Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. Auðveld kaup. • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Lítið útgáfufyrirtæki á sviði ferðamála. Velta um 50 milljónir. Hagstæðir samningar við birgja. Gæti verið heppileg viðbót við fyrirtæki á svipuðu sviði. • Heildsala með vörur fyrir ferðamenn. Hér er um að ræða lítið en arðbært fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig vörur ætlaðar ferðamönnum. Ársvelta 45 mkr. og ársverk um tvö. • Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í gegnum eigin vefsíðu. Góð EBITDA. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur aldrei verið jafnmikil. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Analytica, hefur að beiðni Morgun- blaðsins reiknað út landsframleiðslu á mann á Íslandi frá árinu 1980. Við þá útreikninga er landsframleiðsla á mann núvirt á verðlag í árslok 2017, miðað við 1,9% verðbólgu í ár, sam- kvæmt spá Seðlabankans. Miðað við spár Hagstofunnar og Landsbankans um 6 til 6,7% hagvöxt í ár mun landsframleiðslan verða um hálfri milljón króna meiri á hvern landsmann í ár en þensluárið 2007, á verðlagi ársins 2017. Skal tekið fram að tölur Hagstofu Íslands um landsframleiðsluna 2015- 2017 eru ekki endanlegar. Þessar tölur kunna að breytast. Vignir telur aðspurður að heildar- myndin muni þó ekki breytast. „Augljósa skýringin á vexti lands- framleiðslu undanfarin ár er fjölgun erlendra ferðamanna og neysla þeirra hérlendis. Að auki hafa við- skiptakjör verið hagstæð á undan- förnum árum. Þau stuðla að því að við höfum fengið hlutfalls- lega hagstætt verð fyrir okkar útflutningsvörur miðað við verð á okkar innflutningsvörum,“ segir Vignir um viðskiptakjörin. Hagstætt verð á hrávörum Má í þessu efni rifja upp að verð á olíu og hrávörum hefur verið hag- stætt. Þá hefur verið verðhjöðnun í Evrópu á síðustu árum, á sama tíma og kaupmáttur og gengi hefur verið að styrkjast á Íslandi. Við útreikningana studdist Vignir við áætlaðan mannfjölda á Íslandi í ár, samkvæmt ábendingum sem Morgunblaðið fékk frá Hagstofunni. Íbúum landsins fjölgaði um 1,74% frá 1. ársfjórðungi 2016 til 1. árs- fjórðungs 2017. Mannfjöldinn í byrjun þessa árs var svo margfald- aður með þessari aukningu til að áætla mannfjöldann í lok þessa árs. Notaði Vignir þá tölu þegar hann reiknaði landsframleiðslu á mann í ár. Skal tekið fram að öll hin árin er miðað við meðalmannfjölda hvers árs. Landsframleiðsla á mann fyrir árið 2017 kann því að vera vanáætl- uð hér, enda verði meðalfjöldi íbúa í ár lægri tala en íbúafjöldinn í árslok. Á móti kemur að flutningsjöfnuður var jákvæður um 1.300 manns á fyrsta ársfjórðungi í ár en um 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Það er vísbending um meiri aðflutn- ing fólks til Íslands í ár, sem gæti leitt til enn meiri íbúafjölgunar. Að sögn Guðjóns Haukssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, hefur landsmönnum fjölgað hraðar frá ársbyrjun 2016 en Hagstofan spáði. „Hagvöxtur er meiri en búist var við. Það hefur aftur haft mikil áhrif á fólksflutninga og þá sérstaklega að- flutning erlendra ríkisborgara til landsins,“ segir Guðjón. Landsframleiðsla á mann á Íslandi 1980–2017 Milljónir króna, uppfært á meðalverð 2017* * Miðað við spá um 1,9% verðbólgu í síðustu Peningamálum Seðlabankans. Miðað við spá Hagstofunnar um 6% hagvöxt í ár. Miðað við spá Landsbankans um 6,7% hagvöxt í ár. Reiknað er með að mannfjöldinn verði 344.229 manns í árslok 2017. 8 7 6 5 4 3 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2017: 7,65 millj. 7,60 millj. 2007: 7,1 millj. 2000: 5,56 millj. Landsframleiðsla á mann aldrei meiri  Nálgast orðið 8 milljónir króna á hvern landsmann Vignir Jónsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú meiri en nokkru sinni, eftir stöðugan hagvöxt á síðustu árum. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir lands- framleiðslu á mann aldrei hafa verið jafnmikla á Íslandi. Hann telur að- spurður raunhæft að hún verði áfram mikil á næstu árum. „Miðað við hagspár er búist við að hagvöxtur verði góður í ár og á næsta ári og jafnvel á þarnæsta ári líka. Þetta er nokkuð meiri vöxtur en spáð er í viðskiptalöndum okkar að meðaltali. Þá er hann umfram fólks- fjölgun á Íslandi eins og henni er spáð á tímabilinu. Landsframleiðsla á mann ætti því að aukast enn frek- ar,“ segir Ingólfur sem telur fátt benda til að erfið aðlögun sé fram- undan í efnahagslífinu. „Aðlögun mun eiga sér stað. Það er hins vegar spurning um tímasetn- ingu og síðan á hvaða forsendum.“ Ingólfur telur þó að til lengri tíma litið muni gengið aðlagast nýju efna- hagsumhverfi, þegar hægir á hag- vexti og hagkerfið fer úr „ofþenslu“. Framleiðslugetan fullnýtt „Við erum komin í það ástand sem vel má kalla ofþenslu. Framleiðslu- geta hagkerfisins er fullnýtt og gott betur, enda hagvöxturinn búinn að vera mikill og vara um langt tímabil. Vextinum hefur fylgt mikil fjölgun starfa sem hefur náð niður slakanum á vinnumarkaði sem myndaðist eftir efnahagsáfallið 2008. Nú er atvinnu- leysi komið undir jafnvægisatvinnu- leysi og það er skortur á vinnuafli í mörgum greinum sem að hluta er mætt með auknum innflutningi vinnuafls,“ segir Ingólfur. Hann segir viðbúið að hækkun íbúðaverðs endurspegli þensluna að hluta en einnig takmarkanir á fram- boði. Reiknar hann með því að fast- eignaverð verði áfram hátt. Þótt framboð kunni að aukast sé eftir- spurn einnig hratt vaxandi, enda sé kaupmáttur launa að aukast nokkuð hratt og fólksfjölgun umtalsverð, m.a. vegna innflutts vinnuafls. Þeir kraftar muni halda uppi verðinu. „Framundan er frekari hækkun íbúðaverðs og það er eflaust nokkuð langt í að við sjáum verðlækkun.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, segir mikla aukningu í framleiðni eiga þátt í að landsframleiðsla á mann hafi aukist svo mikið. Mikil endurskipulagning hafi átt sér stað í atvinnulífinu í kreppunni sem fylgdi hruninu, sem sé nú að skila sér. Þá hafi vöxtur ferðaþjónustu skilað miklu til efna- hagslífsins og gegnt lykilhlutverki í að landsframleiðsla jókst svo hratt, án mikillar fjárfestingar og lántöku. Nýjar greinar þurftu að vaxa „Til að endurnýja hagvaxtarþrótt landsins þurftum við nýjar greinar og það hefur gengið eftir. Ferða- þjónustan hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur landsins verulega heldur hefur hún einnig stækkað markað á Íslandi fyrir margvíslegar vörur og þjónustu sem mörg íslensk fyrirtæki hafa notið góðs af. Þessar tekjur hafa komið án mikils auka- kostnaðar. Þá hefur ferðaþjónustan einnig bætt nýtingu innviða. Endur- skipulagning efnahagslífsins frá hruni og stækkun Íslandsmarkaðar skýrir að mínu viti þann mikla hag- vöxt sem hefur komið fram án þess að verðbólga hafi farið af stað. Mig grunar einnig að Seðlabankinn hafi vanmetið þá framleiðniaukningu.“ Ásgeir segir aðspurður „ótrúlegt að þjóðin skuli geta byggt upp nýjan útflutningsgeira á svo fáum árum“. „Það var að vísu mikill slaki í upp- hafi og margir voru án vinnu. Þá er vert að hafa í huga að kynslóðin sem er núna á tvítugsaldri er sú stærsta í Íslandssögunni og hún hefur leitað mjög mikið í ferðaþjónustu. Loks höfum við flutt inn mikið af vinnuafli. Þetta er samt ótrúleg breyting á stuttum tíma. Við höfum vart séð annan eins tilflutning á fólki milli at- vinnugreina síðan í byrjun 20. aldar, þegar fólk færði sig frá landbúnaði yfir í aðrar greinar í þéttbýli.“ Þess má loks geta að fjallað er um hagvöxtinn í Financial Times, með þeim orðum að hægt hafi á hagvext- inum á fyrsta árfjórðungi í ár. Það hafi verið mesti samdráttur milli fjórðunga síðan árið 2014. Í þessu samhengi má rifja upp að hagvöxtur hefur verið umfram flestar spár. Merki um ofþenslu í hagkerfinu Ásgeir Jónsson Ingólfur Bender  Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins telur raunhæft að landsframleiðsla á mann verði mikil næstu árin  Forseti hagfræðideildar HÍ segir með ólíkindum hversu hratt hafi tekist að auka verðmætasköpunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.