967, en uppskera var ekki mæld. Áður er getið
J