Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.05.2017, Síða 35
7.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Full búð af NÝJUMVÖRUM Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani fyrirbærum og hugtökum. Þetta er að mínu viti ein skemmtilegasta hlið- in á bandarískri menningu. Miðbærinn lifnar við Gamli miðbærinn gengur nú í end- urnýjun lífdaga og við vorum á Ace Hotel, þar sem er sögufræg bygging. Hýsti áður United Artists-samsteyp- una og er frá gullaldartímabili Holly- wood. Þar er skemmtilegur bar uppi á efstu hæð og fyrir þá sem það kunna að meta er hönnunin öll úthugsuð og skemmtileg. Þaðan er ekki langt að fara á Grand Central Market, þar sem hægt er að fá alls kyns tegundir af mat á skemmtilegum markaði sem ég mæli hiklaust með. Í miðbænum eru einnig söfn, tónlistarhúsið Disn- ey Hall þar sem við fórum á frábæra tónleika með Sigur Rós og Fílharm- óníunni og ráðhúsið sem er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar, en hægt er að fara inn í húsið og skoða sig um. Töluvert vesen er að vera á bílaleigubíl í borginni, þar sem það kostar sitt að leggja og enn meira að fá stöðumælasekt, en það er óneit- anlega gaman að keyra götur eins og Sunset Boulevard og upp í hæðirnar til að fá smjörþefinn af ljúfa lífinu þar. Rúmir tveir sólarhringar í LA duga náttúrulega engan veginn en maður var þó fullur tilhlökkunar fyr- ir því að fara til Palm Springs og á Coachella-hátíðina. Módernismi í eyðimörkinni Palm Springs byggðist upp um miðja síðustu öld í kringum glaumgosa á borð við Frank Sinatra og Dean Martin en í seinni tíð hafa samkyn- hneigðir tekið ástfóstri við staðinn og eru þar áberandi. Þurrt, hlýtt loftslagið og margar sólarstundir gera staðinn einstaklega vel til þess fallinn að liggja á sundlaugarbakka með glundur í glasi. Borgin er einnig þekkt fyrir arkitektúr en þar eru bæði einbýlishús og opinberar bygg- ingar í módernískum stíl (e. midcent- ury architecture) eftir arkitekta á borð við Albert Frey, William Krisel og Richard Neutra og hægt er að skipuleggja ferðir í sum húsin. Í febrúar á hverju ári er svo ráðstefna um módernisma í borginni. Á auð- veldan hátt er hægt að komast upp í 800 metra hæð og magnaða nátt- úrufegurð með kláfi í San Jacinto- fjöllunum. Mæli með því. Coachella- hátíðin var síðan skemmtileg upp- lifun eins og rakið var hér í blaðinu á dögunum. Nú var haldið til Santa Barbara, sem er fallegur bær við ströndina. Þeir sem hafa efni á því ættu að skoða að dvelja á Belmond El Enc- anto í hæðunum, en þangað hafa stjörnurnar sótt frá því á gullaldar- tímabili Hollywood. Mikill lúxus og óviðjafnanleg þjónusta. Route 1 sem liggur með ströndinni að San Franc- isco var lokað vegna skriðufalla á dögunum, sem voru mikil vonbrigði, en þó er hægt að komast þar í óvið- jafnanlega náttúrufegurð við strand- lengjuna með því að taka smá krók á leiðina. Monterey og Carmel eru síð- an fallegir bæir við ströndina sem ég mæli með að heimsækja. Sjarmi í San Francisco San Francisco er einstök borg og lega hennar í hlíðunum við flóann gerir hana að mörgu leyti óvenjulega. Bragurinn á henni er evrópskari en í flestum bandarískum borgum og líf- rænni borgarbragur er á henni en t.a.m. LA. Mikið er í boði fyrir ferða- menn: Fisherman’s Wharf, japanski garðurinn, ferðir í Alcatraz og svo er gaman að kíkja á Golden Gate brúna. Fjarlægðirnar eru hóflegar og því vel hægt að vera fótgangandi í mið- bænum. Hilton-hótelið við Union Square er mjög vel staðsett og gott hótel og þaðan var stutt að fara á alla helstu staði. Eitt af því sem við gerð- um var að kíkja á Union Street, þar sem eru margir barir, kaffihús og veitingastaðir. Mjög skemmtilegt svæði í æðislegri borg. Það er engin spurning að við verðum komin til Kaliforníu fljótt aftur og þá verðum við lengur, helst þrjá mánuði Mýmörg falleg hús í módernískum stíl eftir þekkta arkitekta eru í Palm Springs. Þetta hús eftir svissneska arkitektinn Al- bert Frey var áður bensínstöð. Líklega hefði hann mótmælt því að setja niður ljósastaur og byggja vegg fyrir framan það. El Encanto er í hæðunum fyrir ofan Santa Barbara með útsýni yfir bæinn og Kyrrahafið. Það er skiljanlegt að hótelið hafi verið í uppáhaldi hjá Clark Gable. Griffith Observatory í ljómanum af Kaliforníu-sólsetrinu. Óhætt er að mæla með göngunni upp að stöðinni, sem tekur u.þ.b. 30 mínútur. Ströndin við smábæinn Carmel er sérlega falleg. Skyldustopp á ferðalagi um svæðið. Útsýnið yfir San Francisco frá Hilton á Union Square er magnað. San Francisco sést vel frá útsýnispall- inum við Golden Gate-brúna. Vel er hægt að vera fótgangandi í San Francisco og nýta sporvagnakerfið. Úr eyðimörkinni og upp fyrir snjólínu á nokkrum mínútum. Útsýnið af San Jacinto yfir Coachella- dal. Palm Springs sést á milli trjánna. ’Hjólabrettagaurar,skvísur á línuskautum,heimilislausir tónlistar-menn, vöðvatröll á Muscle Beach, hvítur sandur og djúpblátt Kyrrahafið. Það eina sem vantaði var Fletch að vakna skelþunn- ur á ströndinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.