Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 233
225
rennslis og heildartapið getur numið
tugum prósenta (McDonald 1981). Hér
mældist það allt að 20%. í heyi með
>30% þurrefni er tapið að jafnaði <5%
en greinilega ráða aðrir þættir þar einnig
miklu. f blautu heyi eins og grænfóðri
verður einnig tap á hrápróteini (1. tafla).
Eins og kemur firam á 13. mynd er mikill
breytileiki í verkunartapi eftir rúllum, en
lúian sem þar er dregin útskýrir samt um
25% breytileikans (R). Á Möðruvöllum
hefur mælst mikill breytileiki á milli hey-
rúlla, sem eru með sama hráefni, pakk-
aðar samdægurs og geymdar inni við
mjög góðar aðstæður (Þóroddur Sveins-
son óbirtar niðurstöður).
Neikvætt verkunartap sem mældist
hér í þó nokkrum rúllum (12. mynd), þ.e.
að meltanleiki heysins hefur aukist við
verkunina er ekki óalgegnt í rétt verkuðu
votheyi þó að yfirleitt megi gera ráð fyrir
2-4% verkunartapi vegna gerjunar (Mc-
Donald 1981).
í 2. töflu sjást áhrif heygerða á
verkunartap og þættir sem ráða gæðum
heyja í rúllum. Má segja að verkunin í
rúllunum hafi nánast undantekningalaust
2. tafla. Áhrif heygerða á verkunartap og nokk-
ra þætti sem ráða gæðum heyja í rúllum. Sam-
tais 72 rúllur frá 7 bæjum.
Hey.gwS
l.sl 2. sl Grænf ■ Rl
Verkunartap, % 4 1 12 26***
FE/kg þe. v. hirð. 0,75 0,72 0,82 34***
FE/kg þe. v. gjöf 0,72 0,72 0,72 0
Prótein v. hirð., % 16 20 20 29***
Þe. v. hiröingu, % 58 44 20 58***
NH3-N, % 3,2 4,7 2,8 2 e.m.
Ediksýra, g/kg þe. 1,2 5,6 7,0 31***
Sýrustig, pH 6,0 5,5 4,2 62***
Geymslut., dagar 203 220 130 10***
R er hlutfall (%) breytileikans af
heildarbreytileikanum sem heygerfiin útskýrir.
*** þýðir að munur milli heygerOa er hámarktækur
(P<0,001)
e.m. þýðir að munur milli heygerða er ekki
marktækur.
verið mjög góð. Einungis fannst örlítil
(0,18 mg/kg þe.) smörsýra í tveimur
(2,8%) rúllanna og ammoníak var ein-
ungis í einni rúllu yfir gæðamörkum, eða
með 20,2% N í NH3. Bent hefur verið á
að magn ammoníaksbundins N ráði einna
mestu um át og fóðrunarvirði votverkaðs
heys og að hrápróteininnihald og þurrefni
í votheyi eru þættir sem hafa áhrif á magn
ammoníaks (Bjami Guðmundsson 1993).
í þeim athugunum sem hér eru kynntar
var sterkasta línulega fylgnin á milli
þurrefnishlutfalls og NH3-N (r=-0,32) og
næststerkast á milli etanóls og NH3-N
(r=0,30). Ekkert samband var hins vegar
á milli hrápróteins og magns ammoníaks í
heyrúllunum eða öðrum gerjunarafurð-
um.
ÞÆTTIR SEM RÁÐA HAGKVÆMNI
Hagþjónusta landbúnaðarins (1992) hefur
borið saman áætlaðan framleiðslukostnað
heyja eftir mismunandi heyverkunar-
aðferðum. Þar kemur fram að verkun
heys í rúlluböggum felur í sér hlut-
fallslega mun hærri breytilegan kostnað
en aðrar heyverkunaraðferðir sem er
einkum vegna bindi- og pökkunar-
kostnaðar. Hér verður bent á nokkur
atriði sem bændur geta stjómað til að
lækka kostnað við rúlluverkun en þau
helstu em;
1. Þurrefnisinnihald heyja við pökkun.
2. Heygæði.
3. Heygerð.
Á Möðmvöllum hafa sumrin 1992
og 1993 verið vigtaðar rúllur og þurrefni
ákvarðað við pökkun. Á 14. mynd er sýnt
samband þurrefnishlutfalls og þurrefnis-
magns í rúllum í þeim vigtunum.
Þar sést að þurrefnisstigið við
pökkun ræður miklu um magn þurrefnis í
rúllum. Annar þáttur sem hefur þar einnig
áhrif er heygerðin. Til dæmis kemst meira
þurrefni í rúllur með há en rúllur með