Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Á Íslandi er stund- að skipulegt rán af hálfu stjórnvalda á eftirlaunum lands- manna. Við það að bank- arnir voru rændir af óheiðarlegum aðilum þar sem sparifé þús- unda landsmanna (eftirlaunavarð- veislufé í vörslu banka), sem varðveitt var hjá bönkum landsins, var hirt bóta- laust og hafa eftirlaun þúsunda Ís- lendinga verið skert svo að um munar. Bankarán framið í Landsbanka Íslands leiddi til þess að millj- arðar voru hirtir úr Lífeyrissjóði hf. Eimskipafélags Íslands. Var meðal annars hluti af því fé sem hvarf lánveiting til stjórnarfor- manns Landsbankans sem lýsti sig gjaldþrota eftir hrun bankans. Fjármagn lífeyrissjóðsins var flutt úr öruggari varðveislu yfir í Landsbankann að fyrirmælum stjórnarformanns bankans eftir að hann keypti meirihluta í HF. Eim- skipafélagi Íslands. Þetta var gert þrátt fyrir ákvæði í samkomulagi frá 1957 um að vörslufé lífeyr- issjóðsins yrði aldrei varðveitt í viðskiptabanka sem HF. Eim- skipafélag Íslands væri í við- skiptum hjá. Við afskráningu af hlutafélagaskrá á HF. Eimskipa- félagi Íslands á árinu 2006 féll úr gildi samkomulag stéttarfélaganna við stjórn hlutafélagsins frá 1957 um afskipti stjórnenda fyrirtæk- isins HF. EÍ af lífeyrissjóðnum. Stjórnarformaðurinn (Landsbank- ans) og eigandi HF. Eimskipa- félags Íslands fram að afskrán- ingu félagsins 2006 neitaði að viðurkenna að um rof á samningi frá 1957 væri að ræða við afskrán- ingu fyrirtækisins af firmaskrá Ríkisskattstjóra 2006 og náði með aðstoð dómsvaldsins á Íslandi (réttarkerfisins – dómur í júlí 2008) að halda völdum yfir lífeyr- issjóðnum fram yfir hrun bankans í október 2008. Flestir vita hvað fram kom við hrun bankans og umsögn saksóknara um meðferð fjármuna í vörslu bankans. Á ársfundi Lífeyr- issjóðs HF. Eimskipa- félags Íslands, sem haldinn var í húsa- kynnum fyrirtækisins við Sundahöfn eftir af- skráningu fyrirtæk- isins 2006, var lögð fram af hálfu undirrit- aðs krafa um að stjórnun lífeyrissjóðs- ins yrði afhent sjóð- félögum með vísan til samkomulags frá 1957 (við stofnun sjóðsins) og afskipti af hálfu fyr- irtækis, sem ekki væri til lengur, heyrði sögunni til. Með afskiptum lögmanns hins afskráða fyrirtækis, sem var fundarstjóri á umræddum fundi, var neitað um umræður á fundinum um umrædda kröfu og henni vísað til stjórnar. Afleiðing bankaránsins á eft- irlaun þeirra sem starfað höfðu hjá HF. Eimskipafélagi Íslands varð um 40% rýrnun á eftirlaunum þeirra starfsmanna er áttu fé í sjóðnum. Eftir þessa 40% rýrnun eftirlaunanna við hrunið hafa eft- irlaun starfsmanna haldið áfram að rýrna og er nú svo komið að þrátt fyrir um 60% hækkun launa á almennum vinumarkaði síðustu 6-7 árin hafa eftirlaun starfs- manna hins aflagða HF. Eimskipa- félags Íslands ekki hækkað nema um ca. 8% á sjö ára tímabili. Afrakstur rússagullshafans, sem var stjórnarformaður Landsbank- ans í ráni á eftirlaunum starfs- mannanna, er því orðinn langt yfir helmingur af eftirlaunum launþeg- anna er starfað höfðu hjá „óska- barni þjóðarinnar“. Framferði stjórnvalda í máli þessu er til skammar. Þrátt fyrir yfirlýsingu er fram kom frá sak- sóknara