Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 6

Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Vancouver,Whistler&Victoria sp ör eh f. Vor 4 Í þessari ferð okkar vestur á Kyrrahafsströnd er margt að sjá og upplifa. Stórborgin Vancouver hefur upp á ótalmargt að bjóða og munum við heimsækja hinn fallega Stanley Park, markaðina á Granville Island, sigla yfir á Vancouvereyju og líta merkasta skrúðgarð veraldar, Butchart Gardens ásamt því að halda upp í fjöllin til Whistler. Njóttu dásamlegrar vorkomu á Vesturströndinni. 20. apríl - 2. maí Fararstjóri: Jónas Þór Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 288.400 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utan- ríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, er sögð hafa verið aðalhvatamaður þess að við- ræður hófust milli jóla og nýárs á milli Framsóknarflokks og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs um mögulegt stjórnarsamstarf þess- ara tveggja flokka við Sjálfstæðis- flokkinn. Þingflokkur VG hélt fund síðdegis í gær, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, og sömuleiðis er fullyrt að Björt framtíð sé undir ákveðnum þrýstingi að skoða aðrar leiðir, til stjórnarmyndunarþátttöku, en sam- starf við Sjálfstæðisflokk og Við- reisn. Allt virðist því í boði, en ekkert í hendi. Sigurður Ingi Jóhannsson, starf- andi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðs- dóttir, Katrín Jakobsdóttir, formað- ur VG, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, áttu sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fundi á milli jóla og nýárs, þar sem ýmsar hugmyndir um stjórnarsam- starf voru reifaðar og settar niður á blað, samkvæmt sömu upplýsingum. Stór mál sett til hliðar Fyrst og fremst munu hugmyndir forystumanna Framsóknar og VG lúta að innviðauppbyggingu, í sam- göngu-, heilbrigðis- og mennta- málum. Stór ágreiningsmál eins og skattamál hafi verið lögð til hliðar, nema hvað samhljómur mun hafa verið á milli flokkanna um að endur- skoða eigi grunninn að veiðigjöldum, með hliðsjón af því að afkomutengja gjöldin. Ekki munu vera lagðar til skattahækkanir á fyrirtæki og ein- staklinga. Efnislega mun Bjarni Benedikts- son, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa fengið skilaboð um hugmyndir flokk- anna tveggja á nýársdag, og að flokkarnir væru tilbúnir að láta á það reyna hvort flokkarnir þrír gætu náð saman á þessum nótum. Á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins í fyrradag, sem stóð mun lengur en ráð hafði verið fyrir gert, mun það hafa komið fram í máli Bjarna, þegar hann fór yfir stöðuna, að hann teldi sig ekki hafa neitt áþreifanlegt í höndunum frá Fram- sókn og VG þrátt fyrir þau skilaboð sem honum hefðu borist á nýársdag. Hann væri í stjórnarmyndunarvið- ræðum við Viðreisn og Bjarta fram- tíð og hefði engan hug á því að fara í stjórnarmyndunarviðræður við tvo aðila á sama tíma. Á þessu stigi þyrftu stjórnmálin síst á því að halda að sá sem væri með stjórnar- myndunarumboðið léki tveimur skjöldum. Vill kippa Samfylkingu með Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins leggur VG enn á það áherslu, komi til samstarfs Sjálf- stæðisflokks, Framsóknar og VG, að Samfylkingin fái að fljóta með. Flestir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins munu útiloka að Samfylkingin gæti orðið einn samstarfsflokkanna. Að öðru leyti er talsvert stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagður nokkuð jákvæður gagnvart samstarfi við Framsókn og VG, sem myndi þýða að slík ríkisstjórn hefði 39 þingmönnum á að skipa, traustan meirihluta, í stað eins þingmanns meirihluta Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar. Ákveðinna efasemda gætir hjá ýms- um þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins gagnvart ákveðnum þingmönn- um Framsóknarflokksins. Oftast var Eygló Harðardóttir nefnd á nafn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins virð- ast alls engan áhuga hafa á að starfa með henni á nýjan leik í ríkisstjórn. Enginn viðmælenda virðist gera sér í hugarlund að samstarf við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi for- mann Framsóknarflokksins, geti á nokkru stigi máls komið til greina. Umsagnir um framsóknarþing- mennina Elsu Láru Arnardóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur voru sömuleiðis mjög neikvæðar. Ummælin um formann og varafor- mann