Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 1
F I M M T U D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 4. tölublað 105. árgangur
KAUPTU MIÐA Á WWW.DAS.IS EÐA Í SÍMA 5617757100 MILLJÓNIR DREGNAR ÚT Í JANÚAR
KREFJANDI AÐ
OPINBERA SIG
Á SVIÐINU
MESTA
BÍÓAÐSÓKN
Í HEIMI
KJÖRIN FYRIR
UPPTEKNAR
HÚSMÆÐUR
VIÐSKIPTAMOGGINN LÍFSSTÍLSDAGBÓK 36HÚN PABBI 80
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Grámi Kom fram í kvikmyndinni Hrútum.
„Þetta er ekkert venjulegur haus.
Það er ekki bara að hann sé þrjú-
hundraðasti kindarhausinn sem ég
hef stoppað upp heldur er hann líka
af heimsfrægum hrúti! Þetta er
grái hrúturinn sem fékk verðlaunin
í kvikmyndinni Hrútar,“ sagði
Kristján Stefánsson, uppstoppari
og tónlistarmaður frá Gilhaga í
Skagafirði, um nýjasta uppstopp-
unarverkefni sitt.
Sigurður Pálsson, eigandi hrúts-
ins Gráma, sagði að hann hefði ver-
ið mjög gæfur og góður félagi. »32
Kvikmyndahrútur
stoppaður upp
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is
Byggja á nýtt 300 herbergja hótel á
horni Suðurlandsbrautar og Grens-
ásvegar. Hótelið verður stærsta hót-
el landsins í fermetrum talið og með
næst flest herbergi. Heildarkostnað-
ur verkefnisins er rúmlega 10 millj-
arðar og er það ein af stærri einka-
framkvæmdum hér á landi undan-
farin ár. Rífa á núverandi húsnæði á
reitnum og byggja nýtt skeifulaga
hótel á 5-6 hæðum. Stærsta svíta
hótelsins verður 115 fermetrar að
stærð.
Það er Fasteignafélagið G1 ehf.
sem stendur á bak við framkvæmd-
ina, en eigendur þess eru félögin
Miðjan og Þríhamar. Jón Þór Hjalta-
son, stjórnarformaður G1 og eigandi
Miðjunnar, segir hótelið vera fyrsta
skrefið í átt að breytingum í Skeif-
unni, en talsvert hefur verið rætt um
heildar-endurskipulagningu Skeifu-
reitsins í kjölfar brunans í Fönn.
Hótelið verður fjögurra stjörnu
með veitingastað og tveimur börum.
Jón Þór segir staðsetninguna góða
til framtíðar litið, hún sé miðsvæðis,
tengist framtíðar-almenningssam-
göngum og sé nálægt Laugardaln-
um. Samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkur frá 2013 er gert ráð fyr-
ir að þróunarás borgarinnar liggi
eftir Suðurlandsbraut og gegnum
Skeifuna. Áætlað er að hefja niðurrif
núverandi húsnæðis í sumar og að
framkvæmdum ljúki fyrir sumarið
2019.
Hótel fyrir 10 milljarða
Stærsta hótel landsins, í fermetrum talið, mun rísa á horni Grensásvegar og
Suðurlandsbrautar 300 herbergi á 5-6 hæðum Stefnt að opnun árið 2019
MNýtt 300 herbergja hótel... »20
Teikning/Batteríið Arkitektar
Hótel Svona gæti byggingin litið út.
Debenhams á Íslandi var opnað í Smáralindinni
haustið 2001. Síðustu dagar verslunarinnar eru
nú runnir upp og hefur rýming síðustu vikna
gengið vonum framar. „Hann er talinn í klukku-
tímum afgreiðslutíminn sem eftir er hjá Deben-
hams á Íslandi,“ segir Sigurður Reynaldsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Högum.
Auk útsölu á flíkum og annarri smávöru
bauðst viðskiptavinum að kaupa notaðar innrétt-
ingar og gínur á sérstöku rýmingarútsöluverði.
„Þetta fór vel af stað í [gærmorgun]. Það mættu
þarna nokkrir tugir manna.“ »10
Gínurnar úr Debenhams fá nýtt líf á öðrum stöðum
Morgunblaðið/Golli
Rýmingunni lýkur nokkrum vikum á undan áætlun
Of lítill stuðn-
ingur er við börn
sem eiga for-
eldra með geð-
sjúkdóma, að
mati Eydísar
Sveinbjarn-
ardóttur, dokt-
ors í geðhjúkrun,
og Braga Guð-
brandssonar, for-
stjóra Barna-
verndarstofu.
Bragi segir að geðrænn vandi
foreldra sé ástæða um þriðjungs
forræðissviptinga og að þessi börn
týnist oft í kerfinu. »4
Börn geðsjúkra
týnast oft í kerfinu
Börn geðsjúkra fá
lítinn stuðning
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins telur mik-
ilvægt að ráðist
sé í endurskoðun
peningastefnu
Seðlabankans.
Segir hann í sam-
tali við Við-
skiptaMoggann í
dag að slík endur-
skoðun ætti að nást á sex mánuðum,
verði lagt upp í þá vegferð, sem
raunar sé mjög knýjandi. Segir hann
að þar þurfi meðal annars að stuðla
að lækkun raunvaxtastigs í landinu.
Endurskoðun gæti
tekið sex mánuði
Halldór Benjamín
Þorbergsson