eftir hrun bankans um að ekki hafi verið staðið rétt, sam- kvæmt lögum, að varðveislu geymslufjár lífeyrissjóðsins með hástemmdum yfirlýsingum aðila um lögbrotin, var ekkert gert af hálfu framkvæmdavaldsins í þeim málum. Kærur og kröfur sjóð- félaga um rannsókn á meintu mis- ferli við vörslu fjárins hunsaði framkvæmdavaldið. (Ath. kröfur um rannsókn voru sendar af hálfu undirritaðs og fjölda félaga lífeyr- issjóðsins). Ástæða þess að framkvæmda- valdið hunsaði kröfur sjóðfélaga um rannsókn var lélegt eftirlit með lífeyrissjóðunum af hálfu stjórnvalda sem gengust upp í og högnuðust á ólöglegum fjáraustri úr sjóðunum. Ríkisvaldið bar ábyrgð á sjóðþurrð lífeyrissjóð- anna vegna vanrækslu. Með vísan til þess að með óstjórn stjórnvalda og dómsvalds- ins, þar sem tugir milljarða hafa verið afskrifaðir af skuldum fjölda fyrirtækja, sem var stjórnað af eigendum sínum í sukkinu fyrir bankahrun, en sjóðfélagar lífeyr- issjóðanna látnir bera tapið á þeim afskriftum auðjöfranna, þá er komið að því að stjórnvöld skili aftur því sem rænt var úr lífeyr- issjóðunum. Íslenska orðatiltækið „Þjófur þrífst en þjófsnautur ekki“ er gamalt í málinu og spurning hvort það eigi ekki við í þessu tilviki. Með afskiptaleysi eða blessun stjórnvalda hefur lífsafkoma þús- unda Íslendinga verið skert um- talsvert og afkoma þeirra keyrð niður í fátæktarmörk. Með vísan til okurgróða banka- kerfisins eftir hrunið er það krafa þeirra sem rændir voru af um- ræddum bönkum (tilgangslaust að bera fyrir sig kennitöluflakk bank- anna) að fjármagninu sem stolið var verði skilað og eftirlaunaþeg- um bætt það tjón er þeir hafa orð- ið fyrir á umliðnum árum. Verði launþegum og eftirlaunaþegum ekki bætt það sem haft hefur verið af þeim með innanbúðarbank- aránum falla stjórnvöld undir hið aldna orðatiltæki sem áður hefur verið minnst á. Rán á eftirlaunum á Íslandi Eftir Kristján Guðmundsson » Stjórnvöldum ber skylda til að end- urgreiða það sem rænt var af lífeyrisþegum við hrun bankanna og bæta skaðann sem launþegar hafa orðið fyrir. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. Stjórnmálaflokk- unum hefur fjölgað. Þeir flokkar sem eiga þingmenn á alþingi eru nú sjö talsins en til skamms tíma voru þeir fjórir. Sumir telja að mikill fjöldi flokka torveldi stjórnarmyndanir. Ekki veit ég hvort það er rétt en samt tel ég að stokka eigi upp flokkakerfið og vinna að fækkun flokka með sameiningu þeirra. Ég tel að þeir flokkar sem vinna að sömu eða svipuðum markmiðum eigi að sameinast og vinna saman að markmiðum sín- um. Það skapar betri árangur í stjórnmálunum. Það er ekki til bóta að búta flokkana niður í margar smærri einingar. Sameina félagshyggjuflokka Ég tel til dæmis að margir flokkanna eigi saman og ættu að sameinast; Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin eru báðir félagshyggjuflokkar og vinna að svipuðum markmiðum. Báðir vilja bæta kjör láglauna- fólks, aldraðra og öryrkja, þeir vilja skapa aukinn jöfnuð í þjóð- félaginu með ráðstöfunum í skattamálum og í málefnum al- mannatrygginga. Það er helst í umhverfismálum að áherslumun- ur er nokkur, en það er einkum í málflutningi flokkanna, en stefnu- skrár