Framsóknarflokksins eru á allt annan veg. Flestir viðmælendur úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins báru Sigurði Inga og Lilju afar vel söguna. Þótt ákveðnir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins séu spenntari fyrir stjórnarsamstarfi við Framsókn og VG en við Viðreisn og Bjarta framtíð er fullyrt af heimildarmönnum úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins að formaðurinn hafi óskorað umboð þingflokksins til stjórnarmyndunar og nái hann saman við Viðreisn og Bjarta framtíð um stjórnarsáttmála muni ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmæla eða greiða atkvæði gegn slíku samstarfi. Helstu efasemdir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um stjórnar- myndun með Viðreisn og Bjartri framtíð snúa vitaskuld að hinum nauma meirihluta, sem margir telja að vart sé á vetur setjandi. Vantraust í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins í garð Katrínar Jakobs- dóttur og raunar fleiri þingmanna VG er sagt mikið. Sömuleiðis benda ákveðnir þingmenn á „galnar tillög- ur“ VG í desember um skattahækk- anir við aðra umræðu fjárlaga og jafnfram var á það bent að VG hefði ekki verið lengi að detta í stjórnar- andstöðuhlutverkið þegar kom að af- greiðslu hins gífurlega þýðingar- mikla frumvarps um jöfnun lífeyrisréttinda. Þá hefðu þingmenn VG ekki verið að láta það trufla sig að friður á vinnumarkaði yrði í upp- námi í næsta mánuði ef frumvarpið væri ekki afgreitt fyrir áramót. Góður gangur en ekkert fast í hendi  Einhverjar efasemdir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um samstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð  Bjarni með óskorað umboð þingflokksins  Lilja helsti hvatamaður viðræðna Framsóknar og VG Morgunblaðið/Eggert Til þrautar Bjarni Benediktsson reynir að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti blaðamanni á teikningu Halldórs Baldurssonar í Frétta- blaðinu í gær, sem sýnir Bjarna Benediktsson skoða jakkaföt á herrafataútsölu. Á einu herða- trénu hangir Katrín Jak- obsdóttir, og yfirskriftin á henn- ar jakkafötum er: „ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR“ ! „Er yfirhöfuð einhver ástæða til þess að við tökum mark á svona málatilbúnaði VG og Framsóknar nú?“ spurði þing- maðurinn. 50% afslátt- ur á útsölu MÁLATILBÚNAÐUR VG Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fjöldi ráðuneyta og skipting þeirra á milli flokkanna eru meðal þeirra atriða sem rædd hafa verið í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar. Óttarr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, sagði eftir fund forystumanna flokkanna í Alþingishúsinu í gær, að niður- staða væri ekki fengin í því efni. Málefnin hefðu forgang. Fundur Sjálfstæðisflokksins, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar stóð yfir í um tvo tíma og við tók málefnavinna hvers flokks fyrir sig. Stefnt er að því að áfram verði fundað í dag, líklega um hádegisbilið. Flokkarnir munu síðan bera saman bækur sín- ar á morgun. Vinnan gengur vel „Þetta var góður fundur í dag [gær] og við höfum haldið áfram að fara yfir málin. Þetta skýrist smám saman en við erum ekki komin á endastöð heldur. Þannig að vinnan gengur vel og ástæðan til bjartsýni á að þetta geti gengið saman eykst alltaf hægt og rólega,“ sagði Óttarr eftir fundinn í gær. „Við erum nátt- úrulega alltaf að kafa dýpra ofan í málin og það er allt saman já- kvætt.“ Fram hefur komið að stóll for- sætisráðherra er frátekinn fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort rætt hafi verið um skiptingu ráðuneyta og skipan þeirra sagði Óttarr: „Það hefur auðvitað verið rætt meðfram alveg frá upphafi en við erum ekki búin að setjast niður og klára að semja um þau mál. Við höfum sett mál- efnin fram fyrir í vinnunni. En við eigum ekki von á að steyta muni á því.“ Málefnin séu í fyrirrúmi og for- senda endanlegrar skiptingar ráðu- neyta sé að flokkarnir nái saman í þeim. „Við erum núna komin inn á nýtt ár og komið á þriðja mánuð frá kosningum og ég held að ábyrgðin sem hvílir á okkur og okkur öllum að koma á starfhæfri ríkisstjórn, hún banki alltaf meira upp á hjá okkur,“ sagði Óttarr. Ekki komin niðurstaða um skiptingu ráðuneyta  Finna fyrir ábyrgð á að koma á starfhæfri ríkisstjórn Morgunblaðið/Eggert Viðræður Forystumenn flokkanna þriggja funduðu í Alþingishúsinu í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.