Morgunblaðið - 10.06.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017
Dagana 26. og 27. maí voru hljóðrit-
aðar átta guðsþjónustur í Blönduós-
kirkju til flutnings á Rás 1 Ríkis-
útvarpsins á sunnudögum í sumar.
Þetta er í þriðja sinn sem útvarps-
messur að sumarlagi koma frá söfn-
uðum af landsbyggðinni og hljóðmenn
Ríkisútvarpsins taka þær upp fyrir-
fram, að því er fram kemur í frétt á
heimasíðu biskups.
Skipulagning og umsjón þessa
verkefnis var í höndum Margrétar
Bóasdóttur söngmálastjóra og upp-
tökumaður Ríkisútvarpsins var Einar
Sigurðsson.
Allir prestar, organistar og kórar
prófastsdæmisins sáu sér fært að taka
þátt og voru þátttakendur í verkefn-
inu alls 202, þ.e. 167 kórsöngvarar,
einsöngvarar og hljóðfæraleikarar, 18
lesarar, 9 organistar og 8 prestar.
Messunum verður útvarpað eftir-
farandi sunnudaga:
18. júní - Sauðárkróksprestakall,
sr. Sigríður Gunnarsdóttir, 25. júní -
Skagastrandarprestakall, sr. Bryn-
dís Valbjarnardóttir, 2. júlí - Mikla-
bæjarprestakall, sr. Dalla Þórðar-
dóttir, 9. júlí - Glaumbæjarpresta-
kall, sr. Gísli Gunnarsson, 16. júlí -
Hofsóss- og Hólaprestakall, sr. Halla
Rut Stefánsdóttir, 23. júlí - Þing-
eyraklaustursprestakall, sr. Svein-
björn R. Einarsson, 13. ágúst -
Breiðabólstaðarprestakall, sr. Magn-
ús Magnússon og 27. ágúst - Mel-
staðarprestakall, sr. Guðni Þór Ólafs-
son.
Á sunnudögum inni á milli þessara
dagsetninga verður útvarpað mess-
um frá Skálholtshátíð, Reykholts-
hátíð og Hólahátíð. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Blönduóskirkja Orð Guðs hljómaði klukkustundum saman í maílok.
Tóku upp átta
útvarpsmessur
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Frekari upplýsingar veita:
Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is
Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is
Til sölu er helmingshlutur eða meira í Skúlagarði fasteignafélagi ehf.
Í fasteignum félagsins, sem samtals eru 947 fm að stærð, er rekið 17 herbergja
hótel búið nýlegum herbergjum sem öll eru með baði. Auk þess er veitingarými
með góðu eldhúsi og aðgengi að 233 fm samkomusal.
Lóðin er mjög stór eða 13.732 fm sem býður upp á mikla stækkunarmöguleika.
Á lóðinni er m.a. starfsmannabústaður. Hótelið mun væntanlega styrkja mjög
stöðu sína þegar nýr Dettifossvegur er fullbúinn.
Ha
uk
ur
06
.1
7
Hótelfasteignin
í Kelduhverfi
Skúlagarður
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er mokveiði við Urriðafoss. Allir
eru að ná kvótanum, fimm löxum á
hvora stöng á dag, og gætu náð
meiru ef þeir mættu reyna,“ segir
Harpa Hlín Þórðardóttir, sölustjóri
Iceland outfitters, félags sem leigði
á dögunum veiðiréttinn við fossinn.
Hafa þessar stangveiðar vakið at-
hygli en mikil veiði er alla jafna í net
við Urriðafoss. Harpa Hlín segir
flesta veiða á maðk en margir fái líka
á túbur. Menn veiða af klöppum fyr-
ir neðan fossinn og segir Harpa
ferðamennina sem koma að skoða
fossinn fylgjast spennta með. „Það
væri örugglega hægt að selja inn á
þetta,“ segir hún og hlær.
Harpa segir að þegar þau Stefán
Sigurðsson maður hennar hafi rætt
við bændur um stangveiði við foss-
inn hafi þeir verið jákvæðir og fram-
sýnir en líta megi á þetta sem já-
kvæða leið til að fá netin upp.
„Bændur eru ekki síður spenntir
fyrir góðu gengi í stangveiðinni en
við. Við kynntum leyfin ekki fyrr en
degi áður en veiðin hófst – en þau
seldust upp á örfáum klukkustund-
um! Allir veiðidagar fram í júlí.“ Þá
ætluðu bændur að hefja netaveiðina
en Harpa segir þau nú hafa keypt
nokkra netaveiðidaga af bændum.
„Síminn hefur ekki stoppað síðan
við kynntum þessa veiði. Við höfum
verið í þessum bissness í fjölmörg ár
en aldrei kynnst viðlíka áhuga.“
Hún bendir á að það eigi eftir að
koma í ljós hvernig framhaldið verð-
ur, ekki sé gefið að veiðin verði
áfram svona frábær. Nú gangi lax
snemma. Svo á Þjórsá eftir að
skolast meira þegar líður á sumarið.
„En þetta er ótrúlega spennandi
og ekki bara fyrir okkur og bændur
við Urriðafoss, heldur líka fyrir
bændur fyrir ofan foss enda mikil
laxagengd í ána og það kæmi ekki á
óvart að fleiri netabændur prófuðu
að leyfa veiðar á stöng.“
Fínn gangur er í veiðinni í Norð-
urá í Borgarfirði. Hópur sem lauk
veiðum á fimmtudag landaði 33 á
stangirnar átta og höfðu þá veiðst 68
á fyrstu sex veiðidögunum.
„Það virðist vera mikið af laxi að
ganga og það er smálax með,“ segir
Einar Sigfússon sölustjóri. „ Mér
finnst meira af vænum fiski nú en ég
átti von á. Það var ekki spáð neinu
sérstöku stórlaxasumri en mér
finnst þetta mjög lofandi byrjun.“
Leyfi við fossinn rifin út
Háfað Umhverfið er tilkomumikið við Urriðafoss. Hér er lax háfaður fyrir Hjálmar Árnason eftir góða viðureign.
Allir að veiða kvótann á stangirnar tvær við Urriðafoss
Ferðamenn fylgjast spenntir með Góð byrjun í Norðurá
Apótekarinn hefur í samstarfi við
stuðningsfélagið Kraft – stuðnings-
félag fyrir ungt fólk sem greinst hef-
ur með krabbamein og aðstandendur
hrundið af stað átaki sem ætlað er að
styðja við félagsmenn Krafts sem
lent hafa í fjárhagsörðugleikum
vegna baráttu við krabbamein.
Að sögn Huldu Hjálmarsdóttur,
framkvæmdastýru Krafts, kviknaði
hugmynd Apótekarans vegna mynd-
bands Ástrósar Rut Sigurðardóttur,
formanns Krafts, sem hún birti á
Facebook. Þar ræddi Ástrós allan
þann lyfjakostnað sem sambýlis-
maður hennar þarf að greiða vegna
krabbameins sem hann hefur þurft
að berjast við í fimm ár.
Samkvæmt Huldu er þessi stuðn-
ingur Apótekarans ómetanlegur.
„Félagsmenn okkar þurfa oft að
greiða háar upphæðir fyrir lyf sem
tengjast krabbameininu en eru ekki
niðurgreidd í öllum tilfellum af
Sjúkratryggingum Íslands.“
Stofnaður hefur verið sérstakur
sjóður átakinu til handa og var samn-
ingur þess efnis undirritaður 1. júní.
Mánaðarlega fær Kraftur 500 þús-
und krónur frá Apótekaranum til út-
deilingar sem fer í að kosta lyf og aðr-
ar tengdar vörur. Meðal annars í að
hjálpa félagsmönnum að greiða fyrir
stoðlyf (verkjalyf, kvíðastillandi lyf,
sýklalyf, stera, ógleðilyf o.fl.) en
kostnaður við þau geta verið gríðar-
legur, þau eru hins vegar ekki niður-
greidd að fullu af Sjúkratryggingum
Íslands.
Hulda nefnir þó að þrátt fyrir
þennan góða styrk verði það áfram
eitt af helstu baráttumálum Krafts að
krabbameinsveikir þurfi ekki að
greiða fyrir lyf sem tengjast sjúk-
dómi þeirra. urdur@mbl.is
Ljósmynd/Kraftur
Styrkur Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, og Kjartan Örn
Þórðarson lyfjafræðingur hjá Apótekaranum skrifa undir samninginn.
Styðja við ungt fólk
með krabbamein
500 þúsund krónur á mánuði í styrk
Kraftur
» Félagið var stofnað 1. októ-
ber árið 1999.
» Fyrir krabbameinssjúklinga
á aldrinum 18-40 ára og að-
standendur þeirra.