flokkanna í umhverf- ismálum eru mjög líkar. Auk þess er mismunandi stefna varðandi afstöðuna til ESB en þannig er það einnig í mörgum stórum jafn- aðarmannaflokkum úti í Evrópu, svo sem í breska Verka- mannaflokknum. Slíkur ágrein- ingur á ekki að hindra samein- ingu. Björt framtíð ætti sennilega einnig heima í nýjum flokki VG og Samfylkingar. Alla vega var flokkurinn félagshyggjuflokkur en hefur óneitanlega færst nokk- uð til hægri undanfarið. Það er nokkru erfiðara að staðsetja Pí- rata í hinu pólitíska litrófi. Það eru að vísu meðal þingmanna Pí- rata ákveðnir félagshyggjumenn en einnig eru í flokki Pírata mikl- ir markaðshyggjumenn og for- ystumenn flokksins vilja ekki staðsetja hann sem vinstri eða hægri flokk. Viðreisn og Sjálf- stæðisflokkur heyra saman Viðreisn klauf sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ágreinings um mál eins og afstöð- una til ESB. Viðreisn vildi ganga í ESB og hefur lagt höfuðáherslu á þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ildarviðræður við sambandið. En í kosningabaráttunni minntist Viðreisn varla á þetta mál; eins og flokkurinn væri að fela það, kannski vegna þess að ESB á í erfiðleikum og það er ekki vinsælt í augnablikinu að boða aðild að ESB. Við- reisn boðaði líka kerf- isbreytingu í landbún- aði og sjávarútvegi en hefur lítið haldið því máli til streitu. Mér virðist að Viðreisn hafi staðið fastast á því að hækka ekki skatta á hinum hæst launuðu. En í því máli er alger samhljómur með Sjálfstæðisflokknum. Ef Við- reisn ætlar ekki að standa fast á skoðun sinni um aðild að ESB og kerfisbreytingu í landbúnaði og sjávarútvegi sé ég ekki að það sé grundvöllur fyrir að félags- mennirnir séu í sér flokki. Það er þá eðlilegast að þeir hverfi til síns heima eða að flokkarnir verði sameinaðir. Á auðveldara að koma með tillögu en þeir sem yngri eru Ef til vill telur einhver að ég sé að tala um sameiningu flokka vegna erfiðleika Samfylking- arinnar. En svo er ekki. Ég hef ekki starfað í Samfylkingunni um langt árabil enda orðinn 84 ára gamall. Ég hef síðustu 10 árin helgað mig baráttu fyrir eldri borgara. En vegna hás aldurs og mikillar reynslu af stjórnmála- starfi frá unga aldri á ég gott með að líta yfir stjórnmálasviðið og koma með róttækar umbóta- tillögur, sem þeir sem yngri eru eiga ef til vill erfiðara með. Það hefur verið mikil krafa um breyt- ingar allt frá bankahruninu. Traust almennings á stjórnmál- unum minnkaði mikið i kjölfar hrunsins. Meðal annars hefur ver- ið krafa um uppstokkun stjórnmálaflokkanna.Ég reikna með því að ef flokkarnir sjálfir svara ekki þessu kalli muni kjós- endur taka í taumana og fram- kvæma þá uppstokkun sem nauð- synleg er. Gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir eru aðeins tæki til þess að framkvæma stefnu og hugsjónir. En það er stefnan sem gildir og hugsjón- irnar. Áramót: Stokka þarf upp flokkakerfið Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson » ... margir flokkanna eiga saman og ættu að sameinast; Vinstri- hreyfingin – grænt framboð og Samfylk- ingin eru báðir fé- lagshyggjuflokkar með svipuð markmið